Atvinnumálanefnd

5. fundur 17. apríl 2007 kl. 18:04 - 19:15 Iðndal 2

5. fundur Atvinnumálanefndar Sveitarfélagsins Voga. Haldinn þriðjudaginn
17. apríl 2007 að Iðndal 2. Mættir eru: Kristinn Sigurþórsson, Kristberg
Finnbogason, Sigríður Ragna Birgisdóttir, Kolbeinn Hreinsson
og Jón Elíasson
Fundur settur kl. 18.04
1. mál. - Breytingatillaga á boðun funda.
Tillaga formanns um breytingu á boðun funda í formi tölvupósts er samþykkt samhljóða.

2. mál - Motopark Iceland.
Búið er að gefa út skýrslu um kappakstursíþróttabrautina og er hún lögð fram til
kynningar.

3. mál. - Uppbygging ferðaþjónustu.
Kolbeinn kynnti hugmynd að uppbyggingu á ferðaþjónustu.

4. mál - Önnur mál.
1.
Nefndin ræðir enn og aftur hugmyndina að tjaldsvæði undir Vogastapa og telur að vel
skipulagt og starfrækt tjaldsvæði sé lyftistöng fyrir atvinnulíf í bæjarfélaginu.
Fleira ekki rætt.
Fundi slitið kl. 19.15

Getum við bætt efni síðunnar?