Fundur haldinn í bæjarráði Sveitarfélagsins Voga, miðvikudaginn 14. september, 2011 kl.
06.30 að Iðndal 2.
Mætt eru: Hörður Harðarson, Inga Sigrún Atladóttir, Bergur Brynjar Álfþórsson og Kristinn
Björgvinsson. Hörður ritar fundargerð í tölvu.
1. Samþykktir SSS.
Drög að samþykktum sem lagðar verða fyrir aðalfund SSS í október lögð fram.
2. Samningur við Landsnet vegna Suðvesturlína.
Í október, 2008 var undirritað samkomulag við Landsnet hf vegna lagningar háspennulína um
Sveitarfélagið Voga.
Í aðfararorðum samningsins segir ,, Framkvæmdin er fyrirhuguð í tveimur áföngum og mun
fyrri áfanginn koma til framkvæmda árið 2010 (ný háspennulína) og síðari áfanginn 2-3 árum
síðar (niðurrif núverandi línu og bygging annarrar í hennar stað). Í 4. gr. samningsins er
kveðið á um samstarfsnefnd þar sem hvor aðili um sig tilnefnir tvo aðila til setu í nefndinni.
Nefndin skal koma saman á a.m.k. þriggja ára fresti eftir að framkvæmdum er lokið. Skal
nefndin fara yfir forsendur þessa samkomulags og þróun varðandi lagningu jarðstrengja,
upplýsa samningaaðila um þá þróun og gera tillögur um aðgerðir ef tilefni er til.
Bæjarráð Sveitarfélagsins Voga telur að þar sem tafist hefur að leggja nýja háspennulínu og
ekki er fyrirséð hvenær hún verður lögð þá sé samkomulagið úr gildi fallið. Farið er fram á að
Landsnet fundi með fulltrúum sveitarfélagisins og fari yfir forsendur Suðurnesjalínu.
3. Vogahöfn.
Lagt er fram bréf Smábátafélagsins dags. 1. september, 2011 og tölvupóstur Frá Hofholti ehf
dags. 6. september, 2011.
Smábátafélagið mótmælir fyrirhugaðri lokun á smábátabryggjum Sveitarfélagsins Voga.
Jafnframt segir í bréfinu að á fundi í Smábátafélaginu er haldinn var 29. ágúst, 2011 hafi
komið fram tillaga um að loka Jónsvör 1 yfir vetrarmánuðina og hafa Jónsvör 2 opna.
Á 117. fundi bæjarráðs var samþykkt að frá og með 15. október ár hvert til og með 15. apríl
verði einungis leyft að liggja við flotbryggjur að Jónsvör 2. Jónsvör 1 verður lokuð þann tíma.
Lega er háð stærð báta, felst það meðal annars í lengd báta og stærð yfirbyggingar út frá
vindálagi.
Í tölvupósti frá Hofholti er meðal annars bent á að sú ákvörðun bæjarráðs að taka Vogahöfn út
af skrá sem fiskihöfn geri þeim sem rækta krækling út af Vogum erfitt fyrir.
Bæjarráð óskar eftir viðræðum við Hofholt um framtíð kræklingaræktunar og vinnslu í og við
Sveitarfélagið Voga.
4. Framfarasjóður.
Lagt fram yfirlit um uppgreiðslu lána.
Bæjarráð samþykkir að veita bæjarstjóra heimild til að greiða upp lán samtals krónur 430
milljónir.
5. Flekkuvík.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirrita yfirlýsingu milli sveitarfélagsins og fjármálaráðherra
um skipulag og þróun iðnaðar og hafnarsvæðis í Flekkuvík.
Bæjarráð samþykkir að taka atvinnustefnuna til endurskoðunar.
Formenn umhverfis og skipulagsnefndar og atvinnumálanefndar ásamt bæjarstjóra og
byggingarfulltrúa vinna að endurskoðun stefnunnar og hefja undirbúning skipulagsvinnu.
6. Fundargerð 3. verkfundar endurgerðar gatna 2011.
Fundargerðin er lögð fram.
7. Fundargerð 30. fundar frístunda- og menningarnefndar.
Fundargerðin er lögð fram.
8. Fundargerð 6. fundar atvinnumálanefndar.
Fundargerðin er lögð fram
Kynningarfundur fyrir Atvinnu og nýsköpunarhelgi sem haldin verður að Ásbrú laugardaginn
30. september, sem er viðburður sem snýst um að virkja fólk til athafna, verður haldinn í sal
sveitarfélagsins í Álfagerði miðvikudaginn 21 september kl 20:00.
Bæjarráð hvetur bæjarbúa til að kynna sér málefnið til dæmis á vefsíðunni anh.is og
fjölmenna á kynningarfundinn.
9. Fundargerð 629. fundar stjórnar SSS.
Fundargerðin er lögð fram.
10. Tilnefning í stjórn SSS, aðalmaður og einn til vara.
Bæjarráð tilnefnir Ingu Sigrúnu Atladóttur sem aðalmann í stjórn SSS. Hörður Harðarson er
tilnefndur sem varamaður hennar í stjórn.
11. Fundargerðir 413. og 414. funda stjórnar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja.
Fundargerðirnar eru lagðar fram.
12. Fundargerð 33. aðalfundar Sorpeyðingarstöðvar Suðurnesja ásamt samþykktum.
Fundargerðin er lögð fram.
13. Fundargerðir 5. og 6. funda Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja.
Fundargerðirnar eru lagðar fram.
14. Bréf Velferðarvaktarinnar, dags. 1. september, 2011. Hvatning velferðarvaktarinnar
í upphafi skólaárs.
Velferðarvaktin beinir því til sveitarstjórna og skólanefnda að huga sérstaklega að líðan barna
í upphafi skólaárs.
Bréfið er lagt fram.
15. Bréf Jöfnunarsjóðs, dags. 1. september, 2011. Uppgjör á framlagi vegna lækkaðra
fasteignaskattstekna 2011.
Í kjölfar breytinga á álagningarstofni fasteignaskatts urðu einstök sveitarfélög fyrir tekjutapi.
Ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga lagði til framlag í kjölfar breytinganna.
Úthlutun til sveitarfélagsins árið 2011 verður krónur 13.931.313.-
Verði um breytingar að ræða á ráðstöfunarfjármagni sjóðsins til heildargreiðslu framlagsins
2011 mun úthlutun framlagsins verða tekin til endurskoðunar.
Bréfið er lagt fram.
16. Hálfsárs uppgjör.
Umræða um hálfsársuppgjör.
17. Undirbúningur fjárhagsáætlunar.
Minnisblað bæjarstjóra um fjárhagsáætlun lagt fram.
Bæjarráð samþykkir að vinna við fjárhagsáætlun, þriggja ára áætlun og endurskoðun verði í
megindráttum eftir tillögum sem settar eru fram í skýrslu samráðsnefndar ríkis og
sveitarfélaga um efnahagsmál. Bæjarráð mun vinna að fjárhagsáætlun á sérstökum
vinnufundum
Fleira ekki gert og fundi slitið kl. 08.40