Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

407. fundur 04. september 2024 kl. 17:00 - 18:06 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Björn Sæbjörnsson formaður
  • Birgir Örn Ólafsson varaformaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Kristinn Björgvinsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðrún P. Ólafsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Guðrún P. Ólafsdóttir Sviðsstjóri fjármála og stjórnsýslu
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2025 - 2028

2407024

Starfsáætlun fjármála- og stjórnsýslusviðs 2025 lögð fram til kynningar.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

2.Heiðarland Vogajarða - óskipt sameign

2105028

Tekin fyrir staðan á málefnum Heiðarlands Vogajarða.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð felur staðgengli bæjarstjóra að vinna málið áfram með lögmanni sveitarfélagsins.

3.Valkostagreining vegna sameiningar sveitarfélaga

2104141

Tekin fyrir staðan á óformlegum sameiningarviðræðum sveitarfélaga.
Afgreiðsla bæjarráðs
Bæjarráð vísar málinu til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

4.Neyðarathvörf Reykjavíkurborgar-Samstarf um greiðslu gistináttagjalds fyrir heimilislausa

2107028

Lagt fram minnisblað frá Suðurnesjabæ auk minnisblaðs frá staðgengli bæarstjóra með tillögu um uppsögn á samningi við Reykjavíkurborg varðandi greiðslu gistináttagjalds í neyðarathvörfum.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Málinu frestað.

5.Samstarf hafna á Suðurnesjum varðandi Hafnarsambandsþing 2026

2408082

Lagt fram erindi frá sviðsstjóra atvinnu- og hafnarmála í Reykjanesbæ um að hafnir á Suðurnesjum bjóði á komandi hafnarsambandsþingi sameiginlega fram að halda næsta Hafnarsambandsþing sem verður 2026.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

6.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2024

2401059

Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:06.

Getum við bætt efni síðunnar?