Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

394. fundur 21. febrúar 2024 kl. 17:30 - 18:20 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Birgir Örn Ólafsson formaður
  • Björn Sæbjörnsson varaformaður
  • Kristinn Björgvinsson áheyrnarfulltrúi
  • Eva Björk Jónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gunnar Axel Axelsson Bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Stafrænt pósthólf - ný reglugerð

2402020

Samkvæmt lögum um Stafrænt pósthólf hefur fjármála- og efnahagsráðherra sett í reglugerð nánari ákvæði um framkvæmd laganna. Reglugerðin hefur verið undirrituð og áætluð birting í Stjórnartíðindum 15. febrúar nk með gildistöku þann 19.febrúar 2024.
Lagt fram

2.Upplýsingafundur vegna jarðhræringa á Reykjanesi

2402027

Lagt fram minnisblað um fyrirhugaðan upplýsingafund vegna jarðhræringa á Reykjanesi í samstarfi Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga.
Lagt fram

3.Staðan í orkumálum með áherslu á íbúa og sveitarfélög.

2402014

Samtök sveitarfélaga á köldum svæðum boða til málþings um stöðuna í orkumálum undir yfirskriftinni Er íslensk orka til heimabrúks? ? Staðan í orkumálum með áherslu á íbúa og sveitarfélög.
Lagt fram

4.Búsetuúrræði fyrir fatlað fólk, þarfagreining

2401035

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra eftir fyrsta fund stýrihóps um þjónustu og sértækta búsetu fyrir fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir.
Lagt fram

5.Keilisnes - þróun og uppbygging iðnaðarsvæðis

2305063

Bæjarstjóri fer yfir stöðu og framvindu verkefnisins, niðurstöður fundar með Ríkiseignum/FRSE.
Bæjarstjóri fór yfir stöðu málsins og er falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður á fundinum.

6.Málefni Grindavíkur

2401065

Bæjarstjóri fer yfir stöðu verkefna tengd búsetumálum Grindvíkinga, fund með forsætisráðherra og framkvæmdahópi Innviðaráðuneytisins um húsnæðisúrræði fyrir Grindvíkinga.
Bæjarstjóri fór yfir stöðu mála er varða búsetumál íbúa frá Grindavík.

7.Kirkjuholt lóðaúhlutun 2024

2401067

Lögð fram drög að úthlutunarskilmálum.
Bæjarráð samþykkir framlögð drög og felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir.

8.Hugmyndir um varðveislu bátsins Hugins í Vogum

2402023

LAgt fram erindi frá Minja- og sögufélagi Vatnsleysustrandar, ásamt greinargerð til bæjarráðs um varðveislu bátsins Hugins í Vogum.
Með vísan til ákvörðunar bæjarstjórnar dags. 31.08.2022 getur bæjarráð ekki orðið við erindinu hvað Hafnargötu 101 varðar.

Bæjarráð óskar jafnframt eftir nánari upplýsingum um verkefnið er snertir varðveislu bátsins Hugins og kostnaðaráætlun frá Minjafélaginu áður en tekin verður ákvörðun um aðkomu sveitarfélagsins að verkefninu.

Birgir Örn Ólafsson vék af fundi við afgreiðslu þessa máls og tók Björn Sæbjörnsson við stjórn fundarins.

9.Mótun þjónustustefnu fyrir Sveitarfélagið Voga

2402024

Lagðar fram leiðbeiningar um mótun þjónustustefnu sbr. 130.gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að hefja vinnu við mótun þjónustustefnu sem tekin verður til umfjöllunar samhliða vinnu við fjárhagsáætlun 2025.

10.Beiðni um rekstrarframlag v. Íþróttamiðstöðvar

2311015

Lagt fram minnisblað frá KPMG endurskoðun vegna reksturs íþróttamiðstöðvar.
Bæjarráð felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að útbúa viðauka vegna málsins fyrir næsta fund bæjarráðs.

11.Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2024

2401005

629. mál Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar Barnaverndarlög (endurgreiðslur), 521. mál Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu).13 mál

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum til að bæta stöðu námsmanna (fæðingarorlof, atvinnuleysistryggingar og námslán).
Lagt fram

12.Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2024

2401005

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar 112. mál ? frumvarp til laga um breytingu á barnalögum, nr. 76/2003 (greiðsla meðlags)
Lagt fram

13.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2024

2401038

Lögð fram fundargerð 942. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 26.01.2024
Lagt fram

14.Fundargerðir HES 2024

2401025

Lögð fram fundargerð 309. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja sem haldinn var 07.02.2024
Lagt fram

15.Fundargerðir fjölskyldu- og velferðarráðs 2024

2402017

Lögð fram fundargerð ásamt fylgiskjölum 48. fundar Fjölskyldu og velferðarráðs sem haldinn var 28.01.24
Lagt fram

16.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2024

2402021

Lögð fram fundargerð 797.fundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem var haldinn 10.01.24.

Lögð fram fundargerð 798.fundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem haldinn var 14.02.24.
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 18:20.

Getum við bætt efni síðunnar?