Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

346. fundur 22. desember 2021 kl. 06:30 - 07:45 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Barnavernd - breytt skipulag

2112001

Erindi Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 30.11.2021, um breytt skipulag barnaverndar.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Erindið lagt fram.

2.Persónuvernd Ársskýrsla 2020

2112010

Erindi Persónuverndar dags. 16.12.2021, ársskýrsla 2020.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Erindið lagt fram.

3.Fyrispurn varðandi kaup á húsnæði

2112004

Erindi Einars Vals Árnasonar, dags. 10.12.2021, fyrirspurn um kaup á gamla viktarskúr sveitarfélagsins.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð þakkar fyrirspurnina og fagnar hugmyndinni um þá starfsemi sem fyrirhugað er að setja á laggirnar. Bæjarráð hyggst hins vegar ekki selja umrætt húsnæði að svo komnu máli.

4.Iðndalur 12 - umsókn um lóð

2112011

Hilmar Þór Ólafsson sækir um lóðina Iðndal 2, f.h. M2 Gólflagna ehf. og Stapa ehf. Staðfesting banka um fjármögnun liggur fyrir.
Samþykkt
Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð samþykkir umsóknina.

5.Styrkbeiðni - íþróttafélagið NES

2112002

Íþróttafélagið Nes óskar eftir fjárhagsstuðningi við starfsemina.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð vísar málinu til úrvinnslu hjá íþrótta- og tómstundafulltrúa.

6.Trúnaðarmál - desember 2021

2112013

Liðurinn er án gagna.
Afgreiðsla bæjarráðs:

Niðurstaða málsins er færð í trúnaðarmálabók.

7.Fjárhagsstuðningur til stjórnmálasamtaka

2112014

Ákvörðun um fjárhagslegan stuðning við framboð sem eiga kjörna fulltrúa í bæjarstjórn.
Samþykkt
Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð samþykkir að veita kr. 200.000 til fjárhagslegs stuðnings stjórnmálasamtaka sem eiga kjörna fulltrúa í bæjarstjórn. Framlagið skiptist í samræmi við atkvæðamagn framboðanna í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Bæjarráð samþykkir jafnframt viðauka vegna viðbótarfjárveitingarinnar.

8.Breytingar á úrgangsmeðhöndlun - tilnefning í starfshóp

2112015

Erindi framkvæmdastjóra SSS dags. 17.12.2021, beiðni um tilnefningu í starfshóp.
Samþykkt
Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð tilnefnir Ingþór Guðmundsson sem fulltrúa Sveitarfélagsins Voga í starfshópnum.

9.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2021

2104143

Fundargerð 903. og 904. funda stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Fundargerðirnar lagar fram.

10.Fundargerðir Almannavarna Suðurnesja utan Grindavíkur

2104175

Fundargerð Almannavarna Suðurnesja utan Grindavíkur dags. 22.11.2021
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Fundargerðin lögð fram.

11.Fundargerðir HES 2021

2104166

Fundargerðir 290. og 291. fundar stjórnar Heilbrigðiseftirlits Suðurnesja
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Fundargerðirnar lagðar fram.

12.Fundargerðir Fjölskyldu- og velferðaráðs 2021

2104238

Fundargerð 35. fundar Fjölskyldu- og velferðarráðs
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Fundargerðin lögð fram.

13.Fundargerðir Brunavarna Suðurnesja 2021

2104174

Fundargerð 61. fundar stjórnar Brunavarna Suðurnesja
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Fundargerðin lögð fram.

14.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2021

2104136

Fundargerð 440. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands, ásamt fylgigögnum.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Fundargerðin lögð fram.

15.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2021

2104130

Fundargerð 774. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Fundargerðin lögð fram.

16.Fundargerðir Kölku 2021

2104185

Fundargerð 531. fundar stjórnar Kölku
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 07:45.

Getum við bætt efni síðunnar?