Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

201. fundur 02. desember 2015 kl. 06:30 - 08:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Katla og Reykjanes fá aðild að nýrri áætlun UNESCO

1511041

Staðfesting á aðild Reykjanes jarðsvangs að UNESCO Global Geoparks
Lagður fram tölvupóstur verkefnisstjóra Reykjanes Geopark dags. 19.11.2015. Í póstinum er að finna tilkynningu UNESCO um samþykkta áætlun fyrir jarðvanga, og að Reykjanes Geopark ásamt Katla Geopark séu á þessum lista.
Bæjarráð fagnar þessum merka áfanga í sögu Jarðvangsins.

2.Breyting á lögræðislögum nr. 78/1997

1511057

Innanríkisráðuneytið tilkynnir breytingu á lögræðislögum, sem tekur gildi 1.1.2016
Lagður fram tölvupóstur Innanríkisráðuneytisins dags. 25.11.2015, tilkynning um breytingu á lögræðislögum, sem tekur gildi 1.1.2016.

3.Narfakot, landamál.

1511032

Beiðni landeigenda Narfakots um að sveitarfélagið standi straum af kostnaði við uppfærslu gagna varðandi sölu jarðarinnar á sínum tíma.
Lagt fram erindi eigenda Narfakots, dags. 16.11.2015. Jafnframt er lagt fram minnisblað bæjarstjóra um málið. Í erindi eigenda Narfakots er þess farið á leit að sveitarfélagið standi strauma fkostnaði við uppfærslu gagna varðandi sölu jarðarinnar á sínum tíma.
Bæjarráð fellst á beiðnina og felur bæjarstjóra að annast umsjón með málinu.

4.Beiðni um rekstrarstyrk til Kvennaathvarfsins fyrir árið 2016

1511056

Samtök um kvennaathvarf sækja um kr.150.000 rekstrarstyrk fyrir árið 2016.
Lagt fram erindi Samtaka um kvennaathvarf, dags. 26.11.2015. Í erindinu er óskað eftir rekstrarstyrk fyrir árið 2016, að fjárhæð kr. 150.000.
Bæjarráð samþykkir að styrkja samtökin um kr. 30.000 árið 2016.

5.Lögreglusamþykkt Sveitarfélagsins Voga

1511045

Tillaga um að sett verði lögreglusamþykkt fyrir sveitarfélagið. Tillagan byggir á fyrirmynd í reglugerð um lögreglusamþykktir nr. 1127/2007.
Lagt fram minnisblað bæjarstjóra dags. 30.11.2015, ásamt reglugerð um lögreglusamþykktir.
Bæjarráð samþykkir að reglugerð um lögreglusamþykktir nr. 1127/2007 verði höfð til fyrirmyndar við gerð lögreglusamþykkt sveitarfélagsins.

6.Endurnýjun samstarfssamnings - Skyggnir

1404073

Bréf Björgunarsveitarinnar Skyggnis varðandi fjárhagsáætlun 2016 og samstarf við sveitarfélagið
Lagt fram bréf Björgunarsveitarinnar Skyggnis, dags. 16.11.2015.
Um leið og bæjarráð þakkar Björgunarsveitinni Skyggni fyrir samstarfið á liðnum árum harmar bæjarráð að ekki skuli nást samningar milli sveitarfélagsins og björgunarsveitarinnar.

7.Fjárhagsáætlun 2016 - 2019

1503022

Vinnufundur bæjarráðs. Fjárhagsáætlun ásamt framkvæmdaáætlun liggur fyrir í drögum.
Vinnufundur bæjarráðs um fjárhagsáætlun 2016 - 2019.

8.263. mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis.

1511037

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði). Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga liggur fyrir.
Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga (sérstakt framlag úr Jöfnunarsjóði). Samband íslenskra sveitarfélaga hefur þegar sent inn umsögn um frumvarpið, sem jafnframt er lögð fram.

9.338. mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis.

1511038

Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stefnu og aðgeraráætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára.
Velferðarnefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um stefnu og aðgerðaráætlun í geðheilbrigðismálum til fjögurra ára.

10.Umsókn um leyfi til reksturs gististaðar.

1507012

Afgreiðslu var frestað á síðasta fundi. Fyrir liggja nánari upplýsingar frá Sýslumanninum í Keflavík, ásamt áliti Skipulags- og byggingafulltrúa.
Tekið fyrir að nýju erindi Sýslumannsins í Keflavík, sem óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um umsókn Rents ehf. til starfrækstlu gistiskála. Lagður fram tölvupóstur sýslumanns dags. 18.11.2015 ásamt minnisblaði bæjarstjóra dags. 18.11.2015.
Bæjarráð fellst ekki á umsókn um starfrækslu gistiskála í viðkomandi eign, þar sem það samræmist ekki gildandi deiliskipulagi svæðisins.

11.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2015

1501020

Fundargerð 379. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands
Lögð fram fundargerð 379. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.

12.Fundargerðir Kölku 2015 / Sorpeyðingarstöð Suðurnesja.

1501008

Fundargerð 464. fundar stjórnar Kölku, Sopreyðingarstöðvar Suðurnesja
Lögð fram fundargerð 464. fundar stjórnar Kölku, Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja

13.Fundargerðir Þekkingarseturs Suðurnesja 2015

1504048

Fundargerð 16. fundar stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja
Lögð fram fundargerð 16. fundar stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja.

14.Fundir Byggðarsamlags um Brunavarnir Suðurnesja 2015

1509044

Fundargerð 5. fundar stjórnar byggðsamlags um BS
Lögð fram fundargerð 5. fundar stjórnar byggðasamlags um Brunavarnir Suðurnesja.

15.Fundargerðir Þjónustuhóps aldraðra á Suðurnesjum 2015

1501019

Fundargerðir 100. og 101. fundar Þjónustuhóps aldraðra
Lögð fram fundargerð 100. og 101. funda Þjónustuhóps aldraðra.

16.Fundargerðir Fjölskyldu- og velferðarnefndar Sandgerðis, Garðs og Voga 2015

1501026

Fundargerð 107. fundar Fjölskyldu- og velferðarnefndar
Lögð fram fundargerð 107. fundar Fjölskyldu- og velferðarnefndar.

Fundi slitið - kl. 08:30.

Getum við bætt efni síðunnar?