2303017
Lagðir fram viðaukar nr. 4 og 5 2023
Viðbragðsáætlanir sveitarfélagsins hafa verið yfirfarnar í tengslum við jarðhræringar á Reykjanesi. Lagt er til að fjárfest verði í varaflstöð og tengibúnaði, kostnaðarmat nemur um 6 m.kr. Lagt er til að aukinni fjárfestingu verði mætt með lækkun á handbæru fé.
Ungmennafélagið Þróttur hefur leitað eftir viðbótar rekstrarframlagi vegna hallareksturs íþróttamiðstöðvar og fjallað hefur verið um undir dagskrárlið 3. Viðauki 5 er háður samþykki bæjarráðs um framlag vegna hallareksturs og nemur 3,82 m.kr. Lagt er til að hækkun rekstrarframlags verði fjármagnað með handbæru fé.
Davíð Viðarsson, sviðsstjóri Umhverfis- og skipulagssviðs sat undir þessum lið og fór yfir framlögð tilboð í varaaflsstöð.
Afgreiðsla:
Bæjarráð samþykkir samhljóða.