187. fundur
01. apríl 2015 kl. 06:30 - 08:30 á bæjarskrifstofu
Nefndarmenn
Bergur Álfþórssonformaður
Ingþór Guðmundssonvaraformaður
Björn Sæbjörnssonaðalmaður
Jóngeir Hjörvar Hlinasonáheyrnarfulltrúi
Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóriritari
Fundargerð ritaði:Ásgeir Eiríkssonbæjarstjóri
Dagskrá
1.Kæra vegna álagaðra sorpeyðingagjalda
1404056
Niðurstaða úr kæru til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindarmála vegna álagningar sorpeyðingargjalda
Lagður fram úrskurður Úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, dags. 27.3.2015. Í úrskurðinum er hafnað kröfu kæranda um ógildingu á ákvörðun sveitarfélagsins um álagningu sorpeyðingargjalds fyrir árið 2014.
2.Beiðni um fjárstuðning við forvarnarstarf
1503021
Saman-hópurinn óskar eftir fjárstyrk til starfseminnar á bilinu 20.000 - 60.000. Sveitarfélagið styrkti verkefnið árið 2014 með framlagi að fjárhæð kr. 20.000
Lagt fram bréf SAMAN-hópsins dags. 15.3.2015, beiðni um fjárstuðning við forvarnarstarf hópsins á árinu 2015. Bæjarráð samþykkir að styrkja verkefnið um kr. 20.000.
3.Styrkumsókn vegna Ballroom Dancing Festival for Juniors
1503024
Umsókn um styrk vegna þátttöku Evu Lilju Bjarnadóttur í "Ballroom Dancing Festival for Juniors" í Blackpool, Englandi.
Lagt fram bréf Manassa Quarni, dags. 20.3.2015, beiðni um fjárstuðning vegna þátttöku Evu Lilju Bjarnadóttur í "Ballroom Dancing Festival for Juniors" í Blackpool, Englandi. Bæjarráð getur ekki orðið við erindinu.
4.Endurskoðun reglna um Afrekssjóð Íþróttamanna.
1503014
Málið var til umfjöllunar á síðasta fundi bæjarráðs. Áform eru um að sameina afrekssjóðinn og menntasjóðinn, auk þess sem reglurnar verði endurskoðaðar.
Á fundinum eru lögð fram drög að endurskoðuðum reglum fyrir sameinaðan Mennta-, menningar- og afreksmannasjóð sveitarfélagsins. Málið er áfram til úrvinnslu á vettvangi bæjarráðs.
5.Endurskoðun reglna um mennta- og menningarsjóð.
1503015
Málið var til umfjöllunar á síðasta fundi bæjarráðs. Áform eru um að sameina afrekssjóðinn og menntasjóðinn, auk þess sem reglurnar verði endurskoðaðar.
Á fundinum eru lögð fram drög að endurskoðuðum reglum fyrir sameinaðan Mennta-, menningar- og afreksmannasjóð sveitarfélagsins. Málið er áfram til úrvinnslu á vettvangi bæjarráðs.
6.Suðurnesjalína 2 - mótvægisaðgerðir
1503029
Tillaga frá D-lista um að lögð verði fram formleg beiðni til stjórnar Landsnets hf. um mótvægisaðgerðir.
Lagt fram erindi Björns Sæbjörnssonar f.h. D-lista, tillaga til bæjarráðs um að lögð verði fram formleg beiðni til stjórnar Landsnets hf. um mótvægisaðgerðir vegna lagningar Suðurnesjalínu 2. Afgreiðslu málsins frestað.
7.Endurnýjun samstarfssamnings - Skyggnir
1404073
Fulltrúar stjórnar Skyggnis mæta á fundinn.
Á fundinn mættu fulltrúar Björgunarsveitarinnar Skyggnis Kristinn Björgvinsson, Jón Mar Guðmundsson og Ragnar Hlöðversson. Rætt um samstarf aðila og gerð samstarfssamnings. Áfram verður unnið að málinu.
8.166. mál til umsagnar frá nefndasviði Alþingis
1503020
Alþingi sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um að draga úr plastpokanotkun, 166. mál.
Alþingi sendir til umsagnar tillögu til þingsályktunar um að draga úr plastpokanotkun, 166. mál.
9.Fundargerðir Fjöldkyldu- og velferðarnefndar Sandgerðis, Garðs og Voga 2015
1501026
Fundargerðir 97. og 98. funda Fjölskyldu- og velferðarnefndar.
Lögð fram fundargerð 97. fundar Fjölskyldu- og velferðarnefndar dags. 5.3.2015 Lögð fram fundargerð 98. fundar Fjölskyldu- og velferðarnefndar dags. 19.3.2015
10.Fundargerðir Hafnasambands Íslands 2015
1501020
Fundargerð 373. fundar stjórnar Hafnasambandsins
Lögð fram fundargerð 373. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands dags. 13.3.2015