Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

401. fundur 22. maí 2024 kl. 17:00 - 19:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Björn Sæbjörnsson varaformaður
  • Eva Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Eðvarð Atli Bjarnason áheyrnarfulltrúi
  • Friðrik V. Árnason varamaður
Starfsmenn
  • Gunnar Axel Axelsson Bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Húsnæðisþörf skóla-og frístundaúrræða

2403004

Lagðar fram tillögur Lausnarteymis Stóru-Vogaskóla.

og að framkvæmdum verði lokið þegar skólastarf hefst þann 15 ágústog að framkvæmdum verði lokið þegar skólastarf hefst þann 15 ágúst. Anna Sólrún Pálmadóttir og G. Ingibjörg Ragnarsdóttir fulltrúar úr teyminu sátu fundinn undir þessum lið auk Hilmars E. Sveinbjörnssonar skólastjóra og kynntu niðurstöður teymisins.
Bæjarráð þakkar teyminu fyrir góða vinnu og gagnlegar tillögur og felur bæjarstjóra að fylgja eftir undirbúningi framkvæmda og fjármögnun þeirra með það að markmiði að tryggt verði að húsnæðisþörf grunnskóla verði mætt. Leggur ráðið áherslu á að framkvæmdum verði lokið þegar skólastarf hefst þann 15 ágúst.

2.Deiliskipulag Grænubyggðar áfangi 2 (Norðursvæði)

2211023

Tekin fyrir að nýju drög að samkomulagi milli Sveitarfélagsins Voga og Grænubyggðar sem voru til umfjöllunar á fundi skipulagsnefndar þann 16. apríl 2024. Drögin voru til umfjöllunar á fundi bæjarráðs þann 2. maí en var afgreiðslu frestað.



Ívar Pálsson lögmaður sveitarfélagsins situr fundinn undir þessum lið í gegnum fjarfundabúnað.
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að lokið verði við gerð samkomulags um síðari áfanga verkefnisins.

3.Uppbygging á athafnasvæði AT-5

2401027

Bæjarstjóri fer yfir stöðu viðræðna við landeigendur Heiðarlands Vogajarðav vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar verslunar- og þjónustukjarna við Reykjanesbraut. Ingþór Guðmundsson fulltrúi úr viðræðunefnd sat fundinn undir þessum dagskrárlið.



Bæjarráð harmar að ekki hafi náðst samkomulag við landeigendur um verkefnið og felur bæjarstjóra að ræða við hlutaðeigandi.

4.Innleiðing breytinga á stjórnskipulagi

2405001

Bæjarstjóri fer yfir stöðuna í innleiðingarferli breytinga og mönnun helstu stofnana bæjarins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna áfram að innleiðingu breytinga á stjórnskipulagi og hefja undirbúning að ráðningu sviðsstjóra fjölskyldusviðs.

5.Starfsnámsskólar - minnisblað um viðbyggingu FSS

2401018

Lagður fram til afgreiðslu samningur milli

mennta- og barnamálaráðuneytis og sveitarfélaganna á Suðurnesjum um viðbyggingu fyrir verknámsaðstöðu við Fjölbrautaskóla Suðurnesja.
Samþykkt samhljóða að fresta afgreiðslu málsins, þar sem ekki liggja fyrir nýjar upplýsingar um kostnaðarhlutdeild sveitarfélagsins vegna verkefnisins.

6.Málefni tjaldsvæðis 2023

2303001

Lagt fram að nýju erindi frá Við sjóinn ehf, rekstaraðila tjaldsvæðis, um skuldajöfnun útlagðs kostnaðar við leigu og rafmagn. Erindið var til umfjöllunar á fundi bæjarráðs þann 2. maí en var afgreiðslu þess frestað.
Bæjarráð synjar beiðni rekstraraðila um skuldjöfnun og áréttar að allar framkvæmdir á tjaldsvæði sveitarfélagsins og fjármögnun þeirra er háð samþykkis sveitarfélagsins sem eiganda tjaldsvæðsins. Samþykkt samhljóða.

7.Málefni íbúa Grindavíkur og veiting grunnþjónustu leik- og grunnskóla

2401030

Bæjarstjóri fer yfir stöðuna varðandi greiðsluþátttöku Grindavíkurbæjar vegna skólabarna með lögheimili í Grindavík en skráð aðsetur í Vogum.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga frá samkomulagi við Grindavíkurbæ vegna greiðsluþátttöku vegna skólagöngu barna sem eiga lögheimili í Grindavík á yfirstandandi skólaári.

8.Viðhald og framkvæmdir 2024

2310016

Lagt fram yfirlit frá umhverfis- og skipulagssviði vegna framkvæmda á árinu 2024, stöðu og framvindu einstakra frakmvæmdaverkefna.

9.Synjun umsóknar um styrk úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða 0024

2405005

Bréf frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða v.synjunar umsóknar um styrk dags. 08.05.2024

10.Ársreikningur Hafnasambands Íslands 2023

2405006

Lagður fram ársreikningur Hafnasambands Íslands 2023

11.Aðgengi barna úr Grindavík að frístundastarfi og vinnuskólum sumarið 2024

2405010

Lagt fram erindi frá Grindavíkurbæ varðandi aðgengi grindvískra barna að frístundastarfi og vinnuskólum sumarið 2024

12.Ársreikningur Fjölsmiðjunnar á Suðurnesjum 2023

2405014

Lagður fram ársreikningur Fjölsmiðjunnar a Suðurnesjum 2023

13.Ársskýrsla 2023

2405013

Lögð fram ársskýrsla Fjölsmiðjunnar á Suðurnesjum 2023

14.Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2024

2401005

Lagt fram til umsagnar 925. mál frá nefnda og greiningarsviði Alþingis umsagnar frumvarp til laga um lögræðislög (nauðungarvistanir, yfirlögráðendur o.fl.).Lagt fram til umsagnar 899. mál frá nefnda- og greiningarsviði Alþingis tillögu til þingsályktunar um stefnu stjórnvalda um uppbyggingu vindorku á Íslandi.Lagt fram til umsagnar 900. mál frá nefnda- og greiningasviði Alþingis um frumvarp til laga um verndar- og orkunýtingaráætlun (virkjunarkostir í vindorku)

15.Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2024

2401005

1114. mál. Lagt fram til umsagnar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (gjaldfrjálsar skólamáltíðir).

16.Farsældarráð barna - samstarfssamningur

2405012

Á fundi stjórnar S.S.S. nr. 801 sem haldinn var þann 15.05.2024 var innleiðing svæðisbundinna farsældarráða á dagskrá. Eftirfarandi var fært til bókar:



„Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur verið að vinna að útfærslu á starfsemi farsældarráða barna, samkvæmt 5 gr. farsældarlaga. Hugmyndin er að stofnað verði farsældarráð í hverjum landshluta.



Í tengslum við þetta hefur ráðuneytið lýst yfir vilja sínum til þess að gerður verði viðaukasamningur við sóknaráætlanir landshluta um að landshlutasamtökin fái stuðning til þess að ráða verkefnastjóra í 2 ár til þess að útfæra starfsemi farsældarráða.



Samningurinn felur ekki í sér fjárhagslegar kvaðir fyrir sveitarfélögin en er fyrst og fremst yfirlýsing um að þau vilji eiga með sér samstarf um útfærslu á Farsældarráði Suðurnesja og skoðuð verði tækifæri til samstarfs í þessu verkefni. M.a. hefur mikið samstarf átt sér stað í gegnum Velferðarnet Suðurnesja og mætti skoða það vel að samtvinna þessi tvö verkefni.



Framkvæmdastjóra S.S.S. falið að senda sveitarstjórnum á Suðurnesjum erindið frá ráðuneytinu ásamt gögnum til umsagnar“.
Bæjarráð tekur undir bókun stjórnar SSS og leggur til við bæjarstjórn að sveitarfélagið taki þátt í verkefninu á ofangreindum forsendum og með þeim fyrirvara að landshlutasamtökin fái stuðning til að ráð verkefnastjóra til að sinna verkefninu.

17.Fundargerð aðalfundar Landskerfis bókasafna hf. 2024

2405004

Fundargerð aðalfundar Landskerfis bókasafna hf. sem haldinn var 7. maí 2024

18.46. aðalfundur Kölku 18.04.2024

2405003

Lögð fram fundargerð 46.aðalfundar Kölku sem haldinn var 18.04.2024

19.Fundargerðir stjórnar Kölku 2024

2401022

Lögð fram fundargerð 558. fundar stjórnar Kölku frá 07.05.2024

Vinsamlega takið eftir að númer fundarins er rétt á fundargerðinni en rangt á heiti skjalsins.

20.Reykjanesfólkvangur fundargerðir 2024

2402007

Lögð fram fundargerð frá Reykjanesfólkvangi frá 18.04.2024

21.Fundargerðir HES 2024

2401025

Lögð fram fundargerð 310. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja sem haldinn var 18.04.2024

22.Fundargerðir Svæðisskipulags Suðurnesja 2024

2403037

Lögð fram fundargerð 45. fundar Svæðisskipulags Suðurnesja sem haldinn var 11.04.2024.

23.Fundargerðir Brunavarna Suðurnesja 2024

2403005

Lagðar fram fundargerðir 81.,82., og 83. fundar stjórnar Brunavarna Suðurnesja

24.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2024

2402021

Lögð fram fundargerð 801. fundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem haldinn var 15.05.2024

25.Ársfundur Fjölsmiðjunnar á Suðurnesjum 2024 - Fundargerð

2404063

Lögð fram fundargerð ársfundar Fjölsmiðjunnar á Suðurnesjum 2024

26.Fundargerðir Svæðisskipulags Suðurnesja 2024

2403037

Lögð fram fundargerð 46. fundar Svæðisskipulags Suðurnesja sem haldinn var 14.05.2024

27.Valkostagreining vegna sameiningar sveitarfélaga

2104141

Lögð fram til kynningar fundargerð fundar verkefnahóps um könnunarviðræður sem haldinn var 23.4.2023

Fundi slitið - kl. 19:30.

Getum við bætt efni síðunnar?