2308060
Lögð fram drög að viljayfirlýsingu um þátttöku í verkefninu Borgað þegar hent er, innleiðing við heimili. Verkefnið gengur út á að innleiða nýtt innheimtufyrirkomulag fyrir meðhöndlun úrgangs samkvæmt Borgað þegar hent er (BÞHE) kerfi, sem sveitarfélögum er skylt að innleiða á árinu 2023 skv. lögum nr. 103/2021, um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, lögum um meðhöndlun úrgangs og lögum um úrvinnslugjald (EES-reglur, hringrásarhagkerfi).