Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

405. fundur 14. ágúst 2024 kl. 17:00 - 18:45 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Björn Sæbjörnsson formaður
  • Birgir Örn Ólafsson varaformaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Kristinn Björgvinsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðrún P. Ólafsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Guðrún P. Ólafsdóttir Sviðsstjóri fjármála og stjórnsýslu
Dagskrá

1.Hafnargata 101, uppbygging og þróun.

2104054

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs varðandi þróunarreit við Hafnargötu 101. Sviðsstóri umhverfis- og skipulagssviðs situr fundinn undir þessum lið.

Birgir Örn Ólafssson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð felur staðgengli bæjarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

2.Eyrarkotsland - Eyrarkotsbakki - Mál og hnitsetning

2206040

Lagt fram bréf Land lögmanna, Hildar Sólveigar Pétursdóttur lögmanns, dags. 25. júlí 2024, varðandi afmörkun Eyrarkotslands o.fl.

Birgir Örn Ólafssson vék af fundi undir þessum dagskrárlið.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Staðgengli bæjarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs falið að svara erindinu og vinna málið áfram í samvinnu við lögmann sveitarfélagsins.

3.Framkvæmdaleyfi Suðurnesjalína 2

2104113

Lögð fram stefna Náttúruverndarsamtaka Suðvesturlands og Hraunavina, dagsett 29. júlí 2024. Með málshöfðun fyrir Héraðsdómi Reykjaness á hendur Sveitarfélaginu Vogum og Landsneti hf. krefjast stefnendur ógildingar á framkvæmdaleyfi Landsnets vegna Suðurnesjalínu 2 sem samþykkt var af bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga 30. júní 2023.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

4.Ársskýrsla og reikningur MSS 2023

2408010

Lögð fram ársskýrsla og reikningur Miðstöðvar símenntunar á Suðurnesjum vegna ársins 2023
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

5.Kirkjuholt lóðaúhlutun 2024

2401067

Tekinn fyrir útdráttur á lóðum við Tjarnargötu 9 og Tjarnargötu 11.
Eftirfarandi aðilar sóttu um lóðir við Tjarnargötu 9 og Tjarnargötu 11 og hafa viðkomandi skilað inn tilskyldum gögnum til að umsóknir teljist gildar:

Tjarnargata 11
Eignarhaldsfélagið Normi ehf.
Jónsvör ehf.

Tjarnargata 9
Eignarhaldsfélagið Normi ehf.
Jónsvör ehf - sótt er um lóð til vara

Afgreiðsla bæjarráðs:
Í kjölfar útdráttar samþykkir bæjarráð að lóðum skuli úthlutað til eftirfarandi aðila á grundvelli fyrirliggjandi útlutunaskilmála frá í apríl 2024.

Tjarnargata 11
Jónsvör ehf

Tjarnargata 9
Eignarhaldsfélagið Normi ehf

6.Beiðni um breytingu á samþykkt 462005 um meðhöndlun úrgangs á Suðurnesjum

2405022

Tekið fyrir í síðara skipti beiðni Reykjanesbæjar um breytingu á samþykkt 426/2005 um meðhöndlun úrgangs á Suðurnesjum
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir breytingu á samþykkt 426/2005 um meðhöndlun úrgangs á Suðurnesjum. Er um síðari fullnaðarafgreiðslu að ræða í sumarleyfi bæjarstjórnar.

7.Reykjanesfólkvangur fundargerðir 2024

2402007

Lögð fram fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs sem haldinn var 26.06.2024
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

8.Fundargerðir Almannavarna Suðurnesja utan Grindavikur 2024

2408011

Lagðar fram fundargerðir 68 og 69 frá Almannavörnum Suðurnesja utan Grindavíkur.

Fundargerð v. 70 fundar hefur nú þegar verið kynnt.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 18:45.

Getum við bætt efni síðunnar?