390. fundur
06. desember 2023 kl. 17:30 - 19:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
Birgir Örn Ólafssonformaður
Björn Sæbjörnssonvaraformaður
Kristinn Björgvinssonáheyrnarfulltrúi
Eva Björk Jónsdóttiraðalmaður
Starfsmenn
Guðrún P. ÓlafsdóttirSviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði:Guðrún P. ÓlafsdóttirSviðsstjóri fjármála og stjórnsýslu
Dagskrá
1.Stóru-Vogaskóli húsnæðismál
2306006
Lögð fram til kynningar skýrsla EFLU verkfræðistofu á hluta húsnæðis grunnskóla. Sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs sat undir þessum lið.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram
2.Valkostagreining vegna sameiningar sveitarfélaga
2104141
Lagt fram erindi til Jöfnunarsjóðs dags. 27.11.2023.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram
3.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2023
2303017
Lagður fram að nýju viðauki 4 2023 ásamt minnisblaði sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs.
Viðbragðsáætlanir sveitarfélagsins hafa verið yfirfarnar í tengslum við jarðhræringar á Reykjanesi. Lagt er til að fjárfest verði í varaflstöð og tengibúnaði, kostnaðarmat nemur um 6 m.kr. Lagt er til að aukinni fjárfestingu verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Davíð Viðarsson, sviðsstjóri Umhverfis- og skipulagssviðs sat undir þessum lið og fór yfir framlögð tilboð í varaaflsstöð
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka 4, auk kostnaðarauka við tengibúnað að fjárhæð 0,5 m.kr. og vísar til staðfestingar í bæjarstjórn.
4.Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur 2 Iðndalur 11,
2307010
Lagt fram erindi EJ Bygg ehf um greiðsludreifingu gatnagerðargjalda við úthlutun byggingarleyfis við Iðndal 11.
Davíð Viðarsson, sviðsstjóri Umhverfis- og skipulagssviðs sat undir þessum lið.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð staðfestir að gatnagerðargjöld verði lögð á í samræmi við samþykktir sveitarfélagins. Í núgildandi samþykktum eru gatnagerðargjöld lögð á við útgáfu byggingarleyfis sbr. 4 grein samþykktar. Um greiðsluskilmála er fjallað í 8. grein samþykkta.
5.Þjónustugjaldskrár 2024
2312001
Tillaga að þjónustgjaldskrá Sveitarfélagsins Voga 2024 lögð fram.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um þjónustugjaldskrá Sveitarfélagsins Voga 2024 með áorðnum breytingum og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn
6.Álagningareglur fasteignagjalda 2024
2312002
Lögð fram drög að álagningarreglum fasteignagjalda fyrir árið 2024.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð vísir framlagðri tillögu um álagningarreglur fasteignagjalda 2024 til staðfestingar í bæjarstjórn
7.Afsláttur elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignagjöldum - Tekjuviðmið 2024
2312003
Lögð fram drög að tekjuviðmiðum vegna afsláttar af fasteignagjöldum til elli- og örorkurlífeyrisþega á árinu 2024.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um tekjuviðmið vegna afsláttur elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignagjöldum árið 2024 vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.
8.Samþykkt um gatnagerðargjald
2312005
Lögð fram drög að Samþykkt um gatnagerðargjald í Sveitarfélaginu Vogum.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um samþykkt um gatnagerðargjald 2024 og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.
9.Þjónustugjaldskrá Vogahafnar 2024
2312004
Lögð fram drög að þjónustugjaldskrá Vogahafnar 2024.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um þjónustugjaldskrá Vogahafnar 2024 og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn
10.Gjaldskrá vatnsveitu 2024
2312007
Lögð fram drög að gjaldskrá vatnsveitu 2024.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um gjaldskrá vatnsveitu 2024 og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn
11.Gjaldskrá fyrir fráveitu 2024
2312009
Lögð fram drög að gjaldskrá fyrir fráveitu 2024.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um gjaldskrá fyrir fráveitu 2024 og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn
12.Gjaldskrá fyrir skipulags- og byggingarmál og tengd þjónustugjöld 2024
2312006
Lögð fram drög að gjaldskrá Sveitarfélagsins Voga fyrir skipulags- og byggingarmál og tengd þjónustugjöld 2024.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um gjaldskrá fyrir skipulags- og byggingarmál og önnur tengd þjónustugjöld 2024 og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn
13.Gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu 2024
2312008
Lögð fram drög að gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu 2024.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð vísar tillögu um gjaldskrá fyrir sorphirðu og sorpeyðingu 2024 til staðfestingar í bæjarstjórn
14.Umsókn um rekstrarstyrk fyrir árið 2024
2312011
Lögð fram beiðni um rekstrarstyrk til Samtaka um kvennaathvarf fyrir árið 2024.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir að styrkja Samtök um kvennaathvarf um 100 þúsund krónur á árinu 2024
15.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2023
2303017
Lagður fram viðauki 6 vegna samstarfsverkefna 2023. Færð hlutdeild sveitarfélagsins Voga í eftirfarandi samstarfsverkefnum: Brunavarnir Suðurnesja bs. og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum bs. (Skrifstofa,
Heklan, Sérverkefni og heilbrigsðiseftirlit ) fært í A hluta.
Kalka, Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf. fært í B hluta. Áhrif á rekstrarniðurstöðu eru jákvæð og nema 0,4 m.kr. á A hluta og 9,1 m.kr. á B hluta.
Lagður fram viðauki 6 vegna samstarfsverkefna 2023. Færð hlutdeild sveitarfélagsins Voga í eftirfarandi samstarfsverkefnum: Brunavarnir Suðurnesja bs. og Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum bs. (Skrifstofa,
Heklan, Sérverkefni og heilbrigsðiseftirlit ) fært í A hluta.
Kalka, Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sf. fært í B hluta. Áhrif á rekstrarniðurstöðu eru jákvæð og nema 0,4 m.kr. á A hluta og 9,1 m.kr. á B hluta.
16.Fjárhagsáætlun 2024 - 2027
2305034
Drög að fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Voga og stofnana fyrir árin 2024-2027 lögð fram.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir samhljóða að vísa fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Voga 2024 og þriggja ára áætlunar 2025-2027 til síðari umræðu í bæjarstjórn.
17.Úthlutun byggðakvóta á fiskveiðiárinu 20232024
2312010
Lagt fram bréf frá matvælaráðherra og leiðbeiningar vegna samantektar og afgreiðslu á tillögum sveitarstjórna um sérstök skilyrði (sérreglur) vegna byggðakvóta á fiskveiðiárinu 2023/2024
Afgreiðsla:
Bæjarráð felur bæjarstjóra er að sækja um sérreglur í samræmi við erindi ráðuneytisins.
18.Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2023
2302035
468. mál. Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um skatta og gjöld (gistináttaskattur, áfengisgjald o.fl.).
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram
19.Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2023
2302035
497. mál. Velferðarnefnd Alþingis sendir yður til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á barnaverndarlögum, nr. 80/2002, og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, nr. 40/1991 (reglugerðarheimildir).
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram
20.Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2023
2302035
73. mál. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar Sveitarstjórnarlög (fjöldi fulltrúa í sveitarstjórn).
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram
21.Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2023
2302035
509. mál. Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar 509. mál - húsnæðisstefna fyrir árin 2024-2038 ásamt fimm ára aðgerðaáætlun fyrir árin 2024-2028.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram
22.Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2023
2302035
402. mál. Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar - Gjaldfrjálsar skólamáltíðir og umgjörð þeirra.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram
23.Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2023
2302035
478. mál. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram
24.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2023
2301003
Lögð fram fundargerð 458. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 17.11.2023
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram
25.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2023
2301032
Lögð fram fundargerð 937. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 12.11.23
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram
26.Fundargerðir stjórnar Kölku 2023
2301016
Lögð fram fundargerð 552. fundar stjórnar Kölku sem haldinn var 14.11.2023
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram
27.Fundargerðir fjölskyldu- og velferðarráðs 2023
2301021
Lögð fram fundargerð 46. fundar Fjölskyldu- og velferðarráðs sem haldinn var 21.09.2023.
Lögð fram fundargerð 47. fundar Fjölskyldu- og velferðarráðs sem haldinn var 16.11.2023.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram
28.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2023
2301032
Lögð fram fundargerð 938. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 24.11.2023
Lagt fram