200. fundur
18. nóvember 2015 kl. 06:30 - 08:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
Bergur Álfþórssonformaður
Ingþór Guðmundssonvaraformaður
Björn Sæbjörnssonaðalmaður
Jóngeir Hjörvar Hlinasonáheyrnarfulltrúi
Fundargerð ritaði:Ásgeir Eiríkssonbæjarstjóri
Dagskrá
Í upphafi fundar var leitað afbrigða og samþykkt að taka á dagskrá fundargerð stjórnar DS frá 19.10.2015, sem 15. mál. Samþykkt samhljóða.
1.Landshlutasamtök-Áskorun til ráðherra og alþingismanna
1511023
Sameiginleg áskorun landshlutasamtaka sveitarfélaga til ráðherra og alþingismanna
Sameiginleg áskorun landshlutasamtaka sveitarfélaga til ráðherra og alþingismanna, dags. 9. nóvember 2015. Landshlutasamtökin skora á ráðherra og alþingismenn að tryggja aukin framlög vegna þjónustu við fatlað fólk, samninga um sóknaráætlun, samgöngumál, almenningssamgöngur og ljósleiðaravæðingu. Með ályktuninni fylgir ítarefni. Lagt fram.
2.Jafnréttisáætlun sveitarfélaga.
1510028
Jafnréttisstofa veitir frest til að gera jafnréttisáætlun sveitarfélagsins
Lagður fram tölvupóstur Jafnréttisstofu dags. 9.11.2015, þar sem sveitarfélaginu er veittur frestur til 15. febrúar 2016 til þess að gera jafnréttisáætlun ásamt aðgerðaráætlun í samræmi við ákvðæi jafnréttislaga nr. 20/2008. Bæjarráð felur bæjarstjóra áframhaldandi úrvinnslu málsins.
3.Stúka á Vogabæjarvelli.
1511025
Forsvarsmenn stúkubyggingar á Vogabæjarvelli óska eftir að sveitarfélagið þiggi stúkuna að gjöf.
Lagt fram bréf Davíðs Harðarsonar, Ingvars Leifssonar og Guðmundar Kristins Sveinssonar, dags. 11.11.2015. Bréfritarar stóðu að byggingu áhorfendastúku við Vogabæjarvöll, sem hófst í október 2013 og lauk í ágúst 2015. Áhorfendastúkan er fullbúin og tekur hún 192 manns í stæði. Bréfritarar fara þess á leit við sveitarfélagið að það þiggi mannvirkið að gjöf og vonast jafnframt til að því verði vel haldið við. Bæjarráð færir bréfriturum þakkir fyrir höfðinglega gjöf.
4.Keppnis og æfingarsvæði Sveitarfélagsins Voga
1511021
Knattspyrnudeild UMFÞ óskar eftir viðræðum um umsjón með keppnis- og æfingasvæði sveitarfélagsins. Formaður UMFÞ mætir á fundinn.
Lagt fram bréf Knattspyrnudeildar Þróttar dags. 12.11.2015, þar sem óskað er eftir viðræðum um samstarf vegna umsjónar með keppnis- og æfingasvæði sveitarfélagsins. Gunnar Helgason, formaður UMFÞ, var gestur fundarins undir þessum lið. Björn Sæbjörnsson vekur athygli á að samkvæmt samstarfssamningum aðila skulu samskipti aðila fara fram í gegnum Frístunda- og menningarfulltrúa sveitarfélagsins. Bæjarráð felur bæjarstjóra að ganga til samninga við Knattspyrnudeild Þróttar um tiltekna verkþætti við umhirðu vallarins, og leggja drög að slíkum samningi til samþykktir á næsta fundi bæjarráðs.
5.Knattspyrnudeild Þróttar, Fjárhagsáætlun 2016
1511020
Knattspyrnudeild UMFÞ óskar eftir viðræðum vegna fjárhagsáætlunar 2016
Lagt fram bréf Knattspyrnudeildar Þróttar dags. 12.11.2015, beiðni um viðræður vegna fjárhagsáætlunar 2016. Gunnar Helgason, formaður UMÞF, var gestur fundarins undir þessum lið.
Björn Sæbjörnsson vekur athygli á að samkvæmt samstarfssamningum aðila skulu samskipti aðila fara fram í gegnum Frístunda- og menningarfulltrúa sveitarfélagsins.
Vísað til áframhaldandi úrvinnslu við gerð fjárhagsáætlunar 2016 - 2019.
6.Ungmennafélagið Þróttur, fjárhagsáætlun 2016
1511022
Ungmennafélagið Þróttur óskar eftir viðræðum um fjárhagsáætlun 2016
Lagt fram bréf Ungmennafélagsins Þróttar dags. 12.11.2015, beiðni um viðræður vegna fjárhagsáætlunar 2016. Gunnar Helgason, formaður UMFÞ, var gestur fundarins undir þessum lið.
Björn Sæbjörnsson vekur athygli á að samkvæmt samstarfssamningum aðila skulu samskipti aðila fara fram í gegnum Frístunda- og menningarfulltrúa sveitarfélagsins.
Vísað til áframhaldandi úrvinnslu við gerð fjárhagsáætlunar 2016 - 2019.
Fjárhagsáætlun sameiginlega rekinna stofnana, samþykkt af stjórn SSS
Lagt fram bréf framkvæmdastjóra SSS, dags. 2.11.2015, ásamt samþykktri fjárhagsáætlun sameiginlegra rekinna stofnana fyrir árið 2016. Bæjarráð samþykkir áætlunina fyrir sitt leyti.
8.Stuðningur við Snorraverkefnið 2016
1511011
Beiðni Sorraverkefnisins 2016 um fjárhagslegan stuðning
Lagt bram bréf Snorraverkefnisins, dags. 30.10.2015, beiðni um styrk. Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
9.Viðaukar við fjárhagsáætlun, 2016
1511013
Viðaukar lagðir fram til samþykktar vegna frávika frá samþykktri fjárhagsáætlun
Lagðir fram viðaukar við fjárhagsáætlun nr. 2015_4, 2015_5 og 2015_6. Bæjarráð samþykkir viðaukana.
10.Fjárhagsáætlun 2016 - 2019
1503022
Vinnufundur bæjarráðs (framhald) um tillögu að fjárhagsáætlun 2016 - 2019 fyrir síðari umræðu í bæjarstjórn
Vinnufundur bæjarráðs um tillögu að fjárhagsáætlun 2016 - 2019 til síðari umræðu.
11.Umsókn um leyfi til reksturs gististaðar.
1507012
Rent ehf. breytir umsókn sinni úr "heimagistin" í "gistiskáli". Óskað er umsagnar sveitarfélagsins.
Sýslumaðurinn í Keflavík sendir breytta umsókn Rent ehf. til umsagnar sveitarfélagsins. Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins og óskar frekari upplýsinga um málið.