Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

379. fundur 21. júní 2023 kl. 17:30 - 18:46 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Birgir Örn Ólafsson formaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Kristinn Björgvinsson áheyrnarfulltrúi
  • Guðmann Rúnar Lúðvíksson varamaður
Starfsmenn
  • Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri
  • Guðrún P. Ólafsdóttir sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Fundargerð ritaði: Guðrún P. Ólafsdóttir Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs
Dagskrá

1.Framkvæmdir 2023

2301022

Yfirlit yfir stöðu framkvæmda.
Lagt fram

2.Stóru-Vogaskóli húsnæðismál

2306006

Tryggvi Þór Bragason frá OMR verkfræðistofu og Davíð Viðarsson sviðsstjóri umhverfis- og skipulagssviðs fóru yfir framkvæmdaáætlun sem unnin var af OMR verkfræðistofu ehf að beiðni sveitarfélagsins og byggir á niðurstöðum skýrslu Eflu verkfræðistofu frá 02.05.2023.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna að gerð viðauka við fjárhagsáætlun 2023 vegna fyrirhugaðra framkvæmda

3.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki II - Hvassahraun 8

2305038

Tekið fyrir að nýju vegna athugasemdar í grenndarkynningu.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Samkvæmt skipulagi svæðisins er heimilt að hafa gististarfsemi í frístundarhúsum á svæðinu skv. flokki I (heimagistingu) og flokki II (gististaður án veitinga) í samræmi við reglugerð nr. 1277/2016 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Skipulagskilmálar þess efnis voru samþykktir árið 2019.
Bæjarráð samþykkir veitingu leyfisins.

4.Betri vinnutími, tillaga skólastjóra fyrir skólaárið 2023-2024

2306017

Lögð fram tillaga skólastjóra Stóru-Vogaskóla að útfærslu á vinnutímastyttingu fyrir skólaárið 2023-2024.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um tilraunverkefni um styttingu vinnuvikunnar til eins árs.

5.Fjárhagsáætlun 2024 - 2027

2305034

Lögð fram til umræðu verk- og tímaáætlun vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2024.
Lagt fram

6.Styrkbeiðni

2306020

Félag eldri borgara biður um styrk v. vorferðar félagsins í maí 2023.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir að veita félaginu styrk að fjárhæð 300.000 krónur sem er í samræmi við fjárhagsáætlun.

7.Þróunarverkefni HSS og sveitarfélaga á Suðurnesjum - GOTT AÐ ELDAST

2306023

Lagt fram minnisblað frá sviðsstjóra fjölskyldusviðs Suðurnejabæja: Samþætt þjónusta í heimahúsum, þróunarverkefni.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.

8.Fundargerðir HES 2023

2301036

Lögð fram til kynningar fundargerð 301. fundar Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja (HES) sem haldinn var 25.05.2023.
Lagt fram
Bæjarráð þakkar Magnúsi H. Guðjónssyni, fráfarandi framkvæmdastjóra HES, fyrir samstarfið og óskar honum velfarnaðar í framtíðinni.

9.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2023

2301032

Lögð fram til kynningar fundargerð 928. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 02.06.2023.
Lagt fram

10.Fundargerðir stjórnar Kölku 2023

2301016

Lögð fram til kynningar fundargerð 548. fundar Kölku sem haldinn var 13.06.2023
Lagt fram

11.Reykjanes jarðvangur fundargerðir 2023

2303009

Lögð fram til kynningar fundargerð 72. fundar stjórnar Reykjanesfólkvangs sem haldinn var 25.04.2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 73. fundar stjórnar Reykjanesfólkvangs sem haldinn var 23.05.2023.

12.Reykjanesfólkvangur fundargerðir 2023

2306024

Lögð fram til kynningar fundargerð 72. fundar stjórnar Reykjanesfólkvangs sem haldinn var 25.04.2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 73. fundar stjórnar Reykjanesfólkvangs sem haldinn var 23.05.2023.
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 18:46.

Getum við bætt efni síðunnar?