Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

391. fundur 10. janúar 2024 kl. 17:30 - 19:40 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Birgir Örn Ólafsson formaður
  • Björn Sæbjörnsson varaformaður
  • Eva Björk Jónsdóttir aðalmaður
  • Eðvarð Atli Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnar Axel Axelsson Bæjarstjóri
  • Guðrún P. Ólafsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Guðrún P. Ólafsdóttir Sviðsstjóri fjármála og stjórnsýslu
Dagskrá
Í upphafi fundar leitaði formaður afbrigða um að taka inn mál nr. 5 á dagskrá, Endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2023. Samþykkt samhljóða með 4 atkvæðum.

1.Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2024

2401005

27. mál. Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um greiðsluaðlögun einstaklinga, nr. 101/2010 (málsmeðferð og skilyrði).
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

2.Landsmót 50 í Vogum 2024

2401007

Drög að samningi um UMFÍ Landsmót 50 2024 lögð fram til kynningar
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð tekur jákvætt í verkefnið og felur bæjarstjóra að undirrita þríhliða samkomulag sveitarfélagsins, Ungmennafélag Íslands og Ungmennafélagsins Þróttar.

3.Rekstraryfirlit 2023

2305033

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir uppsafnaðan rekstur til og með nóvember 2023
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

4.Hafnargata 101, uppbygging og þróun.

2104054

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs
Birgir Örn Ólafsson vék af fundi og tók ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu þessa dagskrárliðar. Björn Sæbjörnsson varaformaður tók við stjórn fundarins.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir samhljóða að fela sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssvið að vinna málið áfram.

5.Endurskoðun á regluverki Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2023

2303012

Lagt fram bréf innviðaráðherra til sveitarstjórna varðandi heildarendurskoðun á lagaumgjörð og úthlutunarreglum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

6.Samningur við Vegagerðina um leið 87, Vogar - Reykjanesbraut

2311016

Lagt fram erindi frá Vegagerðinni dags. 27.12.2023
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir samhljóða að fela bæjarstjóra að vinna verkefnið áfram og leggur áherslu á að skammtíma samningur verði gerður við Vegagerðina.

7.Endurskoðun samþykkta um stjórn Sveitarfélagsins Voga

2312018

Lagt fram minnisblað bæjarstjóra um endurskoðun samþykkta um stjórn sveitarfélagsins.
Afgreiðsla bæjarráðs
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að bæjarráði verði falið það verkefni að endurskoða núgildandi samþykkt um stjórn Sveitarfélagsins Voga nr.925/2013, með síðari breytingum, með hliðsjón af þeim breytingum sem orðið hafa á stjórn og stjórnsýslu sveitarfélagsins og gildandi fyrirmynd ráðuneytis sveitarstjórnarmála nr.1180/2021. Bæjarráði verði falið það verkefni ásamt bæjarstjóra að vinna drög að nýrri samþykkt og stefnt skuli að því að síðari umræða um tillöguna í Bæjarstjórn fari fram fyrir lok júní næstkomandi

8.Grjóthleðslunámskeið - beiðni um notkun á eldri hleðslum - Minja og -sögufélag vatnsleysustrandar - 2023

2311025

Tekið fyrir 1. mál úr fundargerð Frístunda- og menningarnefndar frá 21.12.2023.
Birgir Örn Ólafsson vék af fundi og tók ekki þátt í umfjöllun og afgreiðslu þessa dagskrárliðar. Björn Sæbjörnsson varaformaður tók við stjórn fundarins.

Afgreiðsla bæjarráðs
Bæjarráð tekur jákvætt í verkefnið og felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að vinna málið áfram.

9.Færanlegar kennslustofur

2211011

Lagt fram til staðfestingar kauptilboð vegna kaupa á færanlegri kennslustofu.
Afgreiðsla bæjarráðs
Bæjarráð samþykkir samhljóða framlagt kauptilboð í færanlega kennslustofu og felur bæjarstjóra að undirrita kaupsamning.

10.Þátttaka barna og ungmenna í íþróttum og tómstundum í Reykjanesbæ

2401001

Bæjarstjóri gerir grein fyrir fundi með fulltrúum Reykjanesbæjar, Suðurnesjabæjar, Grindavíkur og Voga um hugmyndir Reykjanesbæjar um þátttöku sveitarfélaganna í kostnaði vegna barna sem stunda íþróttir hjá íþróttafélögum í Reykjanesbæ.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

11.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2023

2301032

Lögð fram fundargerð 939. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 05.12.2023
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

12.Fundargerðir HES 2023

2301036

Lögð fram fundargerð 306.fundar Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja sem haldinn var 16.11.2023.

Lögð fram fundargerð 307.fundar Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja sem haldinn var 07.12.2023.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

13.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2023

2301003

Lögð fram fundargerð 459. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 08.12.2023
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 19:40.

Getum við bætt efni síðunnar?