Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

355. fundur 15. júní 2022 kl. 17:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Björn Sæbjörnsson varaformaður
  • Andri Rúnar Sigurðsson aðalmaður
  • Birgir Örn Ólafsson formaður
  • Kristinn Björgvinsson áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá
Í upphafi fundar var leitað afbrigða um að setja á dagskrá sem 19. mál fundargerð Skipulagsnefndar nr. 38, frá 14.6.2022.
Samþykkt samhljóða.

1.Aukið félagsstarf fullorðinna árið 2022 vegna COVID-19

2205005

Félags- og vinnumarkaðsráðherra hvetur sveitarfélög til að efla félagsstarf fullorðinna á árinu 2022, með það að markmiði að rjúfa félagslega einangrun sem orðið hefur vegna COVID-19.


Afgreiðsla bæjarráðs:

Erindið lagt fram. Vísað til Frístunda- og menningarnefndar til frekari umfjöllunar.

2.Brotthvarf úr framhaldsskólum - Skýrsla

2205009

Bréf frá Sambandi ísl. sveitarfélaga vegna skýrslu Velferðarvaktarinnar og bréf frá Velferðarvaktinni.

Afgreiðsla bæjarráðs:

Erindið lagt fram. Vísað til Fræðslunefndar til frekari umfjöllunar.

3.Ársskýrsla 2021 - Fjölsmiðjan á Suðurnesjum

2205042

Fjölsmiðja Suðurnesja - ársskýrsla 2021

Afgreiðsla bæjarráðs:

Skýrslan lögð fram.

4.Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022

2205016

Dagana 28.-30. september 2022 verður landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga haldið á Akureyri.
Öll sveitarfélög sem eiga aðild að sambandinu eiga rétt til að senda fulltrúa á landsþingið í samræmi við íbúafjölda í viðkomandi sveitarfélagi 1. janúar 2022, sbr. ákvæði 5. gr. samþykkta sambandsins. Í viðhengi má finna upplýsingar um fjölda landsþingsfulltrúa sveitarfélaga.


Afgreiðsla bæjarráðs:

Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna Landsþings 2022 lagt fram. Kjörbréf vegna fulltrúa Sveitarfélagsins Voga hefur verið samþykkt og sent Sambandinu.

5.Bréf reikningsskila- og upplýsinganefndar.

2205011

Bréf reikningsskila- og upplýsinganefndar vegna viðauka fyrir 1. júní nk. v/ 20. gr. reglugerðar nr. 1212/2015. Samantekin reikningsskil sveitarfélags miðað við hlutfallslega ábyrgð sveitarfélags, þ.e. sveitarfélag skal færa hlutdeild þess í einstökum liðum rekstrar og efnahags, óháð stærð eignarhluta.

Afgreiðsla bæjarráðs:

Erindið lagt fram. Samþykkt að óska eftir áætlunum frá framkvæmdastjórum Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja, Sorpeyðingarstöð Suðurnesja, Sambandi sveitarfélaga á Suðurnesjum og Brunavörnum Suðurnesja. A fengnum þessum áætlunum verða viðaukar lagðir fram til samþykktar.

6.Stuðningur vegna móttöku barna á flótta frá Úkraínu

2205017

Bréf mennta- og barnamálaráðherra til sveitarfélaga um stuðning vegna móttöku barna á flótta frá Úkraínu.

Afgreiðsla bæjarráðs:

Erindið lagt fram. Bæjarráð þakkar erindið, en sem stendur eiga engin börn á flótta athvarf í sveitarfélaginu.

7.Ráðning bæjarstjóra kjörtímabilið 2022-2026

2205041

Framlagning tilboða sem aflað hefur verið hjá ráðningarþjónustum vegna ráðningar nýs bæjarstjóra sveitarfélagsins.

Aflað hefur verið tilboða frá þremur ráðningarþjónustum, sem öll fylgja með fundarboði. Lægsta tilboðið kemur frá Hagvangi.


Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð samþykkir að ganga til samstarfs við Hagvang, sem átti lægsta tilboðið. Á fundinum er jafnframt lögð fram drög að auglýsingu um starfið, sem bæjarráð samþykkir. Bæjarstjóra er falin áframhaldandi úrvinnsla málsins.

8.Lántaka ársins 2022

2206001

Umfjöllun og ákvörðun bæjarráðs um lántökur sveitarfélagsins árið 2022.

Með fundarboði fylgir minnisblað bæjarstjóra, dags. 13.6.2022.

Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð samþykkir heimild til lántöku hjá Íslandsbanka að fjárhæð 150 m.kr., til 8 ára. Jafnframt heimilar bæjarráð fyrir sitt leyti endurfjármögnun eldra láns hjá Íslandsbanka nú að eftirstöðvum 74,5 m.kr. Samþykkt samhljóða.

9.Máðaðarleg rekstraryfirlit 2022

2206022

Yfirlit um rekstur og samanburður við áætlun mánuðina janúar - apríl 2022.

Lagður fram árshlutareikningur unninn af KPMG fyrir fyrsta ársþriðjung 2022. Ef frá eru taldir reiknaðir liðir (lífeyrisskuldbindingar, verðbætur) eru tekjur og gjöld á tímabilinu í góðu samræmi við samþykkta fjárhagsáætlun ársins.

Afgreiðsla bæjarráðs:

Árshlutareikningurinn lagður fram.

10.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2022

2203027

Lagðir fram viðaukar til samþykktar, vegna innri leiga og vegna endurskoðunar og endurreikninga á framlögum úr Jöfnunarsjóði Sveitarfélaga

Lagðir fram til samþykktar viðaukar við fjárhagsáætlun 2022, nr. 2 og nr. 3.
Í viðauka nr. 2 er leiðrétt vegna reiknaðra eigin nota á húsnæði sveitarfélagsins. Tekjulækkun er kr. 13.325.340 og kemur til lækkunar á rekstrarafgangi ársins sem þessari fjárhæð nemur. Lækkunin hefur ekki áhrif á handbært fé.
Í viðauka nr. 3 er leiðrétt vegna endurskoðunar framlaga úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga, en breyting hefur orðið á nokkrum framlagsflokkum bæði til hækkunar og lækkunar á framlögum. Nettó áhrif breytinganna er lækkun að fjárhæð kr. 3.975.323, sem kemur til lækkunar á rekstrarafgangi ársins sem og til lækkunar á handbæru fé.

Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð samþykkir viðaukana.

11.Kosning í nefndir og ráð

2205040

Tilnefning eins aðalmanns og eins varamanns í Öldungaráð Suðurnesjabæjar og Sveitarfélgsins Voga.

Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð samþykkir að tilnefna Jóngeir H. Hlinason sem aðalmann og Ingu Rut Hlöðversdóttur sem varamann í Öldungaráð Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga.

Samþykkt samhljóða.

12.Skyggnisholt 16- umsókn um lóð

2204055

Málið var áður til umfjöllunar á 354. fundi bæjarráðs. Bæjarstjóra var falið að eiga viðræður við umsækjendur m.a. um skipti á annarri atvinnulóð í sveitarfélaginu. Minnisblað bæjarstjóra um málið fylgir með fundargögnum.

Afgreiðsla bæjarráðs:

Farið yfir málið og það rætt. Bæjarstjóra falið að vinna áfram að útfærslu málsins, með það að markmiði að leggja fram samningsdrög á næsta fundi bæjarráðs til umfjöllunar og afgreiðslu.

13.Framkvæmdir 2022

2202014

Yfirlit um stöðu framkvæmda ársins.

Yfirlitið lagt fram.

Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð heimilar að ráðist verði í gerð nýrrar aðkomu að jarðvegstipp sveitarfélagsins, en núverandi aðkoma er innan athafnasvæðis verktaka á svæðinu. Kostnaður við framkvæmdina er áætlaður um 2 m.kr.

14.Hafnargata 101, uppbygging og þróun.

2104054

Málinu var vísað til bæjarráðs á 193. fundi.

Fyrir liggur úttekt fagaðila um ástand hússins.

Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð vísar málinu að nýju til Skipulagsnefndar, með beiðni um að nefndin geri tillögu að næstu skrefum í málinu, m.a. með vísan til ástandsskýrslunnar.

15.Uppgjör ljósleiðaravæðingar dreifbýlis

2206030

Drög að lokauppgjöri og frágangs vegna ljósleiðaravæðingar í dreifbýli sveitarfélagsins.

Með fundargögnum fylgir erindi Mílu hf., með tillögu að lokauppgjöri verkefnisins. Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að Míla eignist dreifikerfið og greiði fyrir það kr. 250.000 fyrir hvert staðfang, samtals 8.750 þús.kr. Til frádráttar kemur útlagður kostnaður Mílu við framkvæmd verksins, að fjárhæð 5.580 þús.kr. Í gögnum málsins kemur jafnframt fram að Míla hyggst vinna að ljósleiðaravæðingu þéttbýlisins að stærstum hluta í ár, og að verkefninu verði lokið árið 2023.

Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð samþykkir uppjörið og felur bæjarstjóra að ganga frá málinu.

16.Áskorun vegna fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði

2206023

Áskorun stjórnar Félags atvinnurekenda til sveitarfélaga

Afgreiðsla bæjarráðs:

Erindið er lagt fram. Erindinu er jafnframt vísað til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar 2023.

17.Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2022

2201029

595.mál frumvarp til laga um útlendinga (alþjóðleg vernd),
563.mál frumvarp ttil laga um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2022-2036.
592. mál þingsályktun um framkvæmdaáætlun i málefnum innflytjenda.
573. mál frumvarp til laga um skiplagslög (uppbygging innviða).
571. mál frumvarp til laga um sveitastjórnarlög (íbúakosningar á vegum sveitarfélaga).

Erindin lögð fram.

Vegna 573 máls, frumvarps til laga um skipulagslög (uppbygging innviða): Bæjarráð Sveitarfélgasins Voga bendir á að umsagnarfrestur málsins var stuttur auk þess sem umsagnarbeiðnin kom fram á svipuðum tíma og sveitarstjórnarkosningar fóru fram. Bæjarráð áskilur sér því rétt að skila inn umsögn síðar, og felur Skipulagsnefnd sveitarfélgsins að taka málið til efnislegrar umfjöllunar.

18.Áform um breytingu á kosningalögum

2205048

Dómsmálaráðuneytið hefur birt á samráðsgátt stjórnvalda áform um breytingu á kosningalögum

Afgreiðsla bæjarráðs:

Lagt fram.

19.Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 38

2205003F

Fundargerð 38. fundar Skipulagsnefndar er lögð fram á 355 fundi bæjarráðs, eins og einstök erindi bera með sér.

Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð staðfestir afgreiðslu Skipulagsnefndar á einstökum erindum fundargerðarinnar.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 38 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin þakkar fyrir athugasemdir sem bárust á kynningartíma. Nefndin fór yfir athugsemdir og var tekið tillit til þeirra eins og ástæða þykir til við lokavinnslu tillögu að deiliskipulagi. Nefndin samþykkir tillögu að deiliskipulagi og leggur til við að bæjarstjórn/bæjarráð samþykki að auglýsa tillöguna skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 38 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin bendir umsækjanda á að deiliskipulagsgerð er í vinnslu og getur umsækjandi sótt um byggingarleyfi þegar deiliskipulagið hefur öðlast gildi.


  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 38 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Umsóknin samræmist aðalskipulagi en deiliskipulag liggur ekki fyrir og er í samræmi við landnotkun, byggðamynstur og þéttleika byggðar. Samþykkt er að grenndarkynna erindið í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 áður en umsókn um byggingarleyfi er afgreidd. Erindið skal kynna aðliggjandi lóðum, Fagradal 6, 7, 9 og 10, Miðdal 5, 7 og 9.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 38 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Umsögn Landsnets lögð fram, sviðsstjóra umhverfis- og skipulagssviðs falið að vinna áfram að málinu.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 38 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin leggur til við bæjarráð að erindinu verði hafnað og sveitarfélagið sjái sjálft um að deiliskipuleggja svæðið.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 38 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin samþykkir skipulagslýsingu deiliskipulags og aðalskipulagsbreytingar Kirkjuholts. Nefndin leggur til við bæjarstjórn/bæjarráð að samþykkja kynningu skipulagslýsingar skv. 1. mgr. 30 gr. og 1. mgr. 40 gr. skipulagslaga 123/2010.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 38 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin þakkar fyrir erindið en varðandi Iðndal 23 vegna nálægðar við íbúðarhverfi þá telur nefndin nauðsynlegt að fylgt sé skipulagi og ekki byggt meira en skipulag gerir ráð fyrir. Varðandi Hafnargötu 4 þá hefur sveitarfélagið orðið við óskum lóðarhafa um að breytta landnotkun í endurskoðun aðalskipulags. Með þeirri breytingu hefur lóðarhafi möguleika á fjölbreyttari starfsemi líkt og umsækjandi nefnir.
  • Skipulagsnefnd Sveitarfélagsins Voga - 38 Afgreiðsla skipulagsnefndar: Nefndin gerir ekki athugasemdir við Aðalskipulag Reykjanesbæjar 2020-2035.

20.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 72

2203005F

Fundadrgerð 72. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa er lögð fram á 355 fundi bæjarráðs.

Afgreiðsla bæjarráðs:

Fundargerðin lögð fram.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 72 Afgreiðsla: Byggingaráformin eru samþykkt. Umsóknin samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð nr. 112/2012. Útgáfa byggingarleyfis er háð skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar. Áskilin er öryggis- og lokaúttekt byggingarfulltrúa, skv. ákvæðum 3.8. og 3.9. kafla byggingarreglugerðar.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 72 Afgreiðsla: Niðurrif er samþykkt. Áskilið er að byggingarefni verði fjarlægt og komið á viðurkenndan móttökustað til förgunar eftir því sem við á.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 72 Afgreiðsla: Aðaluppdrættir eru samþykktir. Samræmist aðal- og deiliskipulagi, mannvirkjalögum nr. 160/2010 og byggingarreglugerð 112/2012.
  • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 72 Afgreiðsla: Stöðuleyfi er samþykkt til 1. október 2022 á meðan framkvæmdum stendur.

21.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2022

2201016

909. fundur stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga, 27.04.2022
Afgreiðsla bæjarrjáðs:

Fundargerðin lögð fram.

22.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2022

2202024

778. og 779. stjórnarfundir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum
Afgreiðsla bæjarrjáðs:

Fundargerðirnar lagðar fram.

23.Svæðisskipulag Suðurnesja - fundargerðir 2022

2205004

Fundargerðir svæðisskipulags Suðurnesja: 27.,28.,29. og 30 fundur
Afgreiðsla bæjarrjáðs:

Fundargerðirnar lagðar fram.

24.Fundargerðir Brunavarna Suðurnesja 2022

2202016

64. fundur Brunavarna Suðurnesja 06.05.2022
Afgreiðsla bæjarrjáðs:

Fundargerðin lögð fram.

25.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2022

2202024

Vorfundur Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum sem fram fór
29.04.2022
Afgreiðsla bæjarrjáðs:

Fundargerðin lögð fram.

26.Fundargerðir stjórnar Kölku-2022

2201031

535. stjórnarfundur Kölku
Afgreiðsla bæjarrjáðs:

Fundargerðin lögð fram.

27.Fundargerðir HES 2022

2202012

293. fundur Heilbrigðisnefndar Suðurnesja 12.05.2022
Afgreiðsla bæjarrjáðs:

Fundargerðin lögð fram.

28.Fundir Reykjanes jarðvangs ses. 2021

2104140

59.,60.,61. og 62. stjórnarfundur Reykjanes jarðvangs
Afgreiðsla bæjarrjáðs:

Fundargerðirnar lagðar fram.

29.Reykjanes jarðvangur fundargerðir 2022

2205032

63. og 64. stjórnarfundur Reykjanes jarðvangs 2022
Afgreiðsla bæjarrjáðs:

Fundargerðirnar lagðar fram.

30.Fundargerðir Almannavarna Suðurnesja utan Grindavíkur

2203015

Fundur haldinn í Almannavarnarnefnd þriðjudaginn 24. maí 2022
Afgreiðsla bæjarrjáðs:

Fundargerðin lögð fram.

31.Fundargerðir fjölskyldu og velferðarráðs 2022

2204008

Fundargerð 37. fundar
Fjölskyldu- og velferðarráð
19. maí 2022.
Afgreiðsla bæjarrjáðs:

Fundargerðin lögð fram.

32.Fundargerðir Þekkingarseturs Suðurnesja 2022

2204050

43. fundur stjórnar Þekkingarseturs Suðurnesja
Fundargerð
Fundur haldinn fimmtudaginn 19. maí 2022
Afgreiðsla bæjarrjáðs:

Fundargerðin lögð fram.

33.10. ársfundur Þekkingarseturs Suðurnesja

2205043

Fundargerð 10. ársfundar Þekkingarseturs Suðurnesja
19. maí 2022
Afgreiðsla bæjarrjáðs:

Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið.

Getum við bætt efni síðunnar?