190. fundur
20. maí 2015 kl. 06:30 - 08:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
Ingþór Guðmundssonvaraformaður
Inga Rut Hlöðversdóttir1. varamaður
Björn Sæbjörnssonaðalmaður
Fundargerð ritaði:Ásgeir Eiríkssonbæjarstjóri
Dagskrá
1.Ábendingar til sveitarfélga um fasteignaskatt o.fl. á mannvirki tengd ferðaþjónustu.
1505007
Minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga um fasteignaskatt o.fl. á mannvirki tengd ferðaþjónustu.
Lagt fram til kynningar minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga um fasteignaskatt o.fl. á mannvirki tengd ferðaþjónustu. Bæjarstjóra falið að senda öllum aðilum starfandi á vettvangi ferðaþjónustu innan sveitarfélagsins bréf með ábendingum eftir því sem við á.
2.Tillaga að landsskipulagsstefnu, framhaldsmál úr 1011026
1412034
Umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um landsskipulagsstefnu. Minnisblað bæjarstjóra með tillögu að bókun sveitarfélagsins um tillöguna.
Lögð fram umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga um þingsályktunartillögu að landsskipulagsstefnu. Bæjarráð bókar eftirfarandi vegna málsins: "Sveitarfélagið Vogar tekur heilshugar undir umsögn Samband íslenskra sveitarfélaga dags. 7. maí 2015 um þingsályktunartillögu um landskipulagsstefnu 2015- 2026. Sveitarfélagið Vogar leggur fyrir sitt leyti jafnframt áherslu á að skipulagsvald verði ekki tekið frá sveitarfélögum."
3.Beiðni um styrk vegna kaupa á kajökum í Stóru Vogaskóla
1505006
Tölvupóstur Kajakhóps Stóru-Vogaskóla með beiðni um fjárstyrk til kaupa á kajökum fyrir útikennslu.
Lagður fram tölvupóstur Kajakhóps Stóru-Vogaskóla með beiðni um fjárstyrk til kaupa á kajökum fyrir útikennslu. Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til gerðar fjárhagsáætlunar 2016 - 2019.
4.Endurnýjun samstarfssamnings - Skyggnir
1404073
Bréf Björgunarsveitarinnar Skyggnis ásamt minnisblaði með endurskoðaðri tillögu að samstarfssamningi aðila.
Með fundarboði var lagt fram minnisblað bæjarstjóra með tillögu bæjarráðs um lausn ágreiningsmála varðandi endurnýjun samstarfssamnings aðila. Einnig liggur fyrir tölvupóstur formanns björgunarsveitarinnar dags. 18.5.2015, með tillögu stjórnar Skyggnis að lausn málsins. Afgreiðslu málsins frestað.
5.Endurskoðun aðalskipulags - Breiðgerðishverfi
1505010
Fulltrúar D-listans leggja fram tillögu um endurskoðun aðalskipulags með það að markmiði að leyfð verði blönduð byggð í Breiðagerðishverfi.
Lagt fram bréf Björns Sæbjörnssonar f.h. D-listans, þar sem lagt er til að ráðist verði í endurskoðun aðalskipulags með það að markmiði að heimila blandaða byggð í Breiðagerðishverfi. Fulltrúar E-listans leggja fram svohljóðandi bókun: "Að svo stöddu telja fulltrúar E-listans ekki ástæðu til að ráðast í endurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins eins og erindið ber með sér." Á fundinum leggur málshefjandi til að gerð verði svohljóðandi orðalagsbreyting á erindinu: "Fulltrúar D-listans leggja fram tillögu um að kannaðir verði möguleikar á breytingu aðalskipulags sveitarfélagsins með það að markmiði að leyfð verði blönduð byggð í Breiðagerðishverfi." Bæjarráð vísar erindinu þannig breyttu til umfjöllunar Umhverfis- og skipulagsnefndar.
6.Mánaðarleg rekstraryfirlit 2015
1502001
Yfirlit um fjárhagsaðstoð sveitarfélagsins fyrstu fjóra mánuði ársins 2015. Til samanburðar eru upplýsingar um fjárhagsaðstoð fyrir árið 2014.
Lagt fram yfirlit um fjárhagsaðstoð sveitarfélagsins fyrstu fjóra mánuði ársins 2015. Jafnramt lagt fram yfirlit um fjárhagsaðstoð fyrir árið 2014 í heild.
7.Beiðni um umsögn vegna rekstrarleyfis.
1505001
Sótt er um leyfi til starfrækslu heimagistingar í Akurgerði 15
Sýslumaðurinn á Suðurnesjum sendir til umsagnar umsókn um rekstrarleyfi vegna heimagistingar í Akurgerði 15. Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við umsóknina.
8.361. mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis
1505004
Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli, 361. mál
Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um skipulags- og mannvirkjamál á Reykjavíkurflugvelli, 361. mál. Bæjarráð Sveitarfélgasins Voga leggur áherslu á að skipulagsvald verði ekki tekið af sveitarfélögum.
9.703. mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis
1505002
Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóndna og afrétta, 703. mál.
Alþingi sendir til umsagnar frumvarp til laga um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlenda og afrétta, 703. mál.
10.Fundargerðir S.S.S. 2015
1501022
Fundargerðir 689. og 690. funda stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Fundargerð 689. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum lögð fram. Fundargerð 690. fundar stjórnar Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum lögð fram.
11.Fundargerðir Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum.
1504011
Fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum frá 16. apríl 2015.
Fundargerð stjórnar Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum frá 16. apríl 2015 lögð fram.