311. fundur
19. ágúst 2020 kl. 06:30 - 07:50 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
Bergur Álfþórssonformaður
Ingþór Guðmundssonvaraformaður
Björn Sæbjörnssonaðalmaður
Jóngeir Hjörvar Hlinasonáheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri
Daníel Arason, forstöðumaður stjórnsýslu
Fundargerð ritaði:Ásgeir Eiríkssonbæjarstjóri
Dagskrá
1.Endurskoðun reglna um mennta-, menningar- og afreksmannasjóð 2020
2005032
Gerð grein fyrir undirbúningi breytinga á reglum um mennta-, menningar- og afrekssjóð. Liðurinn er án gagna.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Málið kynnt.
2.Hreinsun bragga á Kálfatjörn
2008012
Erindi Golfklúbbs Vatnsleysustrandar, beiðni um að sveitarfélagið taki þátt í hreinsunarkostnaði
Frestað
Afgreiðsla bæjarráðs:
Vísað til meðferðar við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2021.
3.Matsáætlun - Suðurnesjalína 2
1803025
Minnisblað bæjarstjóra dags. 17.08.2020, ásamt skýrslu frá Verkfræðistofunni Eflu, unnin fyrir Landsnet.
Lagt fram
Afgreiðsla bæjarráðs:
Gögnin lögð fram, málin rædd. Málið verður til umfjöllunar á fundi bæjarstjórnar miðvikudaginn 26.8.2020.
4.Stjórnsýsla sveitarfélagsins
1705022
Starfslýsing forstöðumanns stjórnsýslu lögð fram til samþykktar. Minnisblað bæjarstjóra dags. 17.08.2020, tillaga um ráðningu íþrótta- og tómstundafulltrúa.
Bæjarráð samþykkir að ráða Guðmund Stefán Gunnarsson í starf íþrótta- og tómstundafulltrúa. Bæjarráð þakkar umsækjendum um starfið fyrir þann áhuga sem þeir sýndu með umsóknum sínum.
5.Fjármál og rekstur sveitarfélagsins í ljósi Covid-19
2003037
Minnisblað bæjarstjóra dags. 17.08.2020, tillaga um framlengingu greiðslufrests fasteignagjalda fyrir lögaðila í ferðaþjónustu.
Samþykkt
Afgreiðsla bæjarráðs:
Bæjarráð samþykkir að framlengja gjaldfrest fasteignagjalda lögaðila í ferðaþjónustu í sveitarfélaginu til 15. nóvember 2020.
Málið kynnt.