Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

369. fundur 18. janúar 2023 kl. 17:30 - 18:14 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Birgir Örn Ólafsson formaður
  • Björn Sæbjörnsson varaformaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Kristinn Björgvinsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Framkvæmdir 2022

2202014

Lagt fram yfirlit yfir stöðu framkvæmda í árlok 2022 og áætlun um framkvæmdir á árinu 2023.
Afgreiðsla bæjarráðs: lagt fram

2.Mánaðarleg rekstraryfirlit 2022

2206022

Yfirlit um tekjur og gjöld í janúar-desember, ásamt samanburði við áætlun
Afgreiðsla bæjarráðs: lagt fram

3.Iðndalur 2 verslunarhúsnæði

2104220

Lagður fram til staðfestingar samningur um útleigu á verslunarhúsnæði í Iðndal 2.
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð staðfestir fyrirliggjandi samning við við Grocery Market ehf um leigu á verslunarrýminu Iðndal 2.

Bæjarráð fagnar því að tekist hafi samningar við rekstraraðila um rekstur matvöruverslunar í Vogum og óskar nýjum rekstraraðilum góðs gengis.

4.Eyrarkotsland - Eyrarkotsbakki - Mál og hnitsetning

2206040

Lagt fram erindi frá Land lögmönnum fyrir hönd eigenda Hábæjar, Tumakots, Nýjabæjar og Suðurkots í Vogum vegna Eyrarkotsbakka.

Einnig lögð fram erindi frá fulltrúa Sýslumannsins á Suðurnesjum vegna þinglýsingar lóðarleigusamnings vegna lóðarinnar Jónsvör 1 og frá Jónsvör ehf.
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við fulltrúa Jónsvarar ehf. og landeigenda og leita lausna á málinu varðandi uppbyggingu á viðkomandi lóð. Leggur bæjarráð áherslu á að reynt verði til þrautar að ná samkomulagi um málið um leið og réttarstaða sveitafélagsins verði skoðuð.

Bæjarfulltrúi Birgir Örn Ólafsson vék af fundi við afgreiðslu þessa máls og tók Björn Snæbjörnsson varaformaður við stjórn fundarins.

5.Fyrirspurn um byggingarmál - Heiðarholt 5 (Linde Gas ehf.)

2301009

Tekið fyrir erindi Linde gas sem var til umfjöllunar á 46. fundi skipulagsnefndar þann 17. janúar 2023.

Þórhallur Garðarsson sendir inn umsóknir fyrir Linde Gas ehf. Sótt er um að bæta við 4 nýjum tönkum á lóðina, sunnan megin við núverandi tanka. Einnig er sótt um stækkun byggingarreits um 150 fermetra. Fyrirhugað er að reisa gámaskrifstofur með tengigang við núverandi þjónustuhús mhl. 05. Að auki óskar Linde gas eftir afnotum af lóðinni Heiðarholti 3, fyrirhugað er að nýta lóðina sem geymslusvæði fyrir lárétta tanka. Sett yrði girðing á lóðina.

Afgreiðsla skipulagsnefndar: Í ljósi þess að fallið hafi verið frá uppbyggingu skv. viljayfirlýsingu við sveitarfélagið telur nefndin réttast að málið fái umfjöllun í bæjarráði/bæjarstjórn áður en niðurstaða nefndarinnar liggi fyrir.
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð felur bæjarstjóra að vinna málið áfram.

6.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 79

2301002F

Afgreiðsla bæjarráðs: lagt fram

7.Fundargerðir Þekkingarseturs Suðurnesja 2022

2204050

Fundargerðir stjórnar Þekkingarseturs.
44 fundur dags.15.09.22 og 45. fundur dags. 17.11.22
Afgreiðsla bæjarráðs: lagt fram

8.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2022

2202004

448. fundur stjórnar Hafnasambands Íslands 16.12.2022
Afgreiðsla bæjarráðs: lagt fram

9.Fundargerðir stjórnar Kölku-2022

2201031

Fundargerð 542. stjórnarfundar Kölku 20.12.2022
Afgreiðsla bæjarráðs: lagt fram

Fundi slitið - kl. 18:14.

Getum við bætt efni síðunnar?