Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

155. fundur 21. ágúst 2013 kl. 07:00 - 08:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Kristinn Björgvinsson formaður
  • Oddur Ragnar Þórðarson
  • Erla Lúðvíksdóttir
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá
Í upphafi fundar var leitað afbrigða og samþykkt að taka á dagskrá sem 5. mál, kaup á dráttarvél fyrir sveitarfélagið (1308011). Önnur mál færast aftar á dagskrána. Samþykkt samhljóða.

1.Kjör formanns og varaformanns bæjarráðs

1308010

Formaður bæjarráðs er kjörinn Kristinn Björgvinsson, varaformaður er kjörinn Oddur Ragnar Þórðarson. Samþykkt samhljóða.

2.Þjónusta við hælisleitendur

1307011

Lagt fram bréf Innanríkisráðuneytisins dags. 10. júlí 2013.
Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.

3.Endurskoðun samþykkta sveitarfélagsins Voga

1303038

Samþykktir sveitarfélagsins sem nýverið voru afgreiddar af bæjarstjórn hafa verið sendar Innanríkisráðuneytinu til staðfestingar. Á fundinum er lagt fram eintak samþykktanna yfirfarið af ráðuneytinu, með leiðréttingum og frekari áréttingum um einstaka efnisatriði. Vísað til úrvinnslu hjá starfshóp bæjarstjórnar um endurskoðun samþykkta og til endanlegrar afgreiðslu á næsta fundi bæjarstjórnar.

4.Lagning hitaveitu á Vatnsleysuströnd

1207008

Jakob Árnason, eigandi Auðna, kemur á fundinn kl. 07:30
Jakob Árnason, eigandi jarðarinnar Auðna á Vatnsleysuströnd mætti á fundinn. Á fundinum var farið yfir stöðu málsins, þá valkosti sem eru í stöðunni og koma m.a. fram í úttekt Verkfræðistofunnar Mannvits sem áður hefur hefur verið lögð fram.
Bæjarráð samþykkir að óska þessu næst eftir fundi með forsvarsmönnum HS Veitna um málið.
Samþykkt samhljóða.

5.70. fundur Fjölskyldu- og velferðarnefndar

1307019

Fyrir tekið 2. mál, uppfærlsa og breytingar sérstakra húsaleigubóta. Bæjarráð samþykkir tillögu nefndarinnar um að tekjumörk í reglum um sérstakar húsaleigubætur verði uppreiknuð m.v. vísitölu neysluvreðs sbr. tillögur verkefnisstjóra að fest verði í reglur að uppreikna beri viðmiðin í janúar á ári hverju. Bæajrráð samþykkir jafnframt að hámark samtölu almennra og sérstakra húsaleigubóta hækki úr kr. 50.000 í kr. 58. 483.
Samþykkt samhljóða.
Fundargerðin samþykkt samhljóða.

6.807. fundargerð stjórnar Sambands ísl. sveitarfélaga

1307004

Fundargerðin lögð fram.

7.86. fundur Þjónustuhóps aldraðra

1307001

Fundargerðin lögð fram.

8.Fundargerð stjórnar DS 4.7.2013

1307009

Fundargerðin lögð fram.

9.Fundargerð stjórnar DS 15.7.2013

1307020

Fundargerðin lögð fram.

10.Fundargerð stjórnar D.S. 22.07.2013

1307025

Fundargerðin lögð fram.

11.Fundur í stjórn Reykjanesfólksvangs 10. apríl 2013

1307003

Fundargerðin lögð fram.

12.Fundur í stjórn Reykjanesfólkvangs 12. júní 2013

1307006

Fundargerðin lögð fram.

13.438. fundur Stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja

1308007

Fundargerðin lögð fram.

14.660. fundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum

1307017

Fundargerðin lögð fram.

15.Kaup á dráttarvél fyrir sveitarfélagið

1308011

Bæjarráð telur mikilvægt að tryggja þjónustuöryggi sveitarfélgsins, ekki síst í vetrarþjónustu. Í ljósi þess að ekki lengur aðgengi að þeirri leiguvél sem fram til þessa hefur verið nýtt í vetrarþjónustunni felur bæjarráð bæjarstjóra að leita fjármögnunarleiða vegna kaupa á nýrri dráttarvél með fylgibúnaði samkvæmt framkomnu tilboði í slíka vél og búnað.
Samþykkt samhljóða.

Fundi slitið - kl. 08:30.

Getum við bætt efni síðunnar?