Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

402. fundur 05. júní 2024 kl. 17:00 - 17:55 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Birgir Örn Ólafsson formaður
  • Björn Sæbjörnsson varaformaður
  • Eva Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Eðvarð Atli Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Guðrún P. Ólafsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Guðrún P. Ólafsdóttir Sviðsstjóri fjármála og stjórnsýslu
Dagskrá

1.Viðhald og framkvæmdir 2024

2310016

Lagt fram yfirlit frá umhverfis- og skipulagssviði vegna framkvæmda á árinu 2024, stöðu og framvindu einstakra frakmvæmdaverkefna.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

2.Ráðning nýs slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Suðurnesja.

2406001

Lögð fram tilkynning um ráðningu á nýjum slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Suðurnesja
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð óskar nýjum slökkviliðsstjóra, Eyþóri Rúnari Þórarinssyni, velfarnaðar í störfum og þakkar Jóni Guðlaugssyni fyrir vel unnin störf.

3.Beiðni um breytingu á samþykkt 426/2005 um meðhöndlun úrgangs á Suðurnesjum

2405022

Tekin fyrir beiðni Reykjanesbæjar um breytingu á samþykkt 426/2005 um meðhöndlun úrgangs á Suðurnesjum.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir fyrir sitt leyti beiðni Reykjanesbæjar um breytingu á samþykkt 426/2005 um meðhöndlun úrgangs á Suðurnesjum.

4.Garðsláttur fyrir eldri borgara og öryrkja 2024

2305036

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs um garðslátt eldri borgara og öryrkja sumarið 2024
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að reglum um garðslátt eldri borgara og öryrkja sumarið 2024.

Kostnaður verði 3.000 kr. skiptið og getur hver og einn sótt um garðslátt í allt að þrjú skipti eftir samkomulagi og stöðu mannafla hjá sveitarfélaginu.

5.Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2024

2401005

1036. mál,Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um ferðamálastefnu og aðgerðaáætlun til ársins 2030.
Afgreiðsla bæjarráðs
Lagt fram

6.Boð á aðalfund Eignarhaldsfélags Suðurnesja

2405024

Boð á aðalfund Eignarhaldsfélags Suðurnesja þann 12. júní 2024

sem haldinn verður að Skógarbraut 945 kl. 15:00
Afgreiðsla bæjarráðs
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýlsusviðs að sækja aðalfundinn fyrir hönd sveitarfélgsins

7.Keilir - tillaga að breytingu á samþykktum

2406000

Lagt fram bréf frá Fjármála- og efnahagsráðuneyti um tillögu að breytingu á samþykktum Keilis um fækkun stjórnarmanna.
Afgreiðsla bæjarráðs
Bæjarráð felur Birgi Erni Ólafsssyni að fara með atkvæði sveitarfélagsins á framhalds aðalfundi Keilis þann 12. júní nk.

8.12. ársfundur Þekkingarseturs Suðurnesja

2405023

Lögð fram fundargerð 12. ársfundar Þekkingarseturs Suðurnesja sem haldinn var 22.05.2024.
Afgreiðsla bæjarráðs
Lagt fram

9.Fundargerðir HES 2024

2401025

Lögð fram fundargerð 311. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja sem haldinn var 23.05.2024
Afgreiðsla bæjarráðs
Lagt fram

10.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2024

2401059

Lagðar fram fundargerðir 462. og 463. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.
Afgreiðsla bæjarráðs
Lagt fram

11.Fundargerðir Þekkingarseturs Suðurnesja 2024

2404069

Lögð fram fundargerð 51. fundar stjórnar þekkingarseturs Suðurnesja sem haldinn var 22.05.2024.
Afgreiðsla bæjarráðs
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 17:55.

Getum við bætt efni síðunnar?