Atvinnumálanefnd

3. fundur 16. janúar 2007 kl. 18:05 - 20:50

3. fundur Atvinnumálanefndar Sveitarfélagsins Voga, þriðjudaginn 16. janúar.
Mættir eru Kristinn Sigurþórsson, Kolbeinn Hreinsson, Kristberg Finnbogason, Jón
Elíasson og Sigríður Ragna Birgisóttir.
Einnig er mætt á fundinn Berglind Kristinsdóttir.
Fundur settur 18.05
1. mál - Atvinnumálafulltrúi
Berglind Kristinsdóttir atvinnuráðgjafi SSS er mætt á fundinn og gerir grein fyrir því
hvernig þjónustu hennar er háttað.
Greinir frá því að fyrirhugað er að standa fyrir frumkvöðlanámskeiði á vegum
Símenntunar á Suðurnesjum. Farið verður af stað með það í febrúar. Hún segir líka að
fyrirtæki sem nú þegar eru starfandi geta líka unnið að frumkvöðlastarfi og sótt um styrki
til þess.
Sigríður spyr um fasta viðveru atvinnumálafulltrúa hér í bænum t.d. mánaðarlega og
hvernig því verði háttað. Ekkert hefur verið ákveðið í þeim efnum en hún var búin að
senda erindi til bæjarstjóra allra sveitarfélaganna varðandi það hvaða óskir þeir hefðu í
þessu sambandi. Engar óskir hafa komið frá Sveitarfélaginu Vogum.
Kolbeinn spyr um úttekt á möguleikum atvinnulífs á svæðinu og hvernig hægt er að nýta
tækifærin. Berglind segir að hún sjái ekki um það beint en að Atvinnuráðgjöf Suðurnesja
geti beðið um að slík úttekt fari fram.
SSS er að íhuga að fara fram á að gerður verði vaxtasamningur við Suðvesturland líkt og
nýlega var gerður við Austurland
Berglind víkur af fundi kl. 18:50
Nefndin vill að vakin verði athygli á frumkvöðlanámskeiðinu og hvetur SSS til að auglýsa
þetta í Kvígunni sem er nýtt fréttabréf í Sveitarfélaginu. Einnig vill nefndin beina því til
bæjarstjórnar að gerð verði úttekt á möguleikum atvinnulífs á svæðinu og leitað verði til
Atvinnuráðgjafar Suðurnesja í því sambandi.
2. mál - Aðalskipulagið
Rætt um innkomu að bænum frá Grindavíkurafleggjara og mikilvægi þess að reyna að fá
Vegagerðina til að malbygga þennan veg yfir í Njarðvík. Jón leggur til að veginum verði
gefið nafnið: Útsýnisvegur. Einnig leggur hann til að svæðið undir Vogastapa verði merkt
sem tjaldstæði og útivistarsvæði með ferðatengdri starfsemi. Kolbeinn bendir á að það ætti
ekkert að vera því til fyrirstöðu að dæla heitu vatni út í víkina og búa þarna til
útivistarparadís - Paradísarvogur. Þarna væri líka hægt að koma upp hernaðarminjasafni
þar sem hersjúkrahúsið var.
Nefndin beinir því til Aðalskipulagsnefndar að merkja svæðið þannig, þ.e. sem tjaldstæði
og útivistarsvæði. Til Vegagerðarinnar beinir nefndin þeim tilmælum að hún malbyggi
Útsýnisveginn og til skógræktarfélagsins að það planti trjám á svæðinu.
Einnig beinir nefndin því til Minjanefndar að skoða möguleika á hernaðarminjasafninu.
3. mál – Staðardagskrá 21

Að uppástungu Kolbeins samþykkir nefndin að kalla aðalráðgjafa SS á næsta fund til að
kynna okkur Staðardagskrá 21.
4. Nýsköpunarkeppnin
Atvinnumálanefnd leggur til að þema keppninnar verði framtíðarsýn. Hvernig sjá þau
fyrir sér eftirfarandi svæði?

Paradísarvogurinn
Miðbæjarkjarninn
Slysavarnir
Nefndin mun leita til fyrirtækja í Sveitarfélaginu um aðstoð og aðstöðu fyrir nemendur til
að vinna og útfæra hugmyndir sínar. Vonast nefndin eftir góðum viðbrögðum frá
fyrirtækjum.

Önnur mál.
1
Kolbeinn ber upp hugmynd þess efnis að Atvinnumálanefnd bjóði öðrum
atvinnumálanefndum á Suðurnesjum í heimsókn til að miðla hugmyndum og þekkingu sín
á milli.
2
Kristberg ræðir málefni Norma og áhyggjur eigenda fyrirtækisins af ímynd þess í
bæjarfélaginu.
Nefndin er sammála um að boða til fundar með forsvarsmönnum fyrirtækisins.
3.
Jón leggur fram almenna fyrirspurn til formannsins hvernig eigi að bera sig að við að
stofna fyritæki í Sveitarfélaginu. Formaðurinn svarar því til að áhugasamir leiti beint til
bæjarstjóra.
Fundi slitið kl.20.50

Getum við bætt efni síðunnar?