364. fundur
02. nóvember 2022 kl. 17:00 - 17:50 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
Birgir Örn Ólafssonformaður
Björn Sæbjörnssonvaraformaður
Andri Rúnar Sigurðssonaðalmaður
Kristinn Björgvinssonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Daníel Arasonforstöðumaður stjórnsýslu
Gunnar Axel Axelssonbæjarstjóri
Fundargerð ritaði:Gunnar Axel Axelssonbæjarstjóri
Dagskrá
1.Iðndalur 2 verslunarhúsnæði
2104220
Bæjarstjóri fer yfir stöðu málsins.
Afgreiðsla bæjarráðs: Í samræmi inntak gildandi innkaupastefnu sveitarfélagsins samþykkir bæjarráð að auglýsa eftir tilboðum í húsnæðið til leigu undir rekstur matvöruverslunar. Að skilgreindum auglýsingatíma loknum mun bæjarráð yfirfara tilboð og taka ákvörðun um gerð leigusamnings.
2.Fjárhagsáætlun 2023 - 2026
2203046
Yfirferð grunnforsendna og uppfærðrar launaáætlunar.
Bæjarstjóri fór yfir stöðu vinnu við gerð fjárhagsáætlunar.
3.Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2022
2201029
231. mál, tillaga til þingsályktunar um úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð styður þá viðleitni sem fram kemur í fyrirliggjandi tillögu um að ríkisstjórninni verði falið að láta gera úttekt á tryggingavernd og úrvinnslu tjóna í kjölfar náttúruhamfara og draga fram leiðir til úrbóta.
4.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 76
2209006F
Lagt fram
4.12209010Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur 2 Sjávarborg 2
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 76Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.
4.22209011Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur 2 Sjávarborg 4
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 76Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.
4.32206034Umsókn um byggingaráform og byggingarleyfi umfangsflokkur 2 - Hrafnaborg 5
Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 76Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.