340. fundur
06. október 2021 kl. 06:30 - 07:40 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
Ingþór Guðmundssonvaraformaður
Áshildur Linnet1. varamaður
Björn Sæbjörnssonaðalmaður
Jóngeir Hjörvar Hlinasonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:Ásgeir Eiríkssonbæjarstjóri
Dagskrá
Ingþór Guðmundsson, varaformaður, stýrir fundi.
1.Landsnet- Kæra vegna Suðurnesjalínu 2
2104247
Niðurstaða Úrskurðarnefndar Umhverfis- og auðlindamála í kærumáli Landsnets hf. vegna synjunar sveitarfélagsins á umsókn fyrirtækisins um lagningu Suðurnesjalínu 2
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 4. október 2021, í máli nr. 53/2021, sem lýtur að kæru Landsnets á þeirri ákvörðun bæjarstjórnar Sveitarfélagsins Voga, frá 24. mars 2021, um að hafna umsókn Landsnets um framkvæmdaleyfi fyrir 220kV Suðurnesjalínu 2 sem loftlínu. Með úrskurðinum var ákvörðun sveitarstjórnar, um synjun framkvæmdaleyfis fyrir loftlínu, felld úr gildi.
Taka þarf forsendur niðurstöðu úrskurðarins til skoðunar en ljóst er að fjalla þarf um umsókn Landsnets hf. að nýju m.t.t. þeirra athugasemda og sjónarmiða sem fram koma í úrskurðinum. Þá þarf að líta til athugasemda og sjónarmiða sem fram koma í öðrum úrskurðum sem kveðnir voru upp vegna sömu framkvæmdar þar sem m.a. eru gerðar athugasemdir við álit Skipulagsstofnunar um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Lagt er til að málinu verði vísað til meðferðar skipulagsnefndar.
Vegna málsins ítrekar bæjarráð fyrri afstöðu um mikilvægi þess að tryggja afhendingaröryggi raforku til Suðurnesja enda um brýnt hagsmunamál að ræða. Áhyggjuefni sé að ekki hafi verið tekið tillit til sjónarmiða sveitarfélagsins sem í góðri trú, m.a. með hliðsjón af vilja íbúa, hefur lagt áherslu á að Suðurnesjalína 2 verði lögð í jörð.
2.Stofnframlög ríkisins - opnað fyrir umsóknir.
2110014
Erindi Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar dags. 4.10.2021, um að opnað hefur verið fyrir umsóknir um stofnframlög ríkisins í seinni úthlutun ársins.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Erindið lagt fram.
3.Umsókn um afnot af íþróttamiðstöð - Kótilettukvöld 2021
2109028
Erindi Björgunarsveitarinnar Skyggnis, beiðni um afnot af íþróttamiðstöðinni vegna kótilettukvölds Skyggnis og Þróttar
Samþykkt
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir beiðnina.
4.Opnunartími leikskólans - fyrirspurn
2108064
Erindi frá Agnieszku Ewu Ziólkowsku þar sem hún óskar eftir upplýsingum varðandi þá ákvörðun að breyta opnunartíma leikskóla. Einnig óskar hún eftir því að sú ákvörðun verði tekin til endurskoðunar.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Erindið lagt fram. Ákvörðun bæjarstjórnar um breyttan opnunartíma byggir á faglegu áliti stjórnenda leikskólans.
5.Opnunartími leikskóla - framhaldsmál
2110001
Lagt fram bréf frá tíu kennurum við Heilsuleikskólann Suðurvelli þar sem lýst er yfir ánægju með ákvörðun um að stytta opnunartíma leikskólans.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarstjórnar:
Erindið lagt fram.
6.Mánaðarleg rekstraryfirlit 2021
2104142
Yfirlit um rekstur, tekjuyfirlit september 2021
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Yfirlitið lagt fram.
7.Fyrirspurn vegna Vogaferða og sölu á flotbryggju
2107034
Erindi Jóhanns Páls Símonarsonar dags. 24.9.2021, ítrekun um efnislegt svar frá 22. júlí 2021.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Erindinu hefur þegar verið svarað.
8.Gagnaveitan - samningur um aðstöðu og búnað - ljósleiðaravæðing þéttbýlis
2110006
Erindi Gagnaveitu Reykjavíkur dags. 4.10.2021, um áform um ljósleiðaravæðingu þéttbýlis í Vogum.
Frestað
Afgreiðsla bæjarráðs:
Erindið lagt fram. Afgreiðslu málsins frestað.
9.Framkvæmdir 2021
2104116
Yfirlit um stöðu framkvæmda 4.10.2021
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Yfirlitin lögð fram.
10.Heiðarland Vogajarða - óskipt sameign
2105028
Umfjöllun bæjarráðs um málefni Heiðarlands Vogajarða, áður á dagskrá 333. fundi bæjarstjórnar.
Samþykkt
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarstjórn og bæjarráð Sveitarfélagsins Voga hafa haft til umfjöllunar málefni Heiðarlands Vogajarða, sem er í sameiginlegri eigu sveitarfélagsins og nokkurra annarra aðila, vegna úthlutunar lóða, gerðar vatnsbóls o.fl. framkvæmda. Erfitt hefur verið að ná samstöðu um hin ýmsu mál við sameigendur sveitarfélagsins. Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra, í samvinnu við lögmann sveitarfélagsins, að óska eftir viðræðum, samstarfi og samvinnu við meðeigendur sveitarfélagsins að landinu um að landinu verði skipt upp í hlutfalli við eignarhlutdeild aðila í landinu.
11.Leiðbeiningar að samþykkt um stjórn sveitarfélaga
2110012
Erindi Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins dags. 4.1.0.2021, vegna nýrra leiðbeininga og fyrirmyndar að samþykkt um stjórn sveitarfélaga.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Erindið lagt fram.
12.Fjárhagsáætlun 2022-2026
2106039
Umfjöllun bæjarráðs um gerð fjárhagsáætlunar
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Lagt fram.
13.Líffræðileg fjölbreytni í borgum og bæjum
2109027
Erindi Landgræðslunnar dags. 24.9.2021 um líffræðilega fjölbreytni í borgum og bæjum