Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

368. fundur 04. janúar 2023 kl. 17:30 - 18:31 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Birgir Örn Ólafsson formaður
  • Björn Sæbjörnsson varaformaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Kristinn Björgvinsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Kynning á breytingu á Húsaleigulögum nr.36 frá 1994

2212010

Lagt fram til kynningar erindi frá HMS um breytingu á Húsaleigulögum nr. 36/1994 þar sem m.a. kemur fram að skylt verði að skrá leigusamning um íbúðarhúsnæði í húsnæðisgrunn HMS. Breytingin tók gildi 1.janúar 2023.
Afgreiðsla bæjarráðs: lagt fram

2.Byggðakvóti 2022-2023

2212016

Lat fram erindi Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 12. desember 2022 um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga fiskveiðiárið 2022 / 2023.
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarstjóra er falið að sækja um sérreglur í samræmi við erindi ráðuneytisins.

3.Geo Salmo ehf. lóð undir landeldi

2202005

Tekið fyrir að nýju erindi Geo Salmo ehf. sem óskar eftir viðræðum við sveitarfélagið um lóð undir landeldi. Málið var til umfjöllunar á 45. fundi skipulagsnefndar þann 13.12.2022. þar sem kynntar voru útlitsteikningar vegna landeldis Geo Salmo við Keilisnes.

Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin tekur jákvætt í erindið og leggur til við bæjarstjórn að lóð undir fiskeldi sé inn á eignarlandi sveitarfélagsins og hefja viðræður við Geo Salmo ehf. um framhaldið.

Lagt fram til kynningar minnisblað bæjarstjóra.
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð samþykkir með hliðsjón af afgreiðslu skipulagsnefndar og fyrirliggjandi minnisblaðs að fela bæjarstjóra að
að hefja samningaviðræður við fyrirtækið.

4.Málefni heilsugæslu í Vogum

2209017

Lögð fram drög að þjónustusamningi HSS og Sveitarfélagsins Voga.
Afgreiðsla bæjarráðs: lagt fram

5.Iðndalur 2 verslunarhúsnæði

2104220

Bæjarstjóri fór yfir stöðu málsins og drög að samningi.
Afgreiðsla bæjarráðs: lagt fram

6.Umsögn um drög að reglum um varðveislu og eyðingu skjala

2212009

Þjóðskjalasafn Íslands auglýsir til umsagnar drög að reglum um varðveislu og eyðingu á skjölum úr fjárhagsbókhaldi afhendingarskyldra aðila.
Afgreiðsla bæjarráðs: lagt fram

7.Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2022

2201029

537. mál, frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða, nr. 116/2006 (orkuskipti) og 538. mál frumvarp til laga um breytingu á lögum um veiðar á fiskveiðilandhelgi Íslands, nr. 79/1997 (aflvísir),
Afgreiðsla bæjarráðs: lagt fram

8.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 77

2210009F

Fundargerð 77. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa er lögð fram á 68. fundi bæjarráðs
Afgreiðsla bæjarráðs: lagt fram

9.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 78

2212003F

Fundargerð 78. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa er lögð fram á 368. fundi bæjarráðs
Afgreiðsla bæjarráðs: lagt fram
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 78 Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 78 Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.

10.Svæðisskipulag Suðurnesja - fundargerðir 2022

2205004

Lögð fram til kynningar fundargerð 32. fundar Svæðisskipulags Suðurnesja sem haldinn var 10.11.2022.
Afgreiðsla bæjarráðs: lagt fram

11.Fundargerðir Brunavarna Suðurnesja 2022

2202016

Lögð fram til kynningar fundargerð 69. fundar stjórnar Brunavarna Suðurnesja sem haldinn var 15.12.2022.
Afgreiðsla bæjarráðs: lagt fram

12.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022

2201016

Lögð fram til kynningar fundargerð 916. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem haldinn var 14.12.2022.
Afgreiðsla bæjarráðs: lagt fram

13.Fundargerðir HES 2022

2202012

Lögð fram til kynningat fundargerð 296. fundar HES sem haldinn var 17.11.2022 og fundargerð 297. fundar sem haldinn var 15.12.2022.
Afgreiðsla bæjarráðs: lagt fram

14.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2022

2202024

Lögð fram til kynningar fundargerð 784. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem haldinn var 14.12.2022.
Afgreiðsla bæjarráðs: lagt fram

15.Fundargerð Fjölskyldu-og velferðaráðs nr. 41

2208045

Lögð fram til kynningar fundargerð 41. fundar Fjölskyldu- og velferðarráðs sem haldinn var 24.11.2022.
Afgreiðsla bæjarráðs: lagt fram

Fundi slitið - kl. 18:31.

Getum við bætt efni síðunnar?