327. fundur
17. mars 2021 kl. 06:30 - 08:00 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
Bergur Álfþórssonformaður
Ingþór Guðmundssonvaraformaður
Björn Sæbjörnssonaðalmaður
Jóngeir Hjörvar Hlinasonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:Ásgeir Eiríkssonbæjarstjóri
Dagskrá
Í upphafi fundar var leitað afbrigða og samþykkt að taka á dagskrá sem 8. mál: 2102020 Umsókn um lóð
1.Lóðin Kirkjuholt
1710039
Beiðni Harðar Einarssonar um rökstuðning fyrir svari bæjarráðs við bréfi hans frá 28. des 2020.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Þann 25. ágúst 1994 afsöluðu Nikulás Sveinsson, Sólborg Sveinsdóttir, Guðríður Sveinsdóttir og Þuríður Sveinsdóttir Vatnsleysustrandarhreppi lóð úr landi Hábæjar, öðru nafni nefnt Kirkjuholt. Engar kvaðir fylgdu því afsali og greiddi Vatnsleysustrandarhreppur 750.000 kr. fyrir lóðina.
Á þeim forsendum er þeirri yfirlýsingu Harðar Einarssonar sem sett er fram í bréfi til Sveitarfélagsins Voga, dags. 28. desember 2020, að hann lýsi sölunni og afsalinu á lóðinni Kirkjuholt frá 1994 ógilt, alfarið hafnað.
2.Endurbætur á húsnæði - beiðni um styrk
2103025
Trúnaðarmál
Lagt fram
Afgreiðsla málsins er skráð í trúnaðarmálabók
3.Framkvæmdir 2021
2101006
Staða framkvæmda 15.3.2021
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs: Yfirlitið lagt fram.
4.Mánaðarleg rekstraryfirlit 2021
2102005
Rekstraryfirlit janúar og febrúar 2021
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs: Yfirlitin lögð fram.
5.Sveitarfélög á Reykjanesi-Samvinna um tækifæri
2103020
Erindi Samtaka atvinnurekenda á Suðurnesjum dags. 9.3.2021, áskorun til allra sveitarfélaga á Reykjanesi
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga tekur heils hugar undir áskorun samtakanna um uppbyggingu svæðisins. Bæjarráð hvetur því stjórnvöld til að heimila lagningu Suðurnesjalínu 2 í jörð meðfram Reykjanesbraut.
6.Ábyrgðaryfirlýsing
2103037
Ábyrðgaryfirlýsing Grænubyggðar ehf. vegna framkvæmda á Grænuborgarsvæði
Samþykkt
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir framlagða ábyrgðaryfirlýsingu fyrir sitt leyti. Jafnframt samþykkir bæjarráð kostnaðarskiptingu vegan framkvæmda á Grænuborgarsvæði. Bæjarráð samþykkir að visa til umsagnar Umhverfisnefndar tillögum að útfærslum vegan fráveituframkvæmda.
7.Náttúruvá í Vogum
2103007
Yfirferð og stöðumat í tengslum við náttúruhamfarir. Liðurinn er án gagna.
Lagt fram
Á fundinum var farið yfir og upplýst um stöðu mála. Rýmingaráætlun Sveitarfélagsins er tilbúin, heildarrýmingaráætlun svæðisins verður fljótlega sett á vef Almannavarna sem drög til umsagnar.
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram.
8.Skyggnisholt 12-14 umsókn um lóð
2102020
Samþykkt
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir að úthluta lóðinni til SES húsa ehf., sbr. umsókn félagsins. Samþykkt samhljóða.
9.Mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis 2021.
2101017
Alþingi sendir sveitarfélaginu mál til umsagnar.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram.
Bæjarráð samþykkir eftirfarandi umsögn við 353. mál:
Sveitarfélaginu Vogum barst umsagnarbeiðni frá umhverfis og samgöngunefnd varðandi 353. mál á 151. löggjafaþingi, frumvarp til laga um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu Suðurnesjalínu 2. Með bréfi þessu leggur sveitarfélagið fram sína umsögn. Það er mat Sveitarfélagsins Voga að með frumvarpinu vegi flutningsmenn þess að þeirri vald- og ábyrgðarskiptingu sem gildir á milli ríkis og sveitarfélaga þegar kemur að skipulagsmálum. Ekki með nokkrum rökum getur Sveitarfélagið Vogar samþykkt að víkja frá þeirri megin skiptingu á ábyrgð skipulagsmála sem fram kemur í skipulagslögum 123/2010. Í greinargerð með fumvarpi til skipulagslaga sem lagt var fram á 138. löggjafaþingi kemur skýrt fram í rökstuðningi með hvaða hætti skipting valdssviðs og ábyrgðar skuli vera og teljum við að framkomið frumvarp stríði gegn vilja löggjafans með setningu skipulagslaga 123/2010. Í frumvarpinu er lagt til að skipulagslögum sé kippt úr sambandi og að 3. gr. og 13. gr. laganna sé með öllu hunsuð. Útgáfa framkvæmdaleyfa og eftirlit með framkvæmdum líkt og kemur fram í 1. mgr. 13. gr. 123/2010 er á forræði sveitarfélaga. Sveitarfélagið Vogar telur að með tillögu sinni vegi flutningsmenn frumvarpsins að sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélaga í landinu. Með samþykkt frumvarpsins yrði gefið fordæmi um að hvenær sem er geti löggjafinn svipt sveitarfélög í landinu sjálfsákvörðunarrétti sínum í einstaka málum. Það er að okkar mati áhyggjuefni m.a. í ljósi eignarhalds ríkisins á stóru landsvæði í Sveitarfélaginu Vogum. Það veldur okkur hjá Sveitarfélaginu Vogum að auki áhyggjum að slík hugmynd komi fram, jafnvel áður en sveitarstjórnin hefur fengið ráðrúm til að afgreiða erindi Landsnets á formlegan hátt. Það er mat okkar að hagsmunir sveitarfélaga í landinu til sjálfsákvörðunar í sínum innri málum sé með frumvarpi þessu fórnað. Ekki verður hér fjallað sérstaklega um rökstuðning flutningsmanna sem fram kemur í greinargerð hvort sem litið er til mikilvægis raforkuflutninga eða með hvaða hætti raforkuflutningum er háttað. Grundavallar hugsun frumvarpsins snýr að fyrrnefndri verkaskiptingu á milli ríkis og sveitarfélaga í landinu og sjálfsákvörðunarrétti sveitarfélaga. Við leggjumst því alfarið gegn því að frumvarp þetta verði samþykkt.
10.Jafnréttisstofa-Ný jafnréttislöggjöf-Áhrif á sveitarfélög
2103014
Erindi Jafnréttisstofu dags. 2. mars 2021 um áhrif nýrrar jafnréttislöggjafar á sveitarfélög
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs: Lagt fram.
11.Aðalfundur Lánasjóðs sveitarfélaga-Fundarboð
2103028
Lánasjóður sveitarfélaga boðar til aðalfundar 2021
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.
12.Fundargerðir Öldungaráðs Suðurnesjabæjar og Sv. Voga 2021
2103008
Fundargerð Öldungaráðs dags. 2.3.2021
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.
13.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2021
2101043
Fundargerð 432. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.
14.Fundargerðir stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga 2021
2102007
Fundargerð 895. undar stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.
15.Fundargerðir Brunavarna Suðurnesja 2021
2103015
Fundargerðir 52., 53. og 54. funda stjórnar Brunavarna Suðurnesja
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðirnar lagðar fram.
Bæjarráð hvetur Brunavarnir Suðurnesja til að senda fundargerðir jafnharðan.
16.Fundargerðir Almannavarna Suðurnesja utan Grindavíkur
2103016
Fundargerð Almannavarnarnefndar frá 2.3.2021
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.
17.Fundargerðir Þekkingarseturs Suðurnesja 2021
2103017
Fundargerð 37. fundar Þekkingarseturs Suðurnejsa
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.
18.Fundargerðir Kölku 2021
2103026
Fundargerð 521. og 522. funda stjórnar Kölku, Sorpeyðeingarstöðvar Suðurnesja
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðirnar lagðar fram.
Bæjarráð hvetur Kölku til að senda fundargerðir jafnharðan.
19.Fundargerðir Stjórnar Reykjanesfólksvangs 2021
2103027
Fundargerð stjórnar Reykjanesfólksvangs frá 3.2.2021
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðin lögð fram.
20.Fundargerðir Kölku 2020
2103033
Fundargerðir stjórnar Kölku frá 2020
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Fundargerðirnar lagðar fram. Bæjarráð hvetur Kölku til að senda fundargerðir jafnharðan.