2403003
Lögð fram tillaga að viðauka 3 við fjárhagsáætlun 2024.
Viðhald sundlaugar
Mál nr. 2404062
Á 398. fundi bæjarráðs var samþykkt kostnðaráætlun vegna viðhalds sundlaugar. Kostnaðaráætlun nemur 7,5 m.kr. Lagt er til að aukinni fjárfestingu sé mætt með lækkun á handbæru fé.
Beiðni um aukið stöðugildi í skóla og frístund vegna fjöglunar barna
Mál nr. 2403054
Á 397. fundi bæjarráðs var samþykkt beiðni skólastjóra um viðbótar stöðugildi vegna fjölgunar barna frá og með haustinu. Áætlaður kostnaðarauki vegna launa og launatengdra gjalda nemur 21,1 m.kr. frá og með ágúst 2024. Lagt er til að kostnaðarauka sé mætt með lækkun á handbæru fé.
Heimreið að Kálfatjörn
Mál nr. 2308020
Á 397. fundi bæjarráðs var samþykkt kostnaðarþátttaka í heimreið að Kálfatjörn að fjárhæð 800 þúsund krónum og er lagt til að kostnaðarauka verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Afgreiðslu frestað.