Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

353. fundur 20. apríl 2022 kl. 06:30 - 08:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Daníel Arason, forstöðumaður stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Daníel Arason forstöðumaður stjórnsýslu
Dagskrá

1.Sveitarfélagið Vogar - Ársreikningur 2021

2204016

Umfjöllun og afgreiðsla bæjarráðs á ársreikningi Sveitarfélagsins fyrir árið 2020.
Lilja Dögg Karlsdóttir löggiltur endurskoðandi KPMG er gestur fundarins undir þessum lið.
Samþykkt
Lilja Dögg Karlsdóttir löggiltur endurskoðandi KPMG fór yfir helstu niðurstöður sem fram koma í ársreikningi sveitarfélagsins fyrir árið 2021. Rekstrarniðurstaða A og B hluta var neikvæð um 231,9 m.kr., og rekstrarniðurstaða A hluta var neikvæð um 239,7 m.kr. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok 2021 nam 615,3 m.kr. samkvæmt efnahagsreikning fyrir A og B hluta, en eigið fé A hluta var 396,9 millj.kr.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð vísar ársreikningnum til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

2.Frumvarp til laga um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2

2202031

Umsögn bæjarstjórnar Reykjanesbæjar 05.04.2022 ásamt bókun í gjörðabók Húnavatnshrepps 24.03.2022.
Lagt fram
Lagt fram.

3.Styrkbeiðni vegna skaðaminnkunarverkefnisins Frú Ragnheiður - Suðurnesjadeild Rauða krossins

2204015

Suðurnesjadeild Rauða krossins óskar eftir styrkveitingu vegna skaðaminnkunarverkefnisins Frú Ragnheiður.
Lagt fram
Bæjarráð vísar erindinu til gerð fjárhagsáætlunar.

4.Styrkbeiðni frá Kvennakór Suðurnesja

2204018

Styrktarbeiðni frá Kvennakór Suðurnesja
Lagt fram
Bæjarráð vísar erindinu til bæjarstjóra til úrvinnslu.

5.Breytingar á lagaákvæðum vegna tilfærslu fasteignaskrárf

2204003

Innviðaráðuneytið birtir til umsagnar drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum vegna tilfærslu fasteignaskrár frá Þjóðskrá Íslands til Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar.
Lagt fram
Lagt fram.

6.Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2022

2201029

590. mál frá nefndasviði Alþingis, frumvarp til laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum (vinnutími starfsmanna sem veita notendastýrða persónulega aðstoð).
Lagt fram
Lagt fram.

7.Breytingar á reglugerð um leigubifreiðar 3972003

2204014

Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um leigubifreiðar nr. 397/2003.
Lagt fram
Lagt fram.

8.Fundargerðir Brunavarna Suðurnesja 2022

2202016

63. stjórnarfundur Brunavarna Suðurnesja
Lagt fram
Fundargerðin lögð fram.

9.Fundargerðir fjölskyldu og velferðarráðs

2204008

Fundargerð 36. fundar fjölskyldu- og velferðarráðs 24.03.2022.
Lagt fram
Fundargerðin lögð fram.

10.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2022

2202004

Fundargerð 443. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.
Lagt fram
Fundargerðin lögð fram.

11.Framkvæmdir 2022

2202014

Yfirlit um stöðu framkvæmda.
Lagt fram
Yfirlit um stöðu framkvæmda dags. 13.04.2022, lagt fram.

12.Malbikun Keilisholts

2203049

Tilboð í malbikun á Keilisholti kynnt.
Lagt fram
Tvö tilboð bárust í verkið Malbikun Keilisholts.
Bæjarráð samþykkir að fresta ákvörðun til næsta bæjarstjórnarfundar.

Fundi slitið - kl. 08:00.

Getum við bætt efni síðunnar?