Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

412. fundur 06. nóvember 2024 kl. 17:00 - 19:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Björn Sæbjörnsson formaður
  • Kristinn Björgvinsson áheyrnarfulltrúi
  • Eva Björk Jónsdóttir varamaður
  • Guðmann Rúnar Lúðvíksson varamaður
Starfsmenn
  • Guðrún P. Ólafsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Guðrún P. Ólafsdóttir starfandi bæjarstjóri
Dagskrá

1.Vogagerði 5 - krafa vegna vatnstjóns

2409037

Lagt fram til kynningar bréf frá Sigurgeiri Valssyni, lögmanni hjá Landslögum með svari sveitarfélagsins við kröfubréfi í tengslum við málið.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

2.Fjárhagsáætlun 2025 - 2028

2407024

Lögð fram samantekt um forsendur og drög að tekjuáætlun 2024. Ásta Friðriksdóttir, verkefnastjóri reikningshalds og umbóta sat undir þessum lið.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

3.Rekstrar- og fjárfestingayfirlit 2024

2406086

Lagt fram minnisblað verkefnastjóra reikningshalds og umbóta með rekstraryfirliti janúar til september 2024. Ásta Friðriksdóttir, verkefnastjóri reikningshalds og umbóta sat undir þessum lið.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

4.Framkvæmdaleyfi Suðurnesjalína 2

2104113

Lagðar fram greinargerðir Ívars Pálssonar, lögmanns sveitarélagsins, í dómsmálum vegna Suðurnesjalínu 2.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

5.Viðbragðsáætlanir í tengslum við jarðhræringar

2410012

Lagt fram til kynningar minnisblað Ísor í tenglsum við viðbragðsáætlanir varðandi vatnsveitu.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

6.Viðaukar 2024

2403003

Lögð fram tillaga að viðauka 5.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð frestar málinu til næsta fundar.

7.Beiðni um fjölgun stöðugilda hjá Suðurvöllum

2411001

Tekið fyrir erindi frá leikskólastjóra varðandi fjölgun stöðugilda í leikskólanum.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð frestar málinu til næsta fundar.

8.Netmál í skóla

2410017

Lagt fram erindi frá skólastjóra varðandi úrbætur í þráðlausum netmálum skólans.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykir samhljóða beiðni skólastjóra og felur starfandi bæjarstjóra að útbúa viðauka.

9.Landsmót UMFÍ 50 í Vogum 2024

2401007

Tekið fyrir að nýju erindi frá Ungmennafélaginu Þrótti varðandi styrkveitingu að fjárhæð 4,0 m.kr. til uppbyggingar landsmótsstaðs í tengslum við UMFÍ 50 í maí sl. Minnisblað íþrótta- og tómstundafulltrúa og verkefnastjóra á umhverfis- og skipulagssviði lagt fram.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð fagnar því að fjármagn hafi fengist frá ríkinu í gegnum UMFÍ til uppbygingar landsmótssvæðis í tenglsum við landsmót UMFÍ 50 . Umgjörð mótstins var til fyrirmyndar á allan hátt og kann bæjarráð Ungmennafélaginu Þrótti bestu þakkir fyrir hversu vel tókst til. Fulltrúar sveitarfélagsins í framkvæmdanefnd mótsins lögðu til að megnið af fjárframlaginu rynni til nauðsynlegra endurnýjunar og uppbyggingar sundlaugar, sem nýttist þátttakendum á landsmótinu og bæjarbúum í framhaldi við heilsueflingu. Auk þess var tekið var tillit til krafna UMFÍ varðandni nýjar holur á púttvelli og merkingar á frisbígolfvelli. Bæjarráð styður þessa ráðstöfun fjármuna.

10.Innleiðing breytinga á stjórnskipulagi, ráðning sviðsstjóra

2405001

Lagt fram minnisblað starfandi bæjarstjóra varðandi samrekstur sveitarfélagsins og Suðurnesjabæjar um félagsþjónustu og fræðslumál.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir samhljóða að fela starfandi bæjarstjóra að óska eftir því við Suðurnesjabæ að ráðinn verði sviðsstjóri fjölskyldusviðs Voga inn í samrekstur sveitarfélaganna tveggja á sviði félagsþjónustu og fræðslumála, í samræmi við tillögur í minnisblaði.

11.Blái herinn beiðni um stuðning 2025

2410021

Beiðni um stuðning á árinu 2025 frá Bláa hernum
Afgreiðsla bæjarráðs
Bæjarráð samþykkir samhljóða að styrkja Bláa herinn um 50.000 krónur.

12.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2024

2402021

Lögð fram fundargerð 805. fundar Sambands Sveitarfélaga á Suðurnesjum sem haldinn var 16.10.2024
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

13.Fundargerðir HES 2024

2401025

Lögð fram fundargerð 313. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja sem haldinn var 17.10.2024
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

14.Fundargerðir Þekkingarseturs Suðurnesja 2024

2404069

Lögð fram fundargerð 53. fundar stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja sem haldinn var 15.10.2024
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

15.Fundargerðir stjórnar Kölku 2024

2401022

Lögð fram fundargerð 562. fundar stjórnar Kölku sem haldinn var 15.10.2024
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

16.Fundargerðir Brunavarna Suðurnesja 2024

2403005

Lögð fram fundargerð 87. fundar stjórnar Brunavarna Suðurnesja sem haldinn var 26.09.24.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

17.Fundargerðir Svæðisskipulags Suðurnesja 2024

2403037

Lögð fram fundargerð 49. fundar Svæðisskipulags Suðurnesja sem haldinn var 24.10.2024.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

18.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2024

2401059

Lögð fram fundargerð 466. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 23.10.2024
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 19:00.

Getum við bætt efni síðunnar?