Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

364. fundur 02. nóvember 2022 kl. 17:00 - 17:50 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Birgir Örn Ólafsson formaður
  • Björn Sæbjörnsson varaformaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Kristinn Björgvinsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Daníel Arason forstöðumaður stjórnsýslu
  • Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Gunnar Axel Axelsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Iðndalur 2 verslunarhúsnæði

2104220

Bæjarstjóri fer yfir stöðu málsins.
Afgreiðsla bæjarráðs: Í samræmi inntak gildandi innkaupastefnu sveitarfélagsins samþykkir bæjarráð að auglýsa eftir tilboðum í húsnæðið til leigu undir rekstur matvöruverslunar. Að skilgreindum auglýsingatíma loknum mun bæjarráð yfirfara tilboð og taka ákvörðun um gerð leigusamnings.

2.Fjárhagsáætlun 2023 - 2026

2203046

Yfirferð grunnforsendna og uppfærðrar launaáætlunar.
Bæjarstjóri fór yfir stöðu vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.

3.Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2022

2201029

231. mál, tillaga til þingsályktunar um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð styður þá viðleitni sem fram kemur í fyrirliggjandi tillögu um að ríkisstjórninni verði falið að láta gera úttekt á tryggingavernd og úrvinnslu tjóna í kjölfar náttúruhamfara og draga fram leiðir til úrbóta.

4.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 76

2209006F

Lagt fram
  • 4.1 2209010 Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur 2 Sjávarborg 2
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 76 Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.
  • 4.2 2209011 Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur 2 Sjávarborg 4
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 76 Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.
  • 4.3 2206034 Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur 2 - Hrafnaborg 5
    Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 76 Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.

5.Fundargerðir Brunavarna Suðurnesja 2022

2202016

Fundargerð 66. stjórnarfundar 10.09.2022
Fundargerð 67. stjórnarfundar 19.10.2022
Lagt fram

6.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022

2201016

Fundargerð 914. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 12.10.2022
Lagt fram

7.Fundargerðir HES 2022

2202012

Fundargerð 295. fundar HES lögð fram
Lagt fram

8.Fundargerðir Almannavarna Suðurnesja utan Grindavíkur

2203015

Fundur haldinn í Almannavarnarnefnd þriðjudaginn 5. ágúst 2022
Lagt fram

9.Fundargerðir Öldungaráðs Suðurnesja

2211003

3 fundargerðir lagðar fram vegna funda dags. 29.08.22, 26.09.22 og 17.10.2022
Lagt fram

Fundi slitið - kl. 17:50.

Getum við bætt efni síðunnar?