2403003
Lagður fram viðauki 4 2024
Rekstur
Fyrirséð er að kostnaður vegna viðhalds í sundlaug verði 2,4 m.kr. hærri en áætlað var. Lögð er fram beiðni um kostnaðarviðauka vegna stuðningsúrræðis sem nemur 10,3 m.kr. seinipart ársins 2024. Þá nemur áætlaður kostnaður vegna búnaðar í færanlegri kennslustofu við leikskóla 3,85 m.kr. Í kjölfar yfirfærslu Vogastrætó til Vegagerðarinnar stöðvast samingsgreiðslur sem lækkar stöðu á deild um 3,4 m.kr. Áætlaður kostnaðar vegna breytinga í skóla til betri nýtingar rýma næsta vetur er áætlaður 5 m.kr. Þá eru lagðar til tilfærslur milli deilda félagsþjónustu sem hafa ekki nettó áhrif á kostnað. Einnig er lögð til niðurfærsla á eftirálagningu úttsvars um 43,5 m.kr.
Samtals nemur tillaga viðauka um kostnaðarhækkanir um 68,4 m.kr. Útgjaldaauka er mætt með eftirfarandi hækkunum tekna:
Staðgreiðsla útsvars 31 m.kr, Fasteignaskattar 9 m.kr, lóðaleiga 11 m.kr., greiðslur frá Jöfnunarsjóði 23 m.kr. og framlag vegna skólavistar grindvískra skólabarna 8,5 m.kr.
Að teknu tilliti til aukningar tekna um 82,5 m.kr. eru nettóáhrif á rekstrarniðurstöðu jákvæð um 14,1 m.kr. og gert ráð fyrir hækkun handbærs fjár sem því nemur.
Fjárfestingar
Endurnýjun tækjabúnaðar þjónustmiðstöðvar - mál 2404100
Lagt er til að viðauki sé gerður vegna kaupa ökutækja í þjónustumiðstöð í samræmi við afgreiðslu á 399. fundi bæjarráðs þann 2. maí sl. Áætlaður kostnaður skv. minnisblaði sviðsstjóra nemur 5 m.kr. og lagt er til að aukinni fjárfestingu sé mætt með lækkun á handbæru fé.
Viðhald sundlaugar - mál 2404062
Að teknu tilliti til framlags frá UMFÍ vegna uppbyggingar móttsstaða í tenglsum við UMFÍ 50 er gert ráð fyrir að kostnaður vegna dúklagningar sundlaugar endi í 13,5 m.kr. Þegar hefur verið gerður viðauki að fjárhæð 7,5 m.kr. og er lagt til að gerður verði viðauki fyrir mismuninum að fjárhæð 6 m.kr. sem mætt verði með lækkun á handbæru fé.
Bílastæði Staðarborg - mál 2405005
Í kjölfar synjunar umsóknar um styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða 2024 fellur framlag sveitarfélagssins til verkefnisins niður. Framlagið nam samtals 4 m.kr í framkvæmdaáætlun og er því gert ráð fyrir að handbært fé styrkist sem því nemur.
Bæjarráð samþykkir samhljóða kostnaðaráætlun vegna breytinga á rýmum í Stóru-Vogaskóla og íþróttamiðstöð til að húsakostur sveitarfélagisns sé sem best nýttur og vísar í viðauka undir dagskrárlið 4.