Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

408. fundur 18. september 2024 kl. 17:00 - 18:10 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Björn Sæbjörnsson formaður
  • Birgir Örn Ólafsson varaformaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Kristinn Björgvinsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðrún P. Ólafsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Guðrún P. Ólafsdóttir sviðsstjóri fjármála og stjórnsýslu
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2025 - 2028

2407024

Lagðar fram starsfáætlanir umhverfis- og skipulagssviðs, Suðurvalla, íþrótta- og tómstundafulltrúa, Stóru-Vogaskóla, tónlistarskóla og almennings- og skólabókasafns.

2.Viðhald og framkvæmdir 2024

2310016

Lagt fram yfirlit frá umhverfis- og skipulagssviði vegna framkvæmda á árinu 2024, stöðu og framvindu einstakra frakmvæmdaverkefna.

3.Rekstrar- og fjárfestingayfirlit 2024

2406086

Lagt fram yfirlit yfir stöðu kostnaðar í framkvæmdaáætlun 2024.

4.Búsetuúrræði fyrir börn með fjölþættan vanda

2409024

Tekin fyrir staðan á búsetuúrræðum barna með fjölþættan vanda.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.
Bæjarstjóra falið að óska eftir fundum með ráðherrum þessa málaflokks og þrýsta á um þjónustuúrræði á vegum ríkisins fyrir börn með fjölþættan vanda. Ótækt er að fótunum sé kippt undan rekstrargrunni sveitarfélaga vegna úrræðaleysis í málaflokknum, þar sem byrðinni er nánast alfarið velt yfir á sveitarfélög. Jafnframt harmar bæjarráð sveitarfélagsins að börn með fjölþættan vanda líði fyrir úrræðaleysi og fái ekki viðeigandi þjónustuúrræði.

5.Aðalfundur SSS 2024

2409025

Fundarboð 48. aðalfundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum. Aðalfundurinn verður haldinn laugardaginn 28. september 2024, í Fjölbrautaskóla Suðurnesja að Sunnubraut 36, Reykjanesbæ. Allir kjörnir bæjarstjórnarmenn á sambandssvæðinu eiga rétt til fundarsetu á aðalfundinum. Enn fremur eru bæjarstjórar með málfrelsi og tillögurétti.

6.Viðfangsefni stýrihóps um framtíðarstaðsetningu íþróttamiðstöðvar skotíþrótta

2409010

Lögð fram áfangaskýrsla ásamt bréfi til hagaðila.

7.Uppgjör við sveitarfélög vegna grindvískra leikskólabarna

2409009

Lagt fram bréf frá Grindavíkurbæ vegna uppgjörs vegna leikskólabarna.

8.Fundargerðir Almannavarna Suðurnesja utan Grindavikur 2024

2408011

Lagðar fram fundargerðir 70. og 71. fundar Almannavarna Suðurnesja utan Grindavíkur sem haldnir voru 07.06.24 og 29.08.24

9.Fundargerðir HES 2024

2401025

Lögð fram fundargerð 312. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja sem haldinn var 10.09.24

10.Fundargerðir stjórnar Kölku 2024

2401022

Lögð fram fundargerð 561. fundar stjórnar Kölku sem haldinn var 10.09.24

11.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2024

2401059

Lögð fram fundargerð 465. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 09.09.2024

12.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2024

2402021

Lögð fram fundargerð 804. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem haldinn var 11.09.2024

Fundi slitið - kl. 18:10.

Getum við bætt efni síðunnar?