Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

404. fundur 17. júlí 2024 kl. 17:00 - 18:40 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Björn Sæbjörnsson formaður
  • Birgir Örn Ólafsson varaformaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Eðvarð Atli Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðrún P. Ólafsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Guðrún P. Ólafsdóttir Sviðsstjóri fjármála og stjórnsýslu
Dagskrá

1.Húsnæðisþörf skóla-og frístundaúrræða

2403004

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs í kjölfar niðurstaðna lausnarteymis um nýtingu húsnæðis Stóru-Vogaskóla. Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs situr fundinn undir þessum lið.
Afgreiðsla bæjarráðs
Bæjarráð samþykkir samhljóða kostnaðaráætlun vegna breytinga á rýmum í Stóru-Vogaskóla og íþróttamiðstöð til að húsakostur sveitarfélagisns sé sem best nýttur og vísar í viðauka undir dagskrárlið 4.

2.Kirkjuholt lóðaúhlutun 2024

2401067

Lagt fram yfirlit sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssvið með umsóknum um lóðir í Kirkjuholti. Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs situr fundinn undir þessum lið.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð felur staðgengli bæjarstjóra að afla frekari gagna frá umsækjendum fyrir útdrátt og áréttar að sömu skilmálar gildi og við úthlutun lóða í Kirkjuholti í apríl sl., þ.m.t. lágmarks byggingaréttargjald að fjárhæð 10 m.kr. Útdráttur fer fram á bæjarráðsfundi 14. ágúst nk.

3.Skipulag og mönnun bæjarskrifstofu

2407026

Lögð fram minnisblöð sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs og umhverfis- og skipulagssviðs varðandi mönnun og skipulag. Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs situr fundinn undir þessum lið.
Afgreiðsla bæjarráðs
Bæjarráð felur staðgengli bæjarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

4.Viðaukar 2024

2403003

Lagður fram viðauki 4 2024



Rekstur

Fyrirséð er að kostnaður vegna viðhalds í sundlaug verði 2,4 m.kr. hærri en áætlað var. Lögð er fram beiðni um kostnaðarviðauka vegna stuðningsúrræðis sem nemur 10,3 m.kr. seinipart ársins 2024. Þá nemur áætlaður kostnaður vegna búnaðar í færanlegri kennslustofu við leikskóla 3,85 m.kr. Í kjölfar yfirfærslu Vogastrætó til Vegagerðarinnar stöðvast samingsgreiðslur sem lækkar stöðu á deild um 3,4 m.kr. Áætlaður kostnaðar vegna breytinga í skóla til betri nýtingar rýma næsta vetur er áætlaður 5 m.kr. Þá eru lagðar til tilfærslur milli deilda félagsþjónustu sem hafa ekki nettó áhrif á kostnað. Einnig er lögð til niðurfærsla á eftirálagningu úttsvars um 43,5 m.kr.



Samtals nemur tillaga viðauka um kostnaðarhækkanir um 68,4 m.kr. Útgjaldaauka er mætt með eftirfarandi hækkunum tekna:

Staðgreiðsla útsvars 31 m.kr, Fasteignaskattar 9 m.kr, lóðaleiga 11 m.kr., greiðslur frá Jöfnunarsjóði 23 m.kr. og framlag vegna skólavistar grindvískra skólabarna 8,5 m.kr.

Að teknu tilliti til aukningar tekna um 82,5 m.kr. eru nettóáhrif á rekstrarniðurstöðu jákvæð um 14,1 m.kr. og gert ráð fyrir hækkun handbærs fjár sem því nemur.



Fjárfestingar

Endurnýjun tækjabúnaðar þjónustmiðstöðvar - mál 2404100

Lagt er til að viðauki sé gerður vegna kaupa ökutækja í þjónustumiðstöð í samræmi við afgreiðslu á 399. fundi bæjarráðs þann 2. maí sl. Áætlaður kostnaður skv. minnisblaði sviðsstjóra nemur 5 m.kr. og lagt er til að aukinni fjárfestingu sé mætt með lækkun á handbæru fé.



Viðhald sundlaugar - mál 2404062

Að teknu tilliti til framlags frá UMFÍ vegna uppbyggingar móttsstaða í tenglsum við UMFÍ 50 er gert ráð fyrir að kostnaður vegna dúklagningar sundlaugar endi í 13,5 m.kr. Þegar hefur verið gerður viðauki að fjárhæð 7,5 m.kr. og er lagt til að gerður verði viðauki fyrir mismuninum að fjárhæð 6 m.kr. sem mætt verði með lækkun á handbæru fé.



Bílastæði Staðarborg - mál 2405005

Í kjölfar synjunar umsóknar um styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða 2024 fellur framlag sveitarfélagssins til verkefnisins niður. Framlagið nam samtals 4 m.kr í framkvæmdaáætlun og er ‏því gert ráð fyrir að handbært fé styrkist sem því nemur.

Afgreiðsla bæjarráðs
Bæjarráð samþykkir viðaukann samhljóða og fullnaðarafgreiðir viðaukann í sumarleyfi bæjarstjórnar

5.Beiðni um breytingu á samþykkt 462005 um meðhöndlun úrgangs á Suðurnesjum

2405022

Tekin fyrir að nýju beiðni Reykjanesbæjar um breytingu á samþykkt 426/2005 um meðhöndlun úrgangs á Suðurnesjum
Afgreiðsla bæjarráðs
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti breytingu á samþykkt 426/2005 um meðhöndlun úrgangs á Suðurnesjum. Er um fyrri fullnaðarafgreiðslu að ræða í sumarleyfi bæjarstjórnar. Málinu er vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn.

6.Þjónustugjaldskrár 2024

2312001

Lögð fram tillaga að lækkun gjaldskrár þjónustu er snýr að barnafjölskyldum frá 1. september næstkomandi
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir samhljóða breytingar á framlögðum gjaldskrám þjónustu, þar sem gjaldskrár í leikskóla, frístundaskóla og tónlistarskóla lækka um 5% frá og með 1. september næstkomandi. Um fullnaðarafgreiðslu er að ræða í sumarleyfi bæjarstjórnar

7.Innleiðing nýs launavinnslukerfis

2407023

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs varðandi tillögu að innleiðingu nýs launavinnslukerfis
Afgreiðsla bæjarráðs
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um innleiðingu launavinnslukerfisins Kjarna og felur staðgengli bæjarstjóra að hrinda því í framkvæmd.

8.Fjárhagsáætlun 2025

2407024

Lögð fram drög að tíma- og verkáætlun fyrir fjárhagsáætlanagerð 2025
Afgreiðsla bæjarráðs
Lagt fram

9.Erindi frá nokkrum bæjarbúum varðandi sundlaug

2407025

Lagt fram erindi frá nokkrum bæjarbúum varðandi sundlaug
Afgreiðsla bæjarráðs
Bæjarráð þakkar pottakörlum fyrir framlagt erindi og felur staðgengli bæjarstjóra að fylgja eftir að fullnaðarfrágangur eftir framkvæmdir í sumar klárist og að úttekt á tækjarými fari fram.

10.Stjórnsýsla sveitarfélagsins

2407027

Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri verður í leyfi til loka september nk. Staðgengill bæjarstjóra er Guðrún P. Ólafsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs.

11.Bréf frá Vinnuhópi VST og viðbragðsaðilum á Suðurnesjum varðandi færanlega vettvangsstjórnstöð.

2407021

Tekið fyrir bréf frá vinnuhópi VST og viðbragðsaðila á Suðurnesjum til Almannavarnanefndar Suðurnesja utan Grindavíkur varðandi færanlega vettvangsstjórnstöð.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð tekur jákvætt í þátttöku í kaupum á búnaði í færanlega vettvangsstjórnstöð Almannavarna. Staðgengli bæjarstjóra falið að vinna málið áfram.

12.Minnisblað til sveitarfélaga um gjaldfrjálsar skólamáltíðir

2407022

Lagt fram minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um gjaldfrjálsar skólamáltíðir
Afgreiðsla bæjarráðs
Bæjarráð felur staðgengli bæjarstjóra að útfæra utanumhald um fjölda máltíða í skóla í samræmi við óskir í minnisblaði sambandsins.

13.Fundargerð rýnifundar Ríkislögreglustjóra

2406095

Lögð fram fundargerð rýnifundar Ríkislögreglustjóra vegna jarðhræringa á Reykjanesi. Fundurinn var haldinn á Hilton hótel Nordica 23.05.2024
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

14.Fundargerðir Svæðisskipulags Suðurnesja 2024

2403037

Lögð fram fundargerð 47. fundar Svæðisskipulags Suðurnesja sem haldinn var 130624
Afgreiðsla bæjarráðs
Lagt fram

15.Fundargerðir Almannavarna Suðurnesja utan Grindavíkur 2024

2407005

Lögð fram fundargerð 70. fundar Almannavarna Suðurnesja utan Grindavíkur sem haldinn var 7.6.2024
Afgreiðsla bæjarráðs
Lagt fram

16.Aðalfundur Keilis ehf 2024

2407006

Lögð fram fundargerð aðalfundar Keilis ehf. sem haldinn var 29.5.2024
Afgreiðsla bæjarráðs
Lagt fram

17.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2024

2401038

Lagðar fram fundargerðir 949. fundar og 950. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldnir voru 13.6.2024 og 21.06.2024
Afgreiðsla bæjarráðs
Lagt fram

18.Fundargerðir Brunavarna Suðurnesja 2024

2403005

Lagðar fram fundargerðir 84. fundar og 85 fundar Brunavarna Suðurnesja sem haldnir voru 31.05.2024 og 4.7.2024
Afgreiðsla bæjarráðs
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 18:40.

Getum við bætt efni síðunnar?