398. fundur
17. apríl 2024 kl. 17:00 - 19:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
Birgir Örn Ólafssonformaður
Björn Sæbjörnssonvaraformaður
Kristinn Björgvinssonáheyrnarfulltrúi
Eva Björk Jónsdóttiraðalmaður
Starfsmenn
Gunnar Axel AxelssonBæjarstjóri
Guðrún P. ÓlafsdóttirSviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði:Guðrún P. ÓlafsdóttirSviðsstjóri fjármála og stjórnsýslu
Dagskrá
1.Málefni Ungmennafélagsins Þróttar
2404071
Petra Ruth Rúnarsdóttir, formaður Ungmennafélagsins Þróttar og Marteinn Ægisson, framkvæmdastjóri félagsins mæta til fundar við bæjarráð til að ræða málefni félagsins.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Gestir boðuðu forföll og dagskrárlið því frestað
2.Flutningur mála frá barnaverndarþjónustu Grindavíkur - BOFS
2404070
Lagt fram bréf frá Barna-og fjölskyldustofu dags. 27.03.2024
um flutning mála frá barnaverndarþjónustu Grindavíkur.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð tekur undir afgreiðslu málsins á fundi fjölskyldu- og velferðarráðs þann 4. apríl sl. og leggur áherslu á að verkefnið sé kostnaðarmetið og fjármagn fylgi því.
3.Ársreikningur 2023
2404066
Lilja Dögg Karlsdóttir og Steinunn Árnadóttur endurskoðendur hjá KPMG fara yfir helstu niðurstöður úr ársreikningi sveitarfélagsins 2023
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð vísar ársreikningi Sveitarfélagsins Voga 2023 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
4.Lántaka hjá Lánasjóði Sveitarfélaga - Apríl 2024
2403056
Lánasamningar við Lánasjóð sveitarfélaga lagðir fram.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjaráð leggur til að bæjarstjórn samþykki eftirfarandi bókun.
Ákvörðun um að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga sem tryggt er með veði í tekjum sveitarfélagsins:
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkir hér með á bæjarstjórnarfundi að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 80.000.000,- , með lokagjalddaga þann 20. febrúar 2039, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem bæjarstjórnin hefur kynnt sér.
Bæjarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til endurfjármögnunar afborgana lána frá Lánasjóði sveitarfélaga og fellur ekki að kröfum reglugerðar 2021/2139 um umhverfisvænar fjárfestingar sem felur í sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Bæjarstjórn Sveitarfélagsins Voga samþykkir jafnframt að að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að kr. 20.000.000,- , með lokagjalddaga þann 20. Feb 2039, í samræmi við skilmála að lánasamningi sem liggja fyrir á fundinum og sem sveitarstjórnin hefur kynnt sér. Sveitarstjórnin samþykkir að til tryggingar láninu (höfuðstól, uppgreiðslugjaldi auk vaxta, dráttarvaxta og kostnaðar), standa tekjur sveitarfélagsins, sbr. heimild í 2. mgr. 68. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, nánar tiltekið útsvarstekjum sínum og framlögum til sveitarfélagsins úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga. Er lánið tekið til framkvæmdir við færanlegar kennslustofur sem fellur undir skilgreiningu 7.2. skv. reglugerð ESB nr. 2139/2021 en uppfyllir ekki öll skilyrði með jákvæðum hætti sem felur sér að vera verkefni sem hefur almenna efnahagslega þýðingu, sbr. 3. gr. laga um stofnun opinbers hlutafélags um Lánasjóð sveitarfélaga nr. 150/2006.
Jafnframt er Gunnar Axel Axelsson kt.030475-2919, bæjarstjóra, veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Sveitarfélagsins Voga að undirrita lánssamninga við Lánasjóð sveitarfélaga sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántökum þessum, þ.m.t. beiðni um útborgun lána.
5.Ársfundur Fjölsmiðjnnar á Suðurnesjum 2024 - Fundarboð
2404063
Lagt fram fundaboð á ársfund Fjölsmiðjunnar á Suðurnesjum ses. 2024 sem haldinn verður þriðjudaginn 14. maí 2024.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram
6.Skreytingar 2024
2404072
Lagt fram erindi Garðlistar ehf. um skreytingar.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu sem er innan samþykktrar fjárhagsáætlunar deildarinnar 1161-Jól og ármót.
7.Viðhald sundlaugar
2404062
Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs um viðhald í sundlaug.
Davíð Viðarsson, sviðsstjóri og Guðmundur Stefán Gunnarsson, íþrótta- og tómastundafulltrúi sitja undir þessum lið.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir framlagða kostnaðaráætlun varðandi viðhald á sundlaug og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnssýlusviðs að útbúa viðauka þess efnis.
8.Skipulag íþróttamiðstöð
2404073
Lögð fram kynning í tengslum við yfirfærslu reksturs íþróttamiðstöðvar til sveitarfélagsins. Guðmundur Stefán Gunnarsson, íþrótta- og tómastundafulltrúi situr undir þessum lið.
Bæjarráð samþykkir framlagðar tillögur um breytingar á skipulagi til reynslu og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að halda áfram vinnu við þær.
9.Kirkjuholt lóðaúhlutun 2024
2401067
Lagt fram minnisblað verkefnastjóra umhverfis- og skipulagssviðs eftir yfirferð tilboða og tilskilinna fylgigagna.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi tilboð Eignarhaldsfélagssins Norma ehf og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn:
Kirkjugerði 2-4: 11.000.000 kr.
Aragerði 5: 11.200.000 kr.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að auglýsa lóðir við Tjarnargötu 9 og 11 að nýju.
10.Beiðnir um launalaust leyfi
2404078
Teknar fyrir beiðnir um launalaus leyfi sem fela í sér frávik frá verklagsreglum sveitarfélagsins
Lögð fram uppfærð drög að viljayfirlýsingu um uppbyggingu á athafnasvæði A5 skv. aðalskipulagi ásamt drögum að samkomulagi milli Sveitarfélagsins Voga og annarra eigenda Heiðarlands Vogajarða.
Birgir Örn Ólafsson vék af fundi undir afgreiðslu þessa dagskrárliðar og tók Björn Sæbjörnsspn varaformaður við stjórn fundarins.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að undirrita framlögð drög með fyrirvara um staðfestingu bæjarstjórnar.
12.Fundargerðir Þekkingarseturs Suðurnesja 2024
2404069
Lögð fram fundargerð 50. fundar stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja sem haldinn var 19.03.2024.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram
13.Fundargerðir Þekkingarseturs Suðurnesja 2023
2303028
Lögð fram fundargerð 49. fundar Þekkingarseturs Suðurnesja sem
haldinn var 23.11.2023
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram
14.Fundargerðir stjórnar Kölku 2024
2401022
Lögð fram fundargerð 557. fundar stjórnar Kölku sem haldinn var 09.04.2024
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram
15.Fundargerðir fjölskyldu- og velferðarráðs 2024
2402017
Lögð fram fundargerð ásamt fylgiskjölum 50. fundar Fjölskyldu-og velferðarráðs sem haldinn var 04.04.2024
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram
16.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2024
2402021
Lögð fram fundargerð 800. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem haldinn var 10.04.2024.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram
17.Fundargerðir fjölskyldu- og velferðarráðs 2024
2402017
Lögð fram fundargerð ásamt fylgiskjölum 49. fundar Fjölskyldu-og velferðarráðs sem haldinn var 22. febrúar. 2024
Gestir boðuðu forföll og dagskrárlið því frestað