Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

396. fundur 20. mars 2024 kl. 17:30 - 19:38 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Birgir Örn Ólafsson formaður
  • Björn Sæbjörnsson varaformaður
  • Kristinn Björgvinsson áheyrnarfulltrúi
  • Ingþór Guðmundsson varamaður
Starfsmenn
  • Gunnar Axel Axelsson Bæjarstjóri
  • Guðrún P. Ólafsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Guðrún P. Ólafsdóttir Sviðsstjóri fjármála og stjórnsýslu
Dagskrá

1.Áskorun til sveitarfélaga vegna kjarasamninga 2024

2403024

Lögð fram áskorun til sveitarfélaga frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga vegna yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna kjarasamninga 2024.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

2.Greiðsluþátttaka í viðbyggingu Fjölbrautarskóla Suðurnesja

2403030

Lögð fram samskipti vegna greiðsluþátttöku í viðbyggingu Fjölbrautarskóla Suðurnesja
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir erindið samhljóða með þeim formerkjum að ríkissjóður tryggi kostnaðarhlutdeild Grindavíkurbæjar. Enn fremur setur bæjarráð þann fyrirvara að í saminngi um verkefnið skuldbindi ríkissjóður sig til að bera sinn hluta heildarkostnaðar við verkefnið á móti sveitafélögunum.

3.Uppbygging á athafnasvæði AT-5

2401027

Lögð fram drög að samkomulagi vegna uppbyggingar á athafnasvæði AT-5.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

4.Skil starfshóps um lóðamál og uppbyggingu húsnæðis á Reykjanesi til in nviðaráðherra

2403036

Lögð fram skil starfshóps um uppbyggingu húsnæðis á Reykjanesi.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

5.Kirkjuholt lóðaúhlutun 2024

2401067

Tekin fyrir tilboð í úthlutun og sölu byggingaréttar lóða á Kirkjuholti.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lögð fram eftirfarandi tilboð í úthlutun og sölu byggingarrétar lóða á Kirkjuholti

HMH ehf. gerir tilboð í Kirkjugerði 2-4: 11.390.000
HMH ehf. gerir tilboð í Aragerði 5, Tjarnargötu 9 og Tjarnargötu 11: 11.390.000 fyrir hverja fjölbýsishúsalóð
Ívar Örn Helgason gerir tilboð í Kirkjugerði 2-4: 15.000.000
Eignarhaldsfélagið Normi ehf. gerir tilboð í Kirkjugerði 2-4: 11.000.000
Eignarhaldsfélagið Normi ehf. gerir tilboð í Aragerði 5: 11.200.000

Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins meðan verið er að skoða gögn málsins nánar.

6.Úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 20232024

2312010

Tekið fyrir að nýju bréf frá matvælaráðherra varðandi sérreglur vegna byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2023/2024

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð telur ekki forsendur fyrir umsókn um sérreglur vegna byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2023/2024.

7.Endurvottun jafnlaunakerfis 2024

2403041

Lögð fram drög að uppfærðri jafnlaunastefnu sveitarfélagsins og kynning á niðurstöðu launagreiningar.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir framlögð drögð að uppfærðri jafnlaunastefnu fyrir sveitarfélagið og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.

8.Álit um færslu tryggingafræðilegs endurmat Brúar lífeyrissjóðs

2403042

Lagt fram til kynningar álit frá reikningsskila-og upplýsinganefnd um færslu tryggingafræðilegs endurmats Brúar lífeyrissjóðs í bókum sveitarfélaga auk minnisblaðs bæjarstjóra til skýringar.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

9.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2024

2402021

Lögð fram fundargerð 799. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem haldinn var 06.03.2024
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

10.Reykjanes jarðvangur fundargerðir 2023

2303009

Lagðar fram fundargerðir 72.,74.,75.,og 76. funda stjórnar Reykjaness Jarðvangs SES Reykjanes Geopark

sem haldnir voru 2023.

því miður virðist eins og það hafi verið hlaupið yfir 1 númer í fundargerðanúmeraröð þannig að fundir virðast fá 2 númer.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

11.Reykjanes jarðvangur fundargerðir 2024

2403026

Lögð fram fundargerð 77. fundar Reykjanes jarðvangs sem haldinn var 16.02.2024
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 19:38.

Getum við bætt efni síðunnar?