367. fundur
07. desember 2022 kl. 17:30 - 18:40 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
Birgir Örn Ólafssonformaður
Björn Sæbjörnssonvaraformaður
Andri Rúnar Sigurðssonaðalmaður
Kristinn Björgvinssonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Gunnar Axel Axelssonbæjarstjóri
Fundargerð ritaði:Gunnar Axel Axelssonbæjarstjóri
Dagskrá
1.Drög um reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga.
2211031
Drög að reglugerð um íbúakosningar sveitarfélaga hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda. Í reglugerðinni er mælt fyrir um lágmarksatriði sem fram þurfa að koma í reglum sveitarfélaga um íbúakosningar.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga gerir athugasemd við að ekki er gert ráð fyrir rafrænum íbúakosningum í framlögðum reglugerðardrögum.
2.Bréf frá Kölku varðandi söfnun úrgangs og fjármögnun sorpíláta
2211038
Lagt fram eringi frá stjórn Kölku. Óskar stjórnin eftir samþykki vegna söfnunar úrgangs frá heimilum sem og fjármögnun söfnunaríláta.
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi tillögur stjórnar Kölku sorpeyðingar um söfnun úrgangs frá heimilum og fjármögnun kaupa á söfnunarílátum.
3.ADHD samtökin - Styrkbeiðni
2211024
Lagt fram erindi frá ADHD samtökunum - ósk um samstarf.
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2023.
4.Þjónustugjaldskrár 2023
2212003
Tillaga að þjónustugjaldskrá Sveitarfélagsins Voga 2023 lögð fram.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um þjónustugjaldskrá Sveitarfélagsins Voga 2023 og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.
5.Álagningareglur fasteignagjalda 2023
2212004
Tillaga að álagningarreglum fasteignagjalda fyrir árið 2023 lögð fram.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um álagningarreglur fasteignagjalda 2023 og vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.
6.Afsláttur elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignagjöldum - Tekjuviðmið 2023
2212005
Tillaga að tekjuviðmiðum vegna afsláttar á fasteignagjöldum til elli- og örorkulífeyrisþega á árinu 2023 lagt fram.
Bæjarráð samþykkir framlagða tillögu um tekjuviðmið vegna afsláttur elli- og örorkulífeyrisþega af fasteignagjöldum árið 2023 vísar henni til staðfestingar í bæjarstjórn.
7.Fjárhagsáætlun 2023 - 2026
2203046
Drög að fjárhagsáætlun Sveitarfélagsins Voga og stofnana fyrir árin 2023-2026 er lögð fram.
Bæjarráð vísar tillögu að fjárhagsáætlun 2023-2026 með áorðnum breytingum til síðari umræðu í bæjarstjórn.
8.Fablab - stafræn smiðja - sss- vogar - 2022
2212001
Lagt fram minnisblað frá Menntaneti Suðurnesja.
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins.
9.Endurnýjun kjarasamningsumboðs og samkomulag um launaupplýsingar
2211036
Lagt fram kynningarbréf og fylgigögn vegna endurnýjunar samningsumboðs og gagnaöflunar.
Bæjarráð samþykkir að veita Sambandi íslenskra sveitarfélaga fullnaðarumboð til kjarasamningsgerðar fyrir hönd Sveitarfélagsins Voga.
10.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2022
2203027
Viðauki nr. 7 við fjárhagsáætlun lagður fram. Viðaukinn felur í er gerður vegna samnings um úttekt á stjórnskipulagi Sveitarfélagsins Voga.
Bæjarráð samþykkir framlagðan viðauka og vísar honum til staðfestingar í bæjarstjórn.
11.Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2022
2201029
Til umsagnar 46. mál frá nefndasviði Alþingis Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um öruggt farsímasamband á þjóðvegum,
Lagt fram.
12.Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2022
2201029
Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis sendir til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, nr. 4/1995 (gjaldstofn fasteignaskatts), 63. mál.
Lagt fram.
13.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022
2201016
Lögð fram til kynningar fundargerð 915. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 25.11.2022.
Lagt fram.
14.Fundargerð Öldungaráðs Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga
2204022
Lögð fram til kynningar fundargerð 12. fundar Öldungaráð Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga frá 10.11.2022.
Lagt fram.
15.Fundargerð Fjölskyldu-og velferðaráðs
2208045
Lagðar fram til kynningar fundargerðir fjölskyldu- og velferðarráðs nr. 39 og 40.
Lagt fram.
16.Fundargerðir Brunavarna Suðurnesja 2022
2202016
Lögð fram til kynningar fundargerð 68. fundar Brunavarna Suðurnesja frá 17.11.2022
Lagt fram.
17.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2022
2202024
Lögð fram til kynningar fundargerð 783. fundar SSS frá 15.11.2022
Lagt fram.
18.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2022
2202004
Lögð fram til kynningar fundargerð 447. stjórnarfundar Hafnasambands Íslands 18.11.2022
Lagt fram.
19.Reykjanes jarðvangur fundargerðir 2022
2205032
Lagðar fram til kynningar fundargerðir 65. og 66. funda stjórnar RGP