Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

365. fundur 16. nóvember 2022 kl. 17:30 - 18:10 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Birgir Örn Ólafsson formaður
  • Björn Sæbjörnsson varaformaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Eðvarð Atli Bjarnason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Matvælaþing 2022

2211008

Lagt fram til kynningar boð á Matvælaþing 2022 sem haldið verður í Silfurbergi í Hörpu 22. nóvember 2022.

2.Ályktanir Hafnasambandsþings 2022 og ný stjórn HÍ

2211019

Lagðar fram til kynningar ályktanir Hafnasambandsþings sem haldið var 27.-28. október 2022 og upplýsingar um nýkjörna stjórn sambandsins.
Ályktun 43. hafnasambandsþings um öryggi og aðgengi að höfnum.
Ályktun 43. hafnasambandsþings um veiðarfæraúrgang

3.Fræðsla um hinsegin málefni fyrir kjörna fulltrúa og starfsfólk sveitarfélaga

2211021

Lagt fram erindi frá Innviðaráðuneytinu með boði um þátttöku kjörinna fulltrúa og starfsfólks sveitarfélaga á fræðslufundi um hinsegin málefni. Samtökin ´78 sjá um fræðsluna en markmiðið er auka þekkingu sveitarstjórnarfólks á réttindum og félagslegri stöðu hinsegin fólks.Fræðslan er opin öllum kjörnum sveitarstjórnarfulltrúum og starfsfólki sveitarfélaga.

4.Framkvæmdir 2022

2202014

Yfirlit yfir stöðu framkvæmda í nóvember 2022.
Bæjarstjóri fór yfir stöðu framkvæmda í sveitarfélaginu.

5.Barnavernd - breytt skipulag

2112001

Lögð fram drög að samningi um sameiginlegt umdæmisráð barnaverndar á Suðurnesjum og Árborg auk minnisblaðs sviðsstjóra fjölskyldusviðs Suðurnesjabæjar og áætlunar um rekstrarkostnað ráðsins.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög og felur bæjarstjóra að vinna að framgangi málsins og í framhaldinu undirrita samning fyrir hönd Sveitarfélagsins Voga með fyrirvara um staðfestingu bæjarstjórnar. Bæjarráð samþykkir jafnframt að Guðrún Björg Sigurðardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs Suðurnesjabæjar verði tilnefnd fyrir hönd Sveitarfélagsins Voga og Suðurnesjabæjar í valnefnd umdæmisráðs barnaverndar.

6.Fjárhagsáætlun 2023 - 2026

2203046

Bæjarstjóri fór yfir framvindu vinnu við undirbúning fjárhagsáætlunar 2023-2026.

7.Mánaðarleg rekstraryfirlit 2022

2206022

Yfirlit um tekjur í janúar-október, ásamt samanburði við áætlun
Lagt fram

8.Iðndalur 2, eignarhlutar

2210028

Kauptilboð Sveitarfélagsins í eignarhluta 00101-05, 0101-01 og 0101-02 í Iðndal 2, sem samþykkt hefur verið af seljanda. Kauptilboðið var gert með fyrirvara um samþykki bæjarstjórnar.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að staðfest verði kaup sveitarfélagsins, sbr. fyrirliggjandi kauptilboð. Með kaupunum er stigið mikilvægt skref í að bæta þjónustu við bæjarbúa og því mikilvæga verkefni að koma á fót þjónustu heilsugæslu í Vogum.
Bæjarráð samþykkir jafnframt að vísa fyrirliggjandi viðauka við fjárhagsáætlun 2022 til bæjarstjórnar og felur bæjarstjóra að undirbúa afgreiðslu lánasamnings vegna kaupanna sem jafnframt verður lagður fram til afgreiðslu bæjarstjórnar.

9.Styrkbeiðni

2211022

Beiðni um framlag til starfsemi Stígamóta árið 2023
Afgreiðsla bæjarráðs:
Erindinu er vísað til frekari skoðunar við gerð fjárhagsáætlunar.

10.Styrkbeiðni Velferðarsjóðs

2203071

Með vísan til fyrri beiðni Velferðarsjóðsins, sem er samstarfsverkefni Sóknarnefndar Kálfatjarnarsóknar, Kvenfélagsins Fjólu og Lionsklúbbsins Keilis, sem bæjarráð afgreiddi með jákvæðum hætti á 352. fundi ráðsins þann 6. apríl 2022, óskar sjóðurinn eftir styrk að fjárhæð 200 þúsund krónur.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Samþykkt samhljóða að veita sjóðnum umbeðin styrk.

11.Svæðisskipulag Suðurnesja - fundargerðir 2022

2205004

Lögð fram fundargerð 31. fundar Svæðisskipulags Suðurnesja sem haldinn var 06.10.2022

12.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2022

2202004

Lögð fram fundargerð 446. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands sem haldinn var 26.10.2022

13.Fundargerðir stjórnar Kölku-2022

2201031

Lagðar fram fundargerðir stjórnarfunda Kölku nr. 540 og 541, sem haldnir voru 25.10.2022 og 2.11.2022.

Fundi slitið - kl. 18:10.

Getum við bætt efni síðunnar?