Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

414. fundur 20. nóvember 2024 kl. 17:00 - 20:08 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Björn Sæbjörnsson formaður
  • Birgir Örn Ólafsson varaformaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Kristinn Björgvinsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðrún P. Ólafsdóttir Starfandi bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún P. Ólafsdóttir starfandi bæjarstjóri
Dagskrá

1.Fjárhasáætlun BS 2025-2028

2411025

Lögð fram fjárhagsáætlun Brunavarna Suðurnesja 2025-2025
Afgreiðsla bæjarráðs:
Vísað til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.

2.Styrkbeiðni Golfklúbbs Vatnsleysustrandar 2025

2411026

Lögð fram styrkbeiðni frá Golfklúbbi Vatnsleysustrandar fyrir árið 2025.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Vísað til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.

3.Styrkbeiðni 2025-2029

2411028

Íþróttafélagið Nes óskar eftir styrktarsamningi til 5 ára
Afgreiðsla bæjarráðs:
Vísað til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.

4.Stígamót styrkbeiðni 2025

2411031

Lögð fram styrkbeiðni frá Stígamótum fyrir árið 2025
Afgreiðsla bæjarráðs:
Vísað til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.

5.Styrkbeiðni Minjafélagsins 2025

2411030

Lögð fram styrkbeiðni Minjafélagsins fyrir árið 2025
Afgreiðsla bæjarráðs:
Vísað til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.

6.Fjárhagsáætlun 2025 - 2028

2407024

Lögð fram fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Voga fyrir árið 2024 og langtímaáætlun 2025-2027. Davíð Viðarsson, sviðsstjóri umhverfis og skipulagssviðs og Ásta Friðriksdóttir, verkefnastjóri reikningshalds og umbóta stitja undir þessum dagskrárlið.
Bæjarráð samþykkir samhljóða að vísa fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Voga 2025 og þriggja ára áætlun 2026-2028 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

7.Viðaukar 2024

2403003

Lagður fram viðauki númer 5 2024 vegna reksturs.



Tekjuauking:

Útsvar fyrstu níu mánuði ársins er 30 m.kr. hærra en áætlað var, greiðsla vegna gjaldfrjálsra skólamáltíða nemur 6,6 m.kr á árinu sbr. mál nr. 2407022, auk þess sem innheimtar hafa verið leigutekjur og endurgreiðsla rafmagns á tjaldsvæði vegna áranna 2020-2023 að fjárhæð 9,6 m.kr. sem ekki hafði verið áætlað fyrir sbr. málsnúmer 2303001.



Eftirfarandi mál hafa verið samþykkt í bæjarráði og er áætlaður kostnaður eftirfarandi:

Sérfræðikostnaður á bæjarskrifstofu -2,5 m.kr. (mál 2410011), stöðugildi bygggingarfulltrúa og verkefnastjóra reikningshalds og umbóta á bæjarskrifstofu -7 m.kr. (mál 2407026), þráðlausir punktar í skóla -2,25 m.kr.(mál 2410017) og tímabundið hlutastöðugildi í leikskóla 0,5 m.kr. (mál 2411001).

Auk þess hafa eftirfarandi deildir félagsþjónustu verið umfram áætlaðan kostnað fyrstu níu mánuði ársins vegna fjölgunar þjónustuþega og aukningar þjónustuþarfar:

Barnavernd fóstur utan heimilis -2 m.kr, barnavernd úrræði á heimili -0,5 m.kr., barnavernd annað -0,6 m.kr., ferðaþjónusta fatlaðra -4 m.kr., Selið-dagdvöl -1,3 m.kr. og heimaþjónusta aldraðra -1,9 m.kr.



Lagt er til að tekjum umfram kostnaðarauka hér að ofan að fjárhæð 23,7 m.kr. sé bætt við handbært fé sveitarfélagsins.



Ásta Friðriksdóttir, verkefnastjóri reikningshalds og umbóta situr undir þessum dagkrárlið.



Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.


8.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2024

2402021

Lögð fram fundargerð 806. fundar stjórnar Sambands Sveitarfélaga á Suðurnesjum sem haldinn var 13.11.2024.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 20:08.

Getum við bætt efni síðunnar?