357. fundur
24. ágúst 2022 kl. 17:30 - 19:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
Birgir Örn Ólafssonformaður
Björn Sæbjörnssonvaraformaður
Andri Rúnar Sigurðssonaðalmaður
Kristinn Björgvinssonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:Ásgeir Eiríkssonbæjarstjóri
Dagskrá
1.Iðndalur 2 - samstarf um verslunarrekstur
2201007
Samtal við fulltrúa Nær ehf. um samstarf um verslunarrekstur í Vogum.
Þór Sigfússon forsvarsmaður Nær ehf. var gestur fundarins undir þessum lið. Á fundinum voru samstarfsfletir ræddir, um að Nær ehf. setji á stofn starfsemi mannlausrar hverfisverslunar, sem verði opin og aðgengileg allan sólarhringinn alla daga vikunnar.
Afgreiðsla bæjarráðs: Bæjarráð þakkar heimsóknina og kynninguna. Bæjarráð tekur jákvætt í hugmyndir um samstarf, og er fylgjandi því að það verði skoðað nánar. Bæjarstjóra er falin áframhaldandi úrvinnsla málsins í samstarfi við fulltrúa Nær ehf.
2.Ráðningarheimildir sveitarfélagsins 2022
2201024
Beiðni um heimild til að ráða í starf við ræstingar á Heilsuleikskólanum Suðurvöllum vegna starfsmanns sem hefur sagt upp störfum.
Beiðni um heimild til að ráða í starf við ræstingar á Heilsuleikskólanum Suðurvöllum vegna starfsmanns sem hefur sagt upp störfum. Fyrir fundinum liggur erindi leikskólastjóra, þar sem óskað er eftir heimild bæjarráðs til að ráða í starf við ræstingu, þar sem viðkomandi starfsmaður hefur sagt starfi sínu lausu.
Yfirlit um rekstur og samanburð við áætlun janúar - ágúst 2022
Afgreiðsla bæjarráðs:
Yfirlitið lagt fram.
5.Fjárhagsáætlun 2023 - 2026
2203046
Drög að vinnuáætlun fjárhagsáætlunar lögð fram til samþykktar.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir áætlunina
6.Skyggnisholt 16- umsókn um lóð
2204055
Framhald umfjöllunar um Skyggnisholt 16
Framhald umfjöllunar um Skyggnisholt 16 Minnisblað bæjarstjóra dags. 22.8.22 fylgir með málinu.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir að vísa málinu til Skipulagsnefndar.
7.Hot Stuff minnisvarði
2208024
Erindi Þorsteins Marteinssonar um minnisvarða um flugslys í Fagradalsfjalli í síðari heimsstyrjöldinni
Erindi Þorsteins Marteinssonar um minnisvarða um flugslys í Fagradalsfjalli í síðari heimsstyrjöldinni Tölvupóstur forsvarsmanna minnisvarða um flugslys í Fagradalsfjalla í síðari heimsstyrjöldinni dags. 13.7.2022 fylgir með fundargögnum, þar sem fjallað er m.a. um væntanleg hátíðahöld á næsta ári, aðgengi að minnisvarðanum o.fl.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram til kynningar. Málinu er vísað til frekari úrvinnslu hjá Frístunda- og menningarnefnd.
8.Tilnefning í úthlutunarnefnd Uppbyggingarsjóðs Suðurnesja
2207009
Tilnefning fulltrúa Sveitarfélagsins Voga í stjórn Uppbyggingarsjóðs. Frestun frá síðasta fundi.
Tilnefning fulltrúa Sveitarfélagsins Voga í stjórn Uppbyggingarsjóðs. Frestun frá síðasta fundi.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð tilnefnir Annas Jón Sigmundsson og Elísabetu Ástu Eyþórsdóttur sem aðalmenn. Sem varamenn eru tilnefnd Hilmar Egill Sveinbjörnsson og Jóna Kristbjörg Stefánsdóttir.
Samþykkt samhljóða.
9.Umsögn um staðsetningu ökutækjaleigu
2208008
Beiðni Samgöngustofu um umsögn við staðsetningu ökutækjaleigu.
Beiðni Samgöngustofu um umsögn við staðsetningu ökutækjaleigu.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð frestar afgreiðslu málsins, og felur bæjarstjóra að afla frekari upplýsinga.
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð þakkar heimsóknina og kynninguna. Bæjarráð tekur jákvætt í hugmyndir um samstarf, og er fylgjandi því að það verði skoðað nánar. Bæjarstjóra er falin áframhaldandi úrvinnsla málsins í samstarfi við fulltrúa Nær ehf.