Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

376. fundur 10. maí 2023 kl. 17:30 - 18:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Birgir Örn Ólafsson formaður
  • Björn Sæbjörnsson varaformaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Kristinn Björgvinsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Garðsláttur fyrir eldri borgara og öryrkja 2023

2305036

Lagt fram minnisblað um garðslátt fyrir eldri borgara og öryrkja sumarið 2023.


Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu að reglum um garðslátt eldri borgara og öryrkja sumarið 2023.

Kostnaður verði 3000 kr. skiptið með þeim möguleika að hver og einn geti sótt um garðslátt allt að þrjú skipti eftir samkomulagi og eftir stöðu mannafla hjá sveitarfélaginu.

2.Ráðning sviðsstjóra

2303039

Bæjarstjóri kynnti niðurstöður úr ráðningarferli.
Lagt fram

3.Rekstraryfirlit 2023

2305033

Yfirlit yfir tekjur janúar til mars 2023.
Lagt fram

4.Minnisblað um stöðu undirbúnings FabLab

2305031

Minnisblað til bæjarstjórna á Suðurnesjum um rekstur Fab Lab á Suðurnesjum dags. 27.04.2023.
Bæjarráð samþykkir framlagt erindi fyrir sitt leyti.

5.Vinabæjarsamband Sveitarfélagsins Voga og Fjaler kommune í Noregi

2304011

Lagt fram erindi frá Norræna félaginu í Vogum með beiðni um styrk vegna fyrirhugaðrar ferðar 10 unglinga og fjögurra fullorðinna til Fjaler í Noregi 7. - 11. júní næstkomandi.
Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um 300 þúsund krónur.

6.Umsókn um rekstrarleyfi til sölu gistingar í flokki II - Hvassahraun 8

2305038

Umsókn um leyfi til reksturs í flokki II fyrir Hvassahraun 8, beiðni Sýslumannsins á Suðurnesjum um umsögn sveitarfélagsins.
Bæjarráð samþykkir erindið með fyrirvara um grenndarkynningu.

7.Fundargerðir fjölskyldu- og velferðarráðs 2023

2301021

Lagt fram minnisblað með tillögum um breytingar á reglum um sérstakan húsnæðisstuðning sem voru til umfjöllunar á 43. fundi fjölskyldu- og velferðarráðs
23. febrúar 2023. Fjölskyldu- og velferðarráð staðfesti tillögurnar.

Lagt fram
Bæjarráð staðfestir framlagðar reglur um sérstakan húsnæðisstuðning.

8.Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2023

2302035

956. mál. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um Mennta- og skólaþjónustustofu.
922. mál. Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum í þágu barna (samþætting þjónustu o.fl.).
945. mál. Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um kosningalög o.fl. (ýmsar breytingar).
976. mál. Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og stjórn fiskveiða (veiðistjórn grásleppu).
978. mál. Atvinnuveganefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um aðgerðaráætlun í málefnum hönnunar og arkitektúrs fyrir árin 2023-2026.
1028. mál. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um tímabundnar undanþágur frá skipulags- og byggingarlöggjöf og skipulagi.
Lagt fram

9.Fundargerðir fjölskyldu- og velferðarráðs 2023

2301021

Lögð fram til kynningar fundargerð 44. fundar Fjölskyldu- og velferðarráðs haldinn var 27.04.2023
Einnig fylgir ársreikningur 2022, tillaga til þingsályktunar um aðgerðir um þjónustu við eldra fólk fyrir árin 2024-2028, og farsæld á fyrsta ári - samantekt til ráðherra.
Lagt fram

10.Reykjanes jarðvangur fundargerðir 2023

2303009

Lögð fram til kynningar fundargerð 71. fundar stjórnar Reykjanes Geopark sem haldinn var 14.04.2023
Lagt fram

11.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2023

2301032

Lögð fram til kynningar fundargerð 922. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 31.03.2023
Lögð fram til kynningar fundargerð 923 fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 05.04.2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 924. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 17.04.2023.
Lögð fram til kynningar fundargerð 925. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 28.04.2023.
Lagt fram

12.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2023

2301003

Lögð fram til kynningar fundargerð 452. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 19.04.2023.
Lagt fram

13.Svæðisskipulag Suðurnesja fundargerðir 2023

2301034

Lögð fram til kynningar fundargerð 36. fundar Svæðisskipulagsnefndar sem haldinn var 30.03.2023
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 18:30.

Getum við bætt efni síðunnar?