377. fundur
23. maí 2023 kl. 06:30 - 07:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
Birgir Örn Ólafssonformaður
Björn Sæbjörnssonvaraformaður
Andri Rúnar Sigurðssonaðalmaður
Kristinn Björgvinssonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Gunnar Axel Axelssonbæjarstjóri
Fundargerð ritaði:Gunnar Axel Axelssonbæjarstjóri
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun 2024 - 2027
2305034
Farið yfir drög að verk- og tímaáætlun vegna vinnu við fjárhagsáætlun 2024.
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram
2.Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga 2023
2303002
Bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) til allra sveitarfélaga varðandi almennt eftirlit með fjármálum sveitarfélaga á árinu 2023.
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram
3.BSRB - Verkfallsaðgerðir maí 2023
2305072
Minnisblað bæjarstjóra um stöðu samningaviðræðna LNS og BSRB og upplýsingar um stöðu verkfallsaðgerða BSRB hjá Sveitarfélaginu Vogum.
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram
4.Samningur um fræðsluþjónustu
1906005
Lögð fram drög að endurnýjuðum samningi Sveitarfélagsins Voga og Suðurnesjabæjar um aðkeypta fræðsluþjónustu.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að undirrita samninginn fyrir hönd Sveitarfélagsins Voga.
5.Keilisnes - þróun og uppbygging iðnaðarsvæðis
2305063
Tekinn fyrir 7. liður úr dagskrá 50. fundar skipulagsnefndar frá 23.05.2023: Keilisnes - þróun og uppbygging iðnaðarsvæðis 2305063
Afgreiðsla skipulagsnefndar:
Skipulagsnefnd óskaði eftir að fengin yrði aðili sem stýrt gæti verkefninu varðandi þróun og uppbyggingu á Keilisnesi. Lögð er fyrir nefndina tillaga Alta ráðgjafafyrirtækis um nálgun þeirra á verkefninu.
Samþykkt
Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndinni lýst vel á nálgun Alta. Kostnaðaráætlun og verklýsingu Alta er vísað til bæjarráðs/bæjarstjórnar.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Samþykkt samhljóða að fela bæjarstjóra að undirrita samning við Alta á grundvelli fyrirliggjandi áætlunar og verklýsinu.
6.Ráðning sviðsstjóra
2303039
Í samræmi við 50. gr. samþykkta Sveitarfélagsins Voga leggur bæjarstjóri til við bæjarráð að Guðrúnu P. Ólafsdóttur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs, sem jafnframt gegnir hlutverki staðgengils bæjarstjóra, sé veitt prókúra frá og með 1. júní næstkomandi.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Samþykkt samhljóða, vísað til staðfestingar í bæjarstjórn.
7.Boð um samráð um drög að reglugerð um málsmeðferð við setningu skipulagsreglna fyrir flugvelli.
2305061
Innviðaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 100/2023 - Drög að reglugerð um málsmeðferð við setningu skipulagsreglna fyrir flugvelli?.
Umsagnarfrestur er til og með 31.05.2023.
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram
8.Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2023
2302035
497. mál. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á kosningalögum, nr. 112/2021 (lækkun kosningaaldurs)
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram
9.Fundargerðir HES 2023
2301036
Lögð fram til kynningar fundargerð 299. fundar stjórnar HES sem haldinn var 09.03.2023 Lögð fram til kynningar fundargerð 300. fundar stjórnar HES sem haldinn var 04.05.2023
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram
10.Fundargerðir Brunavarna Suðurnesja 2023
2301030
Lögð fram til kynningar fundargerð 72.fundar stjórnar Brunavarna Suðurnesja sem haldinn var 16.03.2023. Lögð fram til kynningar fundargerð 73.fundar stjórnar Brunavarna Suðurnesja sem haldinn var 13.04.2023. Lögð fram til kynningar fundargerð 74.fundar stjórnar Brunavarna Suðurnesja sem haldinn var 11.05.2023
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram
11.Fundargerðir stjórnar Kölku 2023
2301016
Lögð fram til kynningar fundargerð 547. fundar stjórnar Kölku sem haldinn var 10.05.2023
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram
12.Fundargerð aðalfundar Kölku 2023
2305045
Lögð fram til kynningar 45. fundargerð aðalfundar Kölku sem haldinn var 18.04.2023
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram
13.Svæðisskipulag Suðurnesja fundargerðir 2023
2301034
Lögð fram til kynningar fundargerð 37. fundar Svæðisskipulagsnefndar sem haldinn var 04.05.2023.
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram
14.Fundargerðir Öldungaráðs Suðurnesjabæjar og Sv. Voga 2023
2305071
Lögð fram til kynningar fundargerð 13. fundar Öldungaráðs Suðurnesjabæjar og Sv. Voga sem haldinn var 23.01.2023. Lögð fram til kynningar fundargerð 14. fundar Öldungaráðs Suðurnesjabæjar og Sv. Voga sem haldinn var 15.05.2023. Einnig fylgja með fylgigög sem Öldungaráðið vildi koma á framfæri.
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram
15.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2023
2301010
Lögð fram til kynningar fundargerð 789. fundar S.S.S. sem haldinn var 16.05.2023
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram
16.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2023
2301032
Lögð fram til kynningar fundargerð 926. fundar stjórnar 17.05.2023.
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram
17.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2023
2301003
Lögð fram til kynningar fundargerð 453. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 17.05.2023.