Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

370. fundur 01. febrúar 2023 kl. 17:30 - 20:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Birgir Örn Ólafsson formaður
  • Björn Sæbjörnsson varaformaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Kristinn Björgvinsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Valkostagreining vegna sameiningar sveitarfélaga

2104141

Til fundarins mætti Róbert Ragnarsson ráðgjafi frá KPMG og ræddi um mögulegt framhald þess verkefnis sem hófst á síðasta kjörtímabil og fólst meðal annars í greiningu á sameiningarkostum og kynningu fyrir íbúa.
Bæjarráð þakkar Róberti fyrir kynninguna og felur bæjarstjóra að vinna áfram að málinu.

2.Bjartur lífstíll - Hreyfiúrræði eldri borgara

2211009

Tekið fyrir 1. mál af dagskrá 104. fundar frístunda- og menningarnefndar:

Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnir stöðuna á verkefninu Bjartur lífsstíll og hugmyndir að framhaldi þess.
Lagt fram
Verkefnið Bjartur lífsstíll miðar að því að efla hreyfingu fyrir eldri borgara. Verkefnið er unnið í samvinnu Sveitarfélagsins Voga og UMF Þróttar, og er sett upp þannig að hver eldri borgari í Sveitarfélaginu Vogum getur nýtt sér allt að fjórar klukkustundir á viku í ýmis konar hreyfingu. UMF Þróttur mun sjá um námskeiðin.
Frístunda- og menningarnefnd leggur til við bæjarráð að skoða hvort nýta megi fjármuni sem áætlaðir hafa verið í frístundastyrk til eldri borgara til að greiða kostnað vegna verkefnisins en hann er áætlaður að hámarki 1.300.000 kr. á ári. Sérstaklega í ljósi þess að mjög fáir eldri borgarar hafa nýtt sér styrkinn hingað til.

Gestur fundarins undir þessum lið var Guðmundur Stefán Gunnarsson íþrótta- og tómstundafulltrúi sem kynnti málið fyrir bæjarráði.
Bæjarráð samþykkir að halda tilraunaverkefninu áfram til loka apríl.

3.Landeldi ehf. óskar eftir lóð undir landeldi fyrir bleikju og lax

2201014

Til fundarins mættu fulltrúar Landeldis ehf og kynntu starfsemi fyrirtækisins og beiðni um viðræður um mögulegt vilyrði fyrir lóð undir byggingu og rekstur landeldisstöðvar í Vogum.

Gestir fundarins undir þessum lið voru Halldór Ólafur Halldórsson og Rúnar Þór Þórarinsson frá Landeldi ehf. sem tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.
Bæjarráð þakkar fyrir kynninguna.

4.Boðun á 38. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga

2301035

Lagt fram til kynningar boð á 38. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Samkvæmt 7. gr. samþykkta Sambands íslenskra sveitarfélaga eru landsþingsfulltrúar sveitarfélaganna, formenn og framkvæmdastjórar landshlutasamtaka sveitarfélaga og framkvæmdastjórar sveitarfélaga, þ.e. sveitar og bæjarstjórar, hér með boðaðir til XXXVIII. landsþings sambandsins föstudaginn 31. mars nk.

5.Starfsáætlun SSS 2023

2301028

Lögð fram til kynningar starfsáætlun Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum fyrir árið 2023. Starfsáætlunin byggir á Sóknaráætlun Suðurnesja og samningi SSS og Byggðastofnunar um atvinnu- og byggðaþróun á Suðurnesjum.

6.Fyrirtækjakönnun 2021 kynning

2301029

Lagðar fram til kynningar niðurstöður fyrirtækjakönnunar landshluta, Suðurnes, sem var til umfjöllunar á fundi stjórnar Heklunnar Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja þann 27.01.2023.

7.Ímynd Suðurnesja

1201016

Lagðar fram til kynningar niðurstöður könnunar Gallup á ímynd Suðurnesja sem voru til umfjöllunar á fundi í stjórn Heklunnar Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja þann 27.01.2023.

8.Fundargerðir Brunavarna Suðurnesja 2023

2301030

Lögð fram til kynningar fundargerð 70. stjórnarfundar Brunavarna Suðurnesja sem haldinn var 19.01.23 ásamt tölfræði yfir sjúkraflutninga og brunaútköll frá 2013 til 2023.

9.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2023

2301010

Lögð fram til kynningar fundargerð 785. fundar SSS sem haldinn var 11.01.2023.

10.Fundargerðir stjórnar Kölku 2023

2301016

Lögð fram til kynningar fundargerð 543. fundar stjórnar Kölku sem haldinn var 10.01.2023.

11.Fundargerðir fjölskyldu- og velferðarráðs 2023

2301021

Lögð fram til kynningar fundargerð 42. fundar Fjölskyldu- og velferðarráðs sem haldinn var 12.01.2023.

12.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2023

2301032

Lögð fram til kynningar fundargerð 917. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga sem haldinn var 20.01.2023.

13.Svæðisskipulag Suðurnesja fundargerðir 2023

2301034

Lögð fram til kynningar fundargerð 33. fundar Svæðisskipulags Suðurnesja sem haldinn var 05.01.2023.

14.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2023

2301003

Lögð fram til kynningar fundargerð 449. stjórnarfundar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 20.01.2023.

Fundi slitið - kl. 20:00.

Getum við bætt efni síðunnar?