Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

413. fundur 12. nóvember 2024 kl. 17:00 - 21:08 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Björn Sæbjörnsson formaður
  • Birgir Örn Ólafsson varaformaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Kristinn Björgvinsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðrún P. Ólafsdóttir Starfandi bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Guðrún P. Ólafsdóttir starfandi bæjarstjóri
Dagskrá
Í upphafi fundar leitaði formaður afbrigða um að taka inn mál nr. 4 á dagskrá, beiðni um fjölgun stöðugilda hjá Suðurvöllum. Samþykkt samhljóða með 4 atkvæðum.

1.Fjárhagsáætlun 2025 - 2028

2407024

Yfirferð tillagna forstöðumanna fyrir fjárhagsáætlun 2025.

Til fundarins mæta skólastjórar Stóru Vogaskóla og Heilsuleikskólans Suðurvalla, sviðsstjórar og íþrótta- og tómstundafulltrúi.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð þakkar forstöðumönnum fyrir yfirferðina.

2.Fjárhagsáætlun SSS og HES 2025

2411019

Lögð fram til kynningar samantekt á fjárhagsáætlunum SSS/Heklunnar og HES 2025.



Fjárhagsáætlun HES var samþykkt á fundi stjórnar þann 17.10.2024



Fjárhagsáætlun SSS var samþykkt á fundi stjórnar þann 11.09.2024
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

3.Fjárhagsáætlun Kölku 2025

2411020

Lögð fram fjárhagsáætlun Kölku 2025.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

4.Beiðni um fjölgun stöðugilda hjá Suðurvöllum

2411001

Tekið fyrir að nýju, beiðni leikskólastjóra um fjölgun stöðugilda í leikskólanum.

Leikskólastjóri sat undir þessum lið.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir beiðnir í samræmi við umræður á fundinum.

5.Styrkbeiðni FEBV 2025

2411004

Lögð fram styrkbeiðni frá Félagi eldri borgara í Vogum fyrir árið 2025. Fulltrúar félagsins sitja undir þessum lið.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Vísað til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar. Fulltrúum félagsins er þakkað kærlega fyrir komuna.

6.UMFÞ styrkbeiðni 2025

2411006

Lögð fram beiðni frá UMFÞ um styrk vegna rekstrarársins 2025. Framkvæmdastjóri og stjórn félagsins sitja undir þessum lið.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Vísað til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar. Stjórn og framkvæmdastjóra félagsins er þakkað kærlega fyrir komuna.

7.Samtök um kvennaathvarf styrkbeiðni 2025

2411005

Lögð fram styrkbeiðni frá Samtökum um kvennaathvarf fyrir árið 2025.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Vísað til vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.

8.Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2024

2401005

Lagt fram til umsagnar mál nr. 75. Tillaga til þingsályktunar um búsetuöryggi í dvalar- og hjúkrunarrýmum

Umsagnarfrestur er til og með 20. nóv. 2024
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

9.Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2024

2401005

Lagt fram til umsagnar mál nr. 79. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um málefni aldraðra, nr. 125/1999 (réttur til sambúðar).

Umsagnarfrestur er til og með 20. nóv. 2024
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

10.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2024

2401038

Lögð fram fundargerð 954. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 04.11.2024.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 21:08.

Getum við bætt efni síðunnar?