Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

372. fundur 01. mars 2023 kl. 17:30 - 18:13 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Björn Sæbjörnsson varaformaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Kristinn Björgvinsson áheyrnarfulltrúi
  • Eva Björk Jónsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Daníel Arason forstöðumaður stjórnsýslu
  • Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Hitaveita á Vatnsleysuströnd

2301033

Til fundarins mættu Birgir Þórarinsson og Hólmgrímur Rósenbergsson.
Bæjarráð þakkkar þeim Birgi og Hólmgrími fyrir komuna og upplýsandi umræður. Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla upplýsinga um þá möguleika sem voru ræddir á fundinum.



2.Bókun stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga frá 17.02.2023

2302028

Samanber erindi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags 20.02.2023 er lögð fram til kynningar eftirfarandi bókun stjórnar Samtaka orkusveitarfélaga sem gerð var á stjórnarfundi samtakanna þann 17. febrúar síðastliðinn:

"Ríkisstjórn Íslands setti í stjórnarsáttmála sinn aðgerðir um orkuskipti og útfösun jarðefnaeldsneytis, þar sem grunnur er lagður að fullum orkuskiptum og að þeim verði náð eigi síðar en árið 2040.

Því er mikilvægt að ríkið meti stöðu á framleiðslu á raforku á Íslandi, áætli þörf til frekari framleiðslu og ákveði með hvaða móti og hvar skuli afla þeirrar orku út frá ýmsum þáttum svo sem umhverfislegum, samfélagslegum og efnahagslegum með Rammaáætlun eða öðru sambærilegu ferli.

Endurskoða þarf hverjar heimildir sveitarfélaga eigi að vera til gjaldtöku og eða álagningar gjalda og meta hvort leitast eigi við aðrar heimildir svo sem til skattaafslátta eða samfélagssjóða eða annað sem hefur efnahagsleg áhrif fyrir sveitarfélög, ágóða landeigenda, bætur til fasteignaeigenda í grennd vegna virðisminnkunar, tryggingar vegna umhverfisskaða á framkvæmdar- og rekstrartíma og vegna niðurrifs að rekstrartíma liðnum og fleira.

Arður af nýtingu náttúruauðlinda til raforkuframleiðslu þarf að skiptast með sanngjörnum hætti milli þeirra sem eru hagaðilar við orkuvinnslu. Tryggja þarf með lögum að nærumhverfið þar sem orkan á uppsprettu sína, njóti efnahagslegs ávinnings sem mun styrkja byggð þar sem orkan verður til um allt land. Það er sanngirnismál að orkuvinnslan skili sambærilegum tekjum í nærsamfélagið eins og öll önnur atvinnustarfssemi gerir. Einnig þarf að breyta raforkulögum til að tryggja að dreifikostnaður raforku sé sá sami í dreifbýli og þéttbýli.

Stjórn Samtaka orkusveitarfélaga hvetur öll sveitarfélög á landsbyggðinni sem hafa orkumannvirki í nærumhverfi sínu, eða eru með hugsanleg virkjanaáform í farvatninu til þess að staldra við í skipulagsmálum virkjana á meðan sanngjörn skipting auðlindarinnar verður fest í lög."
Lagt fram.

3.Lánasjóður sveitarfélaga - auglýsing eftir framboðum í stjórn 2023

2302027

Lagt fram til kynningar erindi frá Lánasjóði Sveitarfélaga dags. 10.02.2023. Kjörnefnd auglýsir eftir framboðum í stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga. Tilnefningum og/eða framboð skulu liggja fyrir eigi seinna en kl. 12:00 þann 08.03.2023

4.Samþykkt um gatnagerðargjald, framkvæmdaleyfis-og byggingarleyfisgjöld, afgreiðslu-og þjónustugjöld umhverfis-og skipulagsdeildar 2023.

2302031

Lögð fram drög að endurskoðaðri samþykkt um gatnagerðargjald, framkvæmdaleyfis-og byggingarleyfisgjöld, afgreiðslu-og þjónustugjöld umhverfis-og skipulagsdeildar 2023.
Bæjarráð samþykkir að vísa samþykktinni til staðfestingar í bæjarstjórn.

5.Heiðarland Vogajarða - óskipt sameign

2105028

Lagðar fram upplýsingar um fyrirhugaða sölu 18,32% eignarhluta í óskiptu landi svonefndra Vogajarða.

6.Svæðisskipulag Suðurnesja fundargerðir 2023

2301034

Lögð fram til kynningar fundargerð 35. fundar Svæðisskipulagsnefndar Suðurnesja sem haldinn var 9.02.2023

7.Fundargerðir Brunavarna Suðurnesja 2023

2301030

Lögð fram til kynningar fundargerð 71.fundar stjórnar Brunavarna Suðurnesja sem haldinn var 16.02.2023

Fundi slitið - kl. 18:13.

Getum við bætt efni síðunnar?