Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

388. fundur 10. nóvember 2023 kl. 17:30 - 19:26 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Birgir Örn Ólafsson formaður
  • Björn Sæbjörnsson varaformaður
  • Kristinn Björgvinsson áheyrnarfulltrúi
  • Eva Björk Jónsdóttir aðalmaður
Starfsmenn
  • Gunnar Axel Axelsson Bæjarstjóri
  • Guðrún P. Ólafsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Valkostagreining vegna sameiningar sveitarfélaga

2104141

Bæjarstjóri fer yfir málið og stöðu þess.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð felur bæjarstjóra að fylgja málinu eftir í samræmi við umræður á fundinum.

2.Fjárhagsáætlun 2024 - 2027

2305034

Lögð fram fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Voga fyrir árið 2024 og langtímaáætlun 2025-2027.

Fulltrúar Félags eldri borgara í Vogum sátu undir þessum lið og kynntu beiðni sína um styrk fyrir árið 2024

Bæjarráð þakkar fulltrúum Félags eldri borgara kærlega fyrir komuna og gott samtal.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir samhljóða að vísa fyrirliggjandi tillögu að fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Voga 2024 og þriggja ára áætlunar 2025-2027 til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

3.Útsvarsprósenta við álagningu 2024

2311017

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að útsvarsprósenta við álagningu 2024 verði óbreytt 14,74%.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að útsvarsprósenta við álagningu 2024 verði óbreytt 14,74%.
Samþykkt samhljóða að vísa tillögunni til staðfestingar bæjarstjórn

4.Neyðarstjórn - erindisbréf

2311013

Lögð fram drög að erindisbréfi neyðarstjórnar Sveitarfélagsins Voga.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð staðfestir framlögð drög að erindisbréfi.

5.Hluthafafundur Bláa lónsins hf

2310014

Lagður fram kaupsammningur um sölu á hlutabréfum sveitarfélagsins í Bláa lóninu Svartsengi hf.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir framlagðan samning og felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að ganga frá sölunni á grundvelli fyrirliggjandi samnings og framselja hlutabréfin til kaupanda.

6.Beiðni um framlag vegna hallareksturs Íþróttamiðstöðvar

2311015

Lögð fram beiðni frá Ungmennafélaginu Þrótti um fjárframlag vegna halla á rekstri íþróttamiðstöðvar 2023
Afgreiðla bæjarráðs:
Málinu frestað á meðan frekari gagna er aflað

7.Samningur við Vegagerðina um leið 87, Vogar - Reykjanesbraut

2311016

Bæjarstjóri fór yfir málefni almenningssamgangna og samnings sveitarfélagsins við Vegagerðarinnar um framkvæmd akstursleiðar 87 sem á að tryggja tengingu Sveitarfélagsins við akstursleið 55. Samningur aðila dags. 21.12.2021 gildir til loka árs 2023.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga kallar eftir því að almenningssamgöngur í Vogum verði bættar til muna og íbúar í sveitarfélaginu fái notið að lágmarki sambærilegrar þjónustu og íbúar annarra sveitarfélaga á Suðurnesjum, m.a. hvað snertir tíðni og tímasetningu ferða sem tengjast akstursleið 55. Eins og staðan er í dag njóta íbúar í sveitarfélaginu til að mynda engrar þjónustu á kvöldin og um helgar og því óraunhæft að ætla að þeir geti treyst á almenningssamgöngur í sínu daglega lífi, hvort sem er til að sækja vinnu, nám eða í öðrum tilgangi. Þá kallar bæjarráð eftir því að Vegagerðin láti gera úttekt á framkæmd og áreiðanleika þjónustu leiðar 55 sem á síðustu mánuðum og misserum hefur versnað til mikilla muna með tilheyrandi óþægindum fyrir íbúa svæðisins.
Felur bæjarráð bæjarstjóra að hefja viðræður við Vegagerðina um að framkvæmd leiðar 87 verði boðin út og leiðarkerfi og tímaáætlun verði samræmd við fyrirkomulag annarra akstursleiða á Suðurnesjum með það að markmiði að efla þjónustuna og tryggja að íbúar í Vogum geti nýtt sér almenningssamgöngur sem áreiðanlegan samgöngumáta í sínu daglega lífi .

8.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2023

2301003

lögð fram fundargerð 457. fundar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 19.10.2023
Lagt fram

9.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2023

2301032

Lögð fram fundargerð 936. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 27.10.2023
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 19:26.

Getum við bætt efni síðunnar?