Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

410. fundur 16. október 2024 kl. 17:00 - 18:24 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Björn Sæbjörnsson formaður
  • Birgir Örn Ólafsson varaformaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Kristinn Björgvinsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðrún P. Ólafsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Guðrún P. Ólafsdóttir sviðsstjóri fjármála og stjórnsýslu
Dagskrá

1.Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga 2024

2410010

Lagt fram bréf frá Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

2.Viðbragðsáætlanir í tengslum við jarðhræringar

2410012

Lagt fram minnisblað staðgengils bæjarstjóra varðandi vinnu við viðbragðsáætlanir í tenglsum við neysluvatn og rýmingaráætlanir stofnana sveitarfélagsins.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð leggur áherslu á að áfram sé unnið markvisst að viðbragðsáætlunum í tengslum við neysluvatn og viðbragðsáætlanir stofnana í samvinnu við og undir faglegri foryrstu HS veitna og Almannavarna.

3.Fjárhagsáætlun 2025 - 2028

2407024

Lagt fram minnnisblað frá verkefnastjóra reikninghalds og umbóta með rammaáætlun 2025 og útgönguspá rekstrar fyrir árið 2024.

Verkefnastjóri reikningshalds og umbóta sat fundinn undir þessum lið.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

4.Ráðgjöf við fjárhagsáætlanagerð 2025

2410011

Lagt fram tilboð frá HLH ráðgjöf vegna ráðgjafar við gerð þriggja til fimm ára fjárhagsáætlunar og gerð sviðsmyndagreiningar á fjárfestingaþörf innviða miðað við mismunandi forsendur íbúaþróunar Sveitarfélagsins Voga. Sviðsmyndagreiningin felur meðal annars í sér að meta rekstrargetu (sjóðstreymi) sveitarfélagsins til að standa undir slíkri fjárfestingu
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir framlagt tilboð HLH ráðgjafar.

5.Landsmót UMFÍ 50+ í Vogum 2024

2401007

Lagt fram erindi frá Ungmennfélaginu Þrótti varðandi styrkveitingu að fjárhæð 4,0 m.kr. til uppbyggingar landsmótsstaðs í tengslum við UMFÍ 50+ í maí sl.
Andri Rúnar Sigurðsson vék af fundi undir þessum dasgskrárlið.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð frestar málinu til næsta fundar.

6.Umsögn vegna rekstrarleyfis - Hvammsdalur 11

2409028

Sýslumaðurinn á Suðurnesjum óskar eftir umsögn vegna umsóknar um leyfi til rekstur gististaðar í fokki II (Minna gistiheimili) að Hvammsdal 11.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð veitir neikvæða umsögn þar sem fyrirhugaður rekstur er ekki í samræmi við aðalskipulag sveitarfélagsins eða deiliskipulag viðkomandi lóðar.

7.Drög að reglugerð um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað

2410002

Lögð fram reglugerð um framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vegna þjónustu við fatlað fólk. Umsagnarfrestur er til 09.10.2024.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

8.Fundargerðir Brunavarna Suðurnesja 2024

2403005

Lögð fram fundargerð 86. fundar stjórnar Brunavarna Suðurnesja sem haldinn var 26.09.24. Fjárhagsáætlun vegna ársins 2025 fylgir með.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

9.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2024

2401038

Lögð fram fundargerð 952. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 27.09.24.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

10.Fundargerðir Þekkingarseturs Suðurnesja 2024

2404069

Lögð fram fundargerð 52. fundar stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja sem haldinn var 19.09.24.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

11.Fundargerðir fjölskyldu- og velferðarráðs 2024

2402017

lagðar fram fundargerðir 52. og 53. fundar fjölskyldu- og velferðarráðs ásamt fylgiskjölum.



Hilmar Jón Stefánsson, teymisstjóri barnaverndarþjónustu í Suðurnesjabæ sat fundinn undir þessum lið.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð áréttar enn á ný mikilvægi þess að ríkið sinni hlutverki sínu gagnvart börnum með fjölþættan vanda og bindur vonir við að samstaða myndist á þingi við vinnslu fjárlaga 2025 um að fjárheimild sé veitt til að fjármagna þjónustuna.

12.Fundargerðir Almannavarna Suðurnesja utan Grindavikur 2024

2408011

Lögð fram fundargerð 72. fundar Almannavarna Suðurnesja utan Grindavíkur sem haldinn var 24.09.2024.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:24.

Getum við bætt efni síðunnar?