Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

338. fundur 22. september 2021 kl. 06:30 - 07:50 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Ingþór Guðmundsson varaformaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Fjármálaráðstefna 2021

2109019

Kynning á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga sem haldin verður fimmtudaginn 7. október og föstudaginn 8. október næstkomandi.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Lagt fram.

2.Ársfundur Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2021

2109020

Kynning á ársfundi Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga sem haldinn verður miðvikudaginn 6. október næstkomandi.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Lagt fram. Bæjarstjóri mun sækja fundinn fyrir hönd sveitarfélagsins.

3.Jafnréttismál sveitarfélaga-Landsfundur 2021

2109023

Kynning á landsfundi um jafnréttismál sveitarfélaga sem haldinn verður 14. október 2021. Að fundinum standa Jafnréttisstofa og Samband íslenskra sveitarfélaga.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Lagt fram.

4.Barnvænt Sveitarfélag

2104039

Minnisblað íþrótta og tómstundafulltrúa dagsett 16.09.21.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Erindinu vísað til frekari umfjöllunar við gerð fjárhagsáætlunar.

Fulltrúi D-listans leggur fram eftirfarandi bókun:

Núna eru líklega rúmlega 2 ár frá því að þáverandi tómstundafulltrúi kynnti þetta verkefni af miklum móð í nefndum og ráðum bæjarins. Við höfum allatíð verið mjög efins um að sveitarfélagið eigi að vera að fara út í þetta verkefni og eins og staðan er núna er verkefnið en á byrjunarreit.
Ég held að nær væri að reyna að sinna þeim verkefnum sem sveitarfélagið er þegar í af myndarskap og standa undir því að vera heilsueflandi sveitarfélag. Leikskólin okkar er heilsueflandi leikskóli ég myndi vilja sjá grunnskólan vera það líka. Grunnskólin er undir grænfána og ég myndi vilja sjá leikskólan undir honum líka. Það sem ég vill segja sinnum þeim verkefnum sem við erum í vel, áður en við förum að ráðast í ný verkefni með auknum tilkostnaði og takmörkuðum mannafla.

5.Félagsmiðstöð-ósk um aukið starfshlutfall

2109021

Íþrótta- og tómstundafulltrúi óskar eftir auknu stöðuhlutfalli í félagsmiðstöð vegna styttingar vinnuvikunnar.
Samþykkt
Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð samþykkir erindið og heimilar umbeðna aukningu starfshlutfalls, enda beiðnin í samræmi við umsamda styttingu vinnuvikunnar samkvæmt gildandi kjarasamningumm.

6.Ráðningarheimildir sveitarfélagsins 2021

2108011

Skólastjóri Heilsuleikskólans Suðurvalla óskar eftir heimild til að ráða í eitt stöðugildi frá og með 1. janúar 2022.
Skólastjóri Stóru-Vogaskóla óskar eftir heimild til að ráða í tímabundnar afleysingar.
Samþykkt
Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð samþykkir umbeðin erindi.

7.Mánaðarleg rekstraryfirlit 2021

2104142

Rekstraryfirlit janúar - ágúst
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Yfirlitið lagt fram.

8.Framkvæmdir 2021

2104116

Staða framkvæmda 20.09.2021
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Yfirlitið lagt fram.

9.Fyrirspurn vegna Vogaferða og sölu á flotbryggju

2107034

Fyrirspurn vegna Vogasjóferða og sölu á flotbryggju
Lagt fram
Minnisblað bæjarstjóra dags. 21.9.2021 lagt fram.

Afgreiðsla bæjarráðs:

Minnisblaðið lagt fram. Bæjarstjóra er falið að svara bréfritara með vísan til þess sem kemur fram í minnisblaðinu.

10.Svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs 2021-2032

2109024

Fyrir liggur tillaga að nýrri svæðisáætlun um meðhöndlun úrgangs og tekur hún til starfssvæðis fjögurra sorpsamlaga og 32 sveitarfélaga á suðvesturhluta landsins. Óskað er eftir athugasemdum við áætlunina.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við svæðisáætlunina.

11.Fundargerðir Kölku 2021

2104185

Fundargerð 528. fundar stjórnar Kölku.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Fundargerðin lögð fram.

12.Fundargerðir Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum 2021

2104130

Fundargerð 771. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 07:50.

Getum við bætt efni síðunnar?