Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

409. fundur 02. október 2024 kl. 17:00 - 18:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Björn Sæbjörnsson formaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Kristinn Björgvinsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðrún P. Ólafsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Guðrún P. Ólafsdóttir sviðsstjóri fjármála og stjórnsýslu
Dagskrá

1.Búsetuúrræði fyrir börn með fjölþættan vanda

2409024

Lögð fram minnisblöð í tengslum við málefni barna með fjölþættan vanda, auk áfangaskýrslu II með tillögum starfshóps um kostnaðar-og ábyrgðarskiptingu ríkis og sveitarfélaga í þjónustu við fatlað fólk.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð óskar eftir því að Samband íslenskra sveitarfélaga beiti sé markvisst og tafarlaust fyrir því að unnið sé að úrbótum þjónustu á vegum ríkisins í þágu barna með fjölþættan vanda, á sama tíma og rekstrargrundvöllur minni sveitarfélaga sé tryggður.

2.Möguleg mengunarhætta frá eldsumbrotum á vatnsverndarsvæðum á Reykjanesskaganum

2409036

Lagt fram minnisblað um mögulega mengunarhættu frá eldsumbrotum á vatnsverndarsvæði fyrir vatnsbólin á Lágasvæðinu í Grindavík og í Vogavík í Sveitarfélaginu Vogum, tekið saman af Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja, HS Veitum, HS Orku, Sveitarfélaginu Vogum, Umhverfisstofnun, Veðurstofu Íslands og ÍSOR, dagsett 27.september 2024.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð þakkar góða vinnu við greiningu á stöðu neysluvatnsmála í sveitarfélaginu og leggur áherslu á að unnið sé áfram að viðbragðsáætlunum til að tryggja neysluvatn með HS veitum. Bæjarráð leggur til að einnig verði skoðaður sá möguleiki að bora eftir vatni á Vatnsleysuströnd þar sem það svæði er minnst útsett fyrir jarðhræringum og eldsumbrotum.

3.Fjárhagsáætlun 2025 - 2028

2407024

Lagt fram minnisblað frá Sambandi íslenskra Sveitarfélaga með forsendum fjárhagsáætlana sveitarfélaga 2025-2028.

4.Starfsmannamál bæjarskrifstofu

2406087

Sviðsstjóri fjármála og stjórnsýslu fyrir yfir stöðu mönnunar á bæjarskrifstofu og nýráðningar.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjármála og stjórnsýslu að útbúa viðauka vegna nýráðninga verkefnastjóra reikningshalds og umbóta og byggingarfulltrúa.

5.Boð á ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga þann 9. október 2024

2409038

Lagt fram boð á ársfund Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður miðvikudaginn 9. október nk.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð felur Guðrúnu P. Ólafsdóttur, staðgengli bæjarstjóra, að sitja fundinn fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.

6.Vogagerði 5 - krafa vegna vatnstjóns

2409037

Lagt fram kröfubréf og matsgerð dómkvadds matsmanns vegna vatnstjóns í Vogagerði 5
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að vinna málið áfram með lögmönnum sveitarfélagsins.

7.Úrskurður nefndar um umhverfis- og auðlindamál nr. 762024

2409039

Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál, nr. 76/2024 varðandi álagningu dagsekta vegna óleyfisframkvæmda við fasteignina að Suðurgötu 4.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

8.Hafnasambandsþing 24.-25. október 2024

2401046

Skráning á Hafnasambandsþing 24. og 25. október 2024 í fylgiskjölum er boðun sem og fjöldi fulltrúa samkv. reglum Hafnasambands Íslands.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

9.Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2024

2401005

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar mál nr. 222 ? námsgögn.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

10.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2024

2401038

Lögð fram fundargerð 951. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 30.08.2024
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

11.Fundargerðir Svæðisskipulags Suðurnesja 2024

2403037

Lögð fram fundargerð 48. fundar Svæðisskipulags Suðurnesja sem haldinn var 12.09.2024
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:00.

Getum við bætt efni síðunnar?