Atvinnumálanefnd

6. fundur 24. maí 2007 - 19:30 Iðndal 2

Haldinn fimmtudaginn 24. maí 2007 að Iðndal 2.
Mættir eru: Kristinn Sigurþórsson, Kristberg Finnbogason, Sigríður Ragna Birgisdóttir,
Kolbeinn Hreinsson og Jón Elíasson.

1. mál – Aðalskipulagsmál
Farið yfir fundargerðir aðalskipulagsnefndar og þær hugmyndir sem þar koma fram
og snúa að atvinnumálum. Nefndir fagnar þeirri tillögu að flytja gámasvæðið frá
höfninni.
Nefndinni finnst einkennilegt að svæði sunnan Vogabrautar hafi verið tekið út af
aðalskipulagi sem iðnaðarsvæði. Hún telur að svæði sem þetta henti vel fyrir léttan
iðnað.
Einnig fagnar nefndin hugmyndum um íbúðabyggð norðan Hafnargötu en bendir
jafnframt á að íbúðabyggð og starfsemin sem er sunnan megin við Hafnargötuna eigi
ekki mjög vel saman. Minnihlutinn vonar að verbúðin gamla muni víkja fyrir meira
aðlaðandi húsnæði og bendir á að kanski sé tími til kominn að kanna hugmyndir
eigenda varðandi húsnæðið.
Nefndin ræðir hugmyndir um mikilvægi þess að koma upp geymsluvæði í
Sveitarfélaginu.
2. mál – Klasi
Skoðaðar eru hugmyndir Reykjanesbæjar um uppbyggingu við Reykjanesbrautina og
er nefndin sammála um að skipulagt svæði af þessu tagi eigi vel við í Vogunum líka.
Reykjanesbrautin hefur sterkt auglýsingagildi og hvetur nefndin til þess að svæði við
brautina verði eyrnamerkt iðnaði og um leið ítrekar hún áskorun sína þess efnis að
farið verði út í skilgreiningarvinnu varðandi hvernig iðnað og starfsemi Sveitarfélagið
vill fá á skilgreind iðnarðar og athafnasvæði og að í því sambandi verði leitað til
atvinnuráðgjafar SSS.
Önnur mál
1. Atvinnuþróunarfélagið.
Nefndin ákveður að bjóða formanni atvinnuþróunarfélagsins í Vogum á næsta fund til
að fá að vita hvað er í gangi hjá þeim núna og hvort nefndin geti með einhverjum
hætti stutt við bakið á félaginu.
2. Hugmynd um uppbyggingu á ferðaþjónustu.
Sigga spyr um hugmynd Kolbeins frá fyrra fundi. Ekki hefur náðst í þá sem standa að
þeirri hugmynd.
Fundi slitið kl. 19.30

Getum við bætt efni síðunnar?