Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

392. fundur 24. janúar 2024 kl. 17:30 - 18:11 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Birgir Örn Ólafsson formaður
  • Björn Sæbjörnsson varaformaður
  • Kristinn Björgvinsson áheyrnarfulltrúi
  • Eva Björk Jónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gunnar Axel Axelsson Bæjarstjóri
  • Guðrún P. Ólafsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2024

2401026

Boðað til XXXIX landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga 24.03.2024
Á fundi bæjarstjórnar þann 8. Júní 2022 voru Björn Sæbjörnsson og Kristinn Björgvinssn kjörnir aðalfulltrúar sveitarfélagsins á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga kjörtímabilið 2022-2026 og til vara Birgir Örn Ólafsson og Eðvarð Atli Bjarnason.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

2.Beiðni um aukið stöðuhlutfall í Frístund

2401012

Lagt fram bréf frá Hilmari Agli Sveinbjörnssyni um aukið stöðuhlutfall í Frístund.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir framlagða beiðni og felur bæjarstjóra að útbúa viðauka við fjárhagsáætlun

3.Eyrarkotsbakki - erindi frá Land Lögmönnum ehf.

2206040

Lagt fram erindi frá Land Lögmönnum ehf. fyrir hönd eigenda Háabæjar, Tumakots, Nýjabæjar og Suðurkots vegna Eyrarkotsbakka og ágreinings um eignar- og umráðarétt yfir hafnarsvæði sveitarfélagsins.
Birgir Örn Ólafsson vék af fundi og tók ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu þessa dagskrárliðar. Björn Sæbjörnsson varaformaður tók við stjórn fundarins.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

4.Starfsnámsskólar - minnisblað um viðbyggingu FS og drög að samningi

2401018

Tekið fyrir minnisblað um húsnæðismál starfsnámsskóla og drög að samningi Mennta- og barnamálaráðuneytis og sveitarfélaganna á Suðurnesjum um fyrirhugaða viðbyggingu fyrir verknámsaðstöðu við Fjölbrautaskólann á Suðurnesjum í Reykjanesbæ.



Á fundi stjórnar S.S.S. nr. 797 sem haldinn var miðvikudaginn 10. janúar s.l. var meðfylgjandi erindi á dagskrá. Eftirfarandi var fært til bókar:



Stjórn S.S.S. samþykkir erindið um viðbyggingu á verkmenntaaðstöðu við Fjölbrautaskóla Suðurnesjum og felur framkvæmdastjóra að áfram senda erindið til aðildarsveitarfélaga sinna. Stjórnin bendir á að mikilvægt er að vinna greiningarvinnu betur en fram kemur í minnisblaði?.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og tekur undir bókun stjórnar SSS.

5.Búsetuúrræði fyrir fatlað fólk, þarfagreining

2401035

Lagt fram erindi frá Suðurnesjabæ, minnisblað sviðsstjóra velferðarsviðs um mat á stuðningsþörf og þörf fyrir sértæka búsetu og eftirfarandi bókun fjölskyldu- velferðarráðs frá 16.11.2023:



"Lagt er til við bæjarstjórn að stofnaður verði stýrihópur sem rýnir þörf fyrir þjónustu og sértæka búsetu

fyrir fatlað fólk með langvarandi stuðningsþarfir skv. lögum nr. 38/2018 og leggja fram tillögu um

uppbyggingu á þjónustu í sveitarfélögunum. Málinu vísað til bæjarstjórnar"
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð leggur áherslu á að vinna við mat á þjónustuþörf og tillögur um uppbyggingu þjónustu sé unnin fyrir þjónustusvæðið í heild sem og fyrir einstaka byggðakjarna og bæjarstjóri komi að þeirri vinnu með þátttöku í stýrihópi um verkefnið.

6.Valkostagreining vegna sameiningar sveitarfélaga

2104141

Lagt fram erindi bæjarstjóra til ráðgjafanefndar Jöfnunarsjóðs og kostnaðaráætlun vegna könnunar á grundvelli sameiningarviðræðna á Suðurnesjum.



Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Reykjanesbæjar 30.nóvember sl. og bæjarráði Suðurnesjabæjar 17.janúar sl. og samþykktu bæjarráð beggja sveitarfélaga samhljóða þátttöku í verkefninu.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

7.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2023

2301032

Lögð fram fundargerð 940. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 15.12.2023
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

8.Fundargerðir stjórnar Kölku 2023

2301016

Lögð fram fundargerð 553. fundar stjórnar Kölku sem haldinn var 07.12.2023.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

9.Fundargerðir stjórnar Kölku 2024

2401022

Lögð fram til kynningar fundargerð 554. fundar stjórnar Kölku sem haldinn var 09.01.2024
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

10.Fundargerðir HES 2024

2401025

Lögð fram til kynningar fundargerð 308. fundar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja sem haldinn var 10.01.2024.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

11.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2023

2301010

Lögð fram fundargerð 796. fundar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem haldinn var 13.12.2023.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

12.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2024

2401038

Lögð fram fundargerð 941. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 12.01.2024
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.

Fundi slitið - kl. 18:11.

Getum við bætt efni síðunnar?