2311016
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra. Fyrir liggja drög að samkomulagi við Vegagerðina um gerð samnings til 3 mánaða um rekstur Vogastrætó en unnið er að framtíðarlausn í samstarfi aðila sem miðar m.a. að því að tryggja íbúum viðunandi þjónustustig í almenningssamgöngum.
Bæjarráð tekur undir þau sjónarmið sem fram koma í erindi Reykjavíkurborgar og bókun borgarstjórnar við afgreiðslu tillögu um úrsögn Reykjavíkurborgar úr Reykjanesfólkvangi. Leggur bæjarráð til við bæjarstjórn að Sveitarfélagið Vogar fari að fordæmi Reykjavíkurborgar, segi sig frá þátttöku í Reykjanesfólkvangi og óski eftir því við Umhverfis-, orku-, og loflagsráðuneytið að auglýsingu um fólkvang á Reykjanesi nr. 520/1975 með síðari breytingum verði breytt til samræmis við framangreinda ákvörðun.
Samþykkt samhljóða með fjórum atkvæðum.