Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

393. fundur 07. febrúar 2024 kl. 17:30 - 19:12 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Birgir Örn Ólafsson formaður
  • Björn Sæbjörnsson varaformaður
  • Kristinn Björgvinsson áheyrnarfulltrúi
  • Eva Björk Jónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gunnar Axel Axelsson Bæjarstjóri
  • Guðrún P. Ólafsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Guðrún P. Ólafsdóttir Sviðsstjóri fjármála og stjórnsýslu
Dagskrá

1.Úrsögn Reykjavíkurborgar úr Reykjanesfólkvangi

2401052

Lagt fram bréf frá Reykjavíkurborg v. úrsagnar úr Reykjanesfólkvangi.



Einnig lögð fram fundargerð stjórnar Reykjanesfólkvangs dags. 22.01.2024 auk minnisblaðs bæjarstjóra.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í erindi Reykjavíkurborgar og bókun borgarstjórnar við afgreiðslu tillögu um úrsögn Reykjavíkurborgar úr Reykjanesfólkvangi. Leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að Sveitarfélagið Vogar fari að fordæmi Reykjavíkurborgar, segi sig frá þátttöku í Reykjanesfólkvangi og óski eftir því við Umhverfis-, orku-, og loflagsráðuneytið að auglýsingu um fólkvang á Reykjanesi nr. 520/1975 með síðari breytingum verði breytt til samræmis við framangreinda ákvörðun.

Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

2.Valkostagreining vegna sameiningar sveitarfélaga

2104141

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dags. 3.2.2024 og drög að samningi við ráðgjafafyrirtækið KPMG.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir framlögð samningsdrög og tilnefnir Björn Sæbjörnsson, Birgi Örn Ólafsson og Kristin Björgvinsson sem fulltrúa sveitarfélagsins í verkefnishópi vegna skoðunar á kostum sameiningar sveitarfélaganna Suðurnesjabæjar, Reykjanesbæjar og Sveitarfélagsins Voga.

Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

3.Samningur við Vegagerðina um leið 87, Vogar - Reykjanesbraut

2311016

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra. Fyrir liggja drög að samkomulagi við Vegagerðina um gerð samnings til 3 mánaða um rekstur Vogastrætó en unnið er að framtíðarlausn í samstarfi aðila sem miðar m.a. að því að tryggja íbúum viðunandi þjónustustig í almenningssamgöngum.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að ganga frá skammtímasamningi við samræmi við framlögð gögn með áherslu á að fundin verði viðunandi lausn á fyrirkomulagi almeningssamganga í Vogum eins fljótt og auðið er með áherslu á að bæta tímanleika og tíðni þjónustunnar. Þá leggur bæjarráð einnig áherslu á að við endurskoðun á leiðarkerfi Leiðar 55 sem er skilgreind sem tenging á milli sveitarfélaganna á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðsins, sé gerð sú eðlilega og málefnalega krafa að skilgreind verði stoppistöð fyrir vagninn innan þéttbýlis í Vogum. Auk þess sem slík breyting myndi bæta þjónustu við íbúa sveitarfélagsins til muna þá má ætla að slík breyting leiði jafnframt til talsverðar hagræðingar í rekstri leiðarkerfisins.

Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.

4.Keilisnes - þróun og uppbygging iðnaðarsvæðis

2305063

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra um stöðu vinnu við undirbúning að gerð skipulags og úthlutun lóða til atvinnuuppbyggingar á Keilisnesi.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að vinna málið áfram.

5.Málefni heilsugæslu í Vogum

2209017

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra um stöðu verkefnisins og áætlun um verklok framkvæmda við húsnæði nýs heilsugæslusels í Vogum.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Framkvæmdir við breytingar á húsnæði heilsugæslusels við Iðndal 2 í Vogum eru hafnar. Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs í samstarfi við sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að útbúa drög að viðauka vegna verkefnisins fyrir næsta fund bæjarráðs.

6.Málefni Grindavíkur

2401065

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra um málefni Grindavíkur og aðkomu sveitarfélaganna á Suðurnesjum að lausnum í húsnæðismálum Grindvíkinga og annarra málefna sem snúa að þjónustu við íbúa sveitarfélgsins.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Í ljósi aðstæðna og mikillar fjölgunar íbúa í Vogum síðustu vikur umfram það sem gert var ráð fyrir við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024 felur bæjarráð bæjarstjóra að hefja undirbúning að endurskoðun fjárfestingaráætlunar með það að markmiði að flýta undirbúningi þeirra verkefna sem brýnast er að ráðast í með það að markmiði að tryggja öllum íbúum viðunandi þjónustu. m.a. í leik- og grunnskólum bæjarins.

7.Kirkjuholt lóðaúhlutun 2024

2401067

Lögð fram drög að auglýsingu og úthlutunarskilmálum vegna úthlutunar byggingarlóða á nýjum skipulagsreit við Kirkjuholt. Um er að ræða alls 14 íbúðareiningar sem skiptast í parhús á einni hæð þrjú fjögurra íbúða fjölbýli á tveimur hæðum.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra að vinna málið áfram.

8.Hafnasambandsþing 24.-25. október 2024

2401046

Boðun á Hafnasambandsþing sem haldið verður 24.-25. október 2024 í Hofi á Akureyri.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

9.Lánasjóður sveitarfélaga - auglýsing eftir framboðum í stjórn 2024

2401063

Lánasjóður sveitarfélaga óskar eftir framboðum í stjórn Lánasjóðsins 2024
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

10.Fundargerðir Brunavarna Suðurnesja 2023

2301030

Lögð fram fundargerð 77. stjórnarfundar Brunavarna Suðurnesja sem haldinn var 30.11.2023.

Lögð fram fundargerð 78. stjórnarfundar Brunavarna Suðurnesja sem haldinn var 14.12.2023

11.Fundargerðir fjölskyldu- og velferðarráðs 2023

2301021

Lögð fram fundargerð 45. fundar fræðslu-og velferðarnefndar sem haldinn var 22.06.2023.

12.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2024

2401059

Lögð fram fundargerð 460. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 15.01.2024

Fundi slitið - kl. 19:12.

Getum við bætt efni síðunnar?