Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga

333. fundur 23. júní 2021 kl. 17:30 - 20:15 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
  • Bergur Álfþórsson formaður
  • Áshildur Linnet 1. varamaður
  • Björn Sæbjörnsson aðalmaður
  • Jóngeir Hjörvar Hlinason áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Ásgeir Eiríksson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Breyting á jarðarlögum

2106001

Atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið sendir sveitarstjórn Umburðarbréf vegna breytinga á jarðarlögum nr. 81/2004, dags. 28.5.2021
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Lagt fram.

2.Nýtt vatnsból sveitarfélagsins

2104006

Niðurstaða Úrskurðarnefndar auðlinda- og umhverfismála, kæra vegna matsskyldu nýs vatnsbóls
Lagt fram
Þrír eigenda Heiðarlands Vogajarða kærðu ákvörðun Skipulagsstofnunar um að nýtt vatnsból fyrir þéttbýlið Voga á Vatnsleysuströnd skuli ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Niðurstaða nefndarinnar er að hafna kröfu kærenda.

Afgreiðsla bæjarráðs:

Niðurstaðan lögð fram.

3.Úttekt á rekstri og fjármálum

2105016

Niðurstöður og tillögur úttektar á rekstri og fjármálum sveitarfélagsins.
Lagt fram
Gestir fundarins undir þessum lið eru Róbert Ragnarsson og Gunnar Úlfarsson frá RR Ráðgjöf.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Afgreiðsla málsins er skráð í trúnaðarmálabók.

4.Mánaðarleg rekstraryfirlit 2021

2104142

Rekstraryfirlit janúar - maí 2021
Lagt fram
Á fundinum var farið yfir rekstur fyrstu fimm mánaða ársins, og m.a. fjallað um þau frávik sem eru frá áætlun.

Afgreiðsla bæjarráðs:
Yfirlitin lögð fram.

5.Viðaukar við fjárhagsáætlun 2021

2104118

Viðaukar við fjárhagsáætlun 2021 lagðir fram til afgreiðslu.
Lagt fram
Eftirfarandi viðaukar eru lagðir fram til samþykktar:

Viðauki 2/2021: Leiðrétting á ofáætluðum tekjum leikskólans, lækkun tekna er kr. 3.480.994. Kemur til lækkunar á handbæru fé.

Viðauki 3/2021: Kaup sveitarfélagsins á verslunarhúsnæði í Iðndal 2, kaupverðið ásamt kostnaði er kr. 24.798.800. Kemur til lækkunar á handbæru fé.

Viðauki 4/2021: Jöfnunarsjóður sveitarfélaga hefur endurskoðað áætlun sína um úthlutun Útgjaldajöfnunarframlaga um kr. 2.698.819 og Almenns jöfnunarframlags (grunnskólaframlags) um kr. 4.471.378. Heildarlækkun framlaga Jöfnunarsjóðs er kr. 7.170.197, sem kemur til lækkunar á handbæru fé.

Afgreiðsla bæjarráðs:

Viðaukar 2,3 og 4 / 2021 samþykktir.

6.Framkvæmdir 2021

2104116

Yfirlit um stöðu framkvæmda 21.6.2021
Lagt fram
Yfirferð á stöðu framkvæmda hjá sveitarfélaginu.

Afgreiðsla bæjarráðs:

Yfirlitið lagt fram.

7.Heiðarland Vogajarða - óskipt sameign

2105028

Umfjöllun um óskipt Heiðarland Vogajarða
Lagt fram
Bæjarstjórn samþykkti á 181. fundi að óska eftir áliti lögmanns sveitarfélagsins á möguleikum þess að slíta sameign hins óskipta Heiðarlands Vogajarða. Á fundi bæjarráðs nú eru kynnt drög að minnnisblaði (vinnuskjal) lögmanns sveitarfélagsins um málið.

Afgreiðsla bæjarráðs:

Lagt fram. Málið verður áfram til úrvinnslu á vettvangi bæjarráðs/bæjarstjórnar.

8.Trúnaðarmál

2104023

Afgreiðsla málsins er skráð í trúnaðarmálabók
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Fært í trúnaðarmálabók.

9.Styrktarbeiðni Kvennakór Suðurnesja 2021

2106019

Kvennakór Suðurnesja óskar eftir stuðningi sveitarfélagsins við starfsemina
Samþykkt
Afgreiðsla bæjarráðs:

Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 15.000

10.Forvarnir-börn og ungmenni-aðgerðaráætlun

2106016

Erindi Forsætisráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna þingsályktunar um forvarnir meðal barna og ungmenna gegn kynferðislegu og kynbundnu ofbeldi og áreitni, dags. 28.5.2021.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Erindið er lagt fram.

11.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2021

2104143

Fundargerð 899. fundar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Fundargerðin lögð fram.

12.Landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga-2021

2104135

Fundargerð XXXVI. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Fundargerðin lögð fram.

13.Fundargerðir Öldungarráðs Suðurnesjabæjar og Sveitarfélagsins Voga 2021

2105008

Fundargerð 9. fundar Öldungaráðs Suðurnesjabæjar og Voga
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Fundargerðin lögð fram.

14.Fundargerðir Heklunnar, Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja 2021

2104131

Fundargerð 85. fundar stjórnar Heklunnar
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:

Fundargerðin lögð fram.

Fundi slitið - kl. 20:15.

Getum við bætt efni síðunnar?